Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 4
20
STJARNAN
áSur voru hégómlegir og eigingjarnir,
verða nú alvarlegir og nægjusamir.
Drykkjumenn verÖa hófsamir, og slark-
arar fara a'ð lifa hreinu, hei'Öarlegu lífi.
Hieimsins hefÖ og prjál er lagt til hliÖar.
Jesú lærisveinar hirða ekki um hégómlegt
útvortis skart, heldur hjartans óforgengi-
lega búning hógværs og kyrláts anda, sem
dýrmætur er í augum Guðs.
Iðrunin er ekki sönn nema hún haíi
betrun lífernisins í för með sér. “Þegar
eg segi viS hinn óguðlega: þú skalt vissu-
lega deyja, og hann lætur af synd sinní
og iSkar rétt og réttlæti, skilar aftur veSi,
endurgreiöir þaS er hann hefir rænt,
breytir eftir þeirn boSorSum, sem leiSa
til lífs, svo aS hann fremur engan glæp,
þá skal hann lífi halda, en ekki deyja.”
Ez. 33:14- 15-
Annað merki upp á sanna iSrun er inni-
leg þrá eftir aS vitna um hann, sem leiddi
oss frá myrkrinu til síns aSdáanlega ljóss,
og brennandi áhuga fyrir frelsun annara.
Vér höfum dæmi Páls postula: “Og und-
ir eins fór hann aS prédika í samkundu
húsunum um Jesúm aS hann væri GuSs-
sonurinn.” “BræSur, þaS er hjartans ósk
mín og bæn til GuSs, að þeir megi hólpmr
verða.” “Eg hefi hrygð mikla og sífelda
kvöl í hjarta mínu, því að þess mundi eg
óska aS mér væri sjálfum útskúfað frá
Kristi, til heilla fyrir bræSur mína, ætt-
menn mína að holdinu, en það eru ísraels-
menn.” Postulas. 9:20; Róm. 9:3,4; 10:*.
“Far þú aftur heim til þín, og seg þú frá.
hve mikla hluti GuS hefir gjört fyrir
þig, og hann fór burt og kunngjörSi um
alla borgina, hve mikla hluti Jesús hefði
gjört fyrir sig.” Lúk. 8:39.
Þótt menn geti ekki ætíS nefnt staðinn
eða stundina, hvar og hvenær þeir endur-
fæddust, þá geta þeir verið endurfæddir
engu aS síður. Jesús sagði viS Nikó-
demus: “Vindurinn blæs hvar sem hann
vill, þú heyrir þytinn í honum, en ekki
veiztu hvaSan hann kemur eða hvert
hann fer, eins er fariS hverjum, sem að
andanum er fæddur.” Jóh. 3:8. Vindur-
inn er ósýnilegur en áhrif hans má bæSi
sjá og finna, þannig er því variS meS
áhrif GuSs anda á hjarta mannsips. Ekk-
ert mannlegt auga getur séS hinn endur-
fæðandi kraft, en hann framleiðir nýtt líf
í sálu mannsins, og ummyndar hann eftir
Guðs mynd.
Áhrif andans sýna sig í lífi mannsins.
Ef maSurinn er ummyndaður eftir GitSs
mynd, þá mun líferni hans bera vott um
þaS. Þótt vér getum sjálfir ekkert gjört
til aS breyta hjörtum vorum, þótt vér
getum ekki reitt oss á vor eigin góðverk,
þá mun náSarkraftur GuSs opinberast í
líferni voru, svo sannarlega sem Kristur
býr í oss. Breytingin mun sjást í áhuga-
málurn vorurn, venjurn og hugsunarhætti.
Mismunurinn milli hins gamla og nýja
lifs verður skýr og greinilegur.
Ef vér komum til Krists, sem auð-
mjúkir iðrandi syndarar og þiggjum hans
fyrirgefandi náS, þá lifnar kærleikur í
hjörtum vorurn. ByrSin verSur létt, því
vér berum Hans ok, og Hans ok er in-
dælt og Hans byrði létt. Sjálfsafneitun
Hans vegna verSur ánægja fyrir oss.
Sá vegur sem virtist myrkri hjúpaSur,
verður þá skýr og bjartur, uppljómaður
af geislum frá sólu réttlætisins.
D. K. O.
Trygging fjármálanna
(NiSurlag frá bls. 18)
fimm brauöum. Hann er sá sami í dag og
i gær og að eilífu. Hann hefir sjálfur
lofaS aS vér skulum fá nauðsynjar lífs-
ins í viSbót ef vér leitum fyrst Guðs ríkis
og hans réttlætis. Matt. 6:33.
Trygging fjármálanna er loforð GuSs
um blessun hans, yfir eignum þeirra og
starfi, sem í einlægni gjöra hans vilja.
Hefir þú verið GuSi trúr viðvíkjandi tí-
und og fórnum, og þannig fengið trygg-
ingu fjármála þinna?
S. Johnson.