Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 5
STJARNAN 21 Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir Spádómur og saga Rgyptalands “Þér hafið allir kannast við, að spá- dómarnir viðvíkjandi Týrus, Sídon og Askalon eru bókstaflega uppfyltir,” sagði hr. Djarfur þegar Einarsson settist niður. “En þér eruð ófúsir að kannast við, eða ekki sannfærðir um, að spádómar þessir hafi verið yfirnáttúrlegs eðlis. “En þér vitið, og það er alkunnugt, að þótt hið umliðna og yfirstandandi sé opið fyrir augum vorum, þá er hið ókomna hulið fyrir oss. Vér getum gjört tilraun til að skygnast inn í framtíðina, en það er árangurslaust. Vonin getur gjört sér hugmyndir um framtíðina, hugleysiS hræðst hana, og dirfskan ákveðið hvern- ig hún ætti að vera, en mannleg vizka get- ur aldrei af sjálfri sér, séð gegnum hin þykku tjöld, sem hylja framtíðina fyrir oss. Hversu gáfaður og hugvitssamur sem maðurinn er, þá getur hann þó ekki sagt fyrir óorðna hluti. Vér skulum minnast þess hversu skammsýnir jafnvel hinir vitrustu stjórnmálamenn eru. “Sagan getur haldið áfram tilbreyting- ar lítið í þúsund ár, þangað til að mann- legt hyggjuvit gjörir sér i hugarlund, að alt muni ganga þannig endalaust. En svo, alveg óvænt, kemur einstakur maður eins og Múhameð eða Lúter, sem breytir öll- um gangi sögunnar, eða eins og Watt og Edison gjörbreyta öllu viöskiftalífinu. “Spádómar þeir, sem eg þegar hefi nefnt, eru meira en finst í öllum öðrum bókum heimsins til samans, en þó höfum vér aðeins stigið inn fyrir dyrnar á hinu mikla musteri spádómanna. “Þegar Jesajas, Jeremías og Ezekíel voru uppi, þá hafði Egyptaland staðið um 2000 ár. “Spámenn þess tíma, (600 f. Kr.) skoð- uðu Egyptaland sem brauðkörfu heims- ins, aðseturstað lista og vísinda, auðs og fegurðar, helzta siðmenningarland heims- ins. 1 tuttugu aldir höfðu hinir nafn- frægu pýramídar staðið þar sem minnis- merki hins volduga ríkis. “Það virtist eins og tönn timans ynni ekki á Egyptalandi fremur en á minnis- merkjum hennar. Á eldi þeim, sem brann á arni þess, kveiktu aðrar þjóðir ljósið á lampa þekkinga-r sinnar og framfara. Það naut friðar og rósemi sem leiddi af með- vitundinni um vald þéss auð og aldur. Fyrir manna sjónum, þótt vísindamaður eða heimspekingur væri, þá sást ekkert ský á himni framtíðarinnar, sem stofnað gæti í hættu friði eða valdi ríkisins. “Einmitt á þessum tíma þegar allar lík- ur og kringumstæður bentu á varanlega framför og velgengni, þá kemur Jesajas og Ezekíel fram á sjónarsviðið og segja fyrir forlög landsins, yfir 2000 ára skeið fram í timann.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.