Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 2
i8
STJARNAN
Trygging fjármálanna
Því verÖur ekki neitaÖ aÖ fjármálin í
heiminum, bæÖi hjá einstaklingum og
heilum þjóðum, eru í mesta ólagi. AÞ
staðar er vinnuleysi og peninga kreppa.
Þótt menn tali um ráð og meðul til að
kippa þessu í lag, þá stendur alt við sama
eftir sem áður.
Hvernig getum vér öðlast tryggingu
f jármála vorra?
“Drotni heyrir jörðin og alt, sem á
henni er.” Sálm. 24:1. Fyrst Guð er
skapari og eigandi allra hluta, þá erum
vér aðeins umboSsmenn hans, yfir því,
sem hann fær oss í hendur, og þess er
krafist af hverjum ráðsmanni að hann sé
trúr.
Ef vér athugum sögu Gyðingaþj óðar-
innar, þá munum vér sjá, að þeim farn-
aðist vel að öllu leyti, blessun Guðs var
yfir þeirn, eignum þeirra og starfi, svo
lengi sem þeir héldu sér fast við Guðs orð
og hlýddu boðum hans. En þegar þeir
féllu frá hlýðni sinni við hann, þá höfðu
óvinirnir sigur yfir þeim, og þeir mistu
bæði fé sitt og frelsi.
“En alt þetta kom yfir þá sem fyrirboði
og það er ritað til viðvörunar oss, sem
endir aldanna er kominn til.” 1. Kor. 10 :
11.
Þegar til fjármálanna kemur þá segir
Guðs orð skýrt og skorinort að tíundin
tilheyri Drotni. Vér höfum engan rétt að
nota til eigin þarfa meir en 9-10 hluta af
tekjum vorum í hvaða stöðu sem vér er-
um, einn tíundi hlutinn heyrir Drotni til.
Guð segir jafnvel að það sé rán ef vér
vanrækjum að borga tíundina. Mal. 3 :8, 9.
í tíunda versinu í sama kapítula lesum
vér, að Guð lofar þeim yfirgnæfanlegri
blessun, sem eru honum trúir í því að
borga tíund. Hann jafnvel býður mönn-
um upp á að reyna hvort það ekki borgi
sig..
“Öll jarðar tíund heyrir Drotni til, hvort
heldur er af ávexti jarðar eða aldinum
trjáa, hún er helguð Drotni.” “Og öll
tíund af nautgripum og sauðfé . . . hver
tíunda skepna skal vera Drotni helguð.”
3. Mós. 27130, 32. Tíundar skyldan var
hin sama þótt menn ynnu ekki að akur-
yrkju eða kvikf járrækt, því vér lesum í
4. Mós. 18. kap. að þeir sem unnu við
musteris þjónustuna, og áttu að lifa á
tíundinni, sem inn kom, einnig þeir, áttu
að borga tíund af því sem féll í þeirra
hluta. 4. Mós. 18:21-27.
Þetta boð er einnig staðfest í Nýja
Testamentinu, þar sem Jesús er að tala
um tíundargjald faríseanna, og ávíta þá
fyrir vanrækslu á öðrum skyldum, þá seg-
ir hann: “Þetta bar að gjöra, en hitt ekki
ógjört að láta.” Matt. 23:23_ Páll post-
uli bendir á hið sama, er hann minnist á,
hvernig þeir, sem þjónuðu í helgidómn-
um eða við altarið lifðu á tíundum þeim
og fórnum, sem fólkið færði til musteris-
ins, svo segir hann: “Þannig hefir Drott-
inn einnig fyrirskipað, að þeir, sem pré-
dika fagnaðarerindið skuli lifa af fagn-
aðarerindinu. 1. Kor. 9:14. Eins og
starfsmenn musterisins í fyrri daga lifðu
á tíund ísraelsmanna, þannig eiga þeir,
sem fagnaðarerindið boða, að hafa upp-
eldi sitt af tíund kristinna manna.
En hvernig get eg og fjölskylda mín
lifað ef eg borga út tíunda partinn af því
litla, sem eg hefi? Svar upp á þessa
spurningu má finna í 2. Kon. 4:1-7. Fjöl-
skyldufaðirinn hafði dáið og skilið eftir
óborgaðar skuldir, svo að því var komið
að synir hans báðir yrðu teknir í þræl-
dóm, til að borga skuldina, en móðirin
leitaði ráða hjá spámanni Drottins, og
hlýddi ráðum hans. Að endingu segir
hann við hana: “Gjald skuld þína, en haf
til viðurværis þér og sonum þínum, það
sem afgangs verður.”
Ef afgangurinn sýnist alt of lítill, þá
minnist hans, sem saddi 5,000 manns á
(Framh. á bls. 20)