Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 9
STJARNAN 25 um öðlast þetta, og þótt mörg ár séu liðin síðan hann færöi þessa fórn, þá getum vér allir notið blessunar af henni i dag, ef vér aðeins viljum. Eins og drengurinn þreyttist aldrei á að segja frá hvernig skipstjórinn frelsaÖi líf hans, þannig ætt- um vér a8 vera fúsir að vitna um kær- leika frelsara okkar. Einnig vér getum sagt. “Pfjánn dó fyrir mig.” Hvernig fáum vér þá undan komist? .. “Hivernig fáum vér þá undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði?” Hebr. 2:3. Þessi spurning minnir mig á grein, sem stóð í dagblaði fyrir nokkru síðan. Nokkr- ir fangar höfðu sloppið út úr fangelsi, en þeir náðust brátt aftur og voru þeir nú settir í sérstaka klefa, svo þeir gátu hvorki talast við né séð hver annan. Einn þeirra sendi beiðni til fangelsis stjórnar- innar, um að mál hans yrði að nýju tekið fyrir til rannsóknar, hann hefði nokkuð að segja frá, sem sýndi að hann væri sýkn af kæru þeirri, sem á hann var borin. Iliann kvaðst verða fyrir ranglæti af hendi fangavarðarins og hótaði að svelta sig í hel. Hann afsagði að eta þangað til hinar ströngu reglur yrðu afnumdar, sem settar voru eftir að þeir náðust aftur. Þegar fangaverðinum var sagt frá þessu svaraði hann: “Honum er gefinn matur- inn, en ef hann vill ekki borða, þá verður hann sjálfur að taka afleiðingarnar.” Fanginn fastaöi í 60 klukkutíma, þá stóðst hann það ekki lengur og fór að borða aftur. Guð hefir boðið oss fyrirgefning og frelsun, en margir eru þeir sem vilja fara sina eigin leið, og gefa engan gaum að Guðs boðorðum. Þeir koma með alls- konar mótbárur og afsakanir til að rétt- læta sjálfa sig og sýna fram á að þeir þurfi ekki að snúa baki við skemtunum og glaumi heimsins. Þeir vilja ekki þiggja þá skemtun, sem þeim er boðiq. Hverjum er það þá að kenna, ef þeir ekki öðlast eilíft líf? Það sem Guð krefst af oss er aðeins það sem er oss til blessunar. “Hvernig fáum vér þá undan komist,” ef vér kjósum að ráða oss sjálfir, eða fara leið fjöldans, eftir að hann hefir sýnt oss veginn, sem leiðir til eilífs lífs, og boðið oss aðstoð sína, ef vér viljum fylgja honutn? “Slíkt hjálpræði.” Það er ekkert lítil- ræði, sem um er að tala. Eilíft lif með fullkominni heilsu og hamingju er mikils virði. Hversu margir eru þeir, sem með gleði vildu fórna öllu, sem þeir höfðu til þess að fá að lifa fáeinum mínútum eða dögum lengur, jafnvel þó það væri með sorg og þjáningum, en hér er oss boðið eilíft líf, laust við alla eymd og þján- ingar, laust við freistingar, sorg og synd. Eilíft líf er ekki ímyndun ein eða hug- arburður, það er engin leyndardómsfull tilvera. Guð mun skapa nýjan himin og nýja jörð, þá munu hinir auöm júku jarð- ríkið erfa, þeir munu byggja hús og búa í þeim, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Það verður líf, sem vert er að lifa. Og ef vér ekki öðlumst það, þá verður það oss sjálfum að kenna. Að hverju gagni kæmi það manninum þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni? Davið Djarfur og fríhyggju- mennirnir (Niðurlag frá bls. 23) margar bygðar borgir, og innbyggjendur svo miljónum skiftir. “Hafa vantrúarmennirnir getað bent á einn einasta spádóm um Egyptaland, sem ekki hefir komið fram?” “H)efir þú hér tekið upp alla spádóm- ana um Egyptaland?” spurði hr. Einars- son. “Nei, alls ekki. Eg ætla mér ekki að fara yfir þá alla. Eg skal aðeins leiða athygli yðar að tveimur eða þremur fleiri spádómum um Egyptaland,” svaraði hr. Djarfur. (Næst: Stjórnendur Egyptalands).

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.