Stjarnan - 01.02.1932, Side 13

Stjarnan - 01.02.1932, Side 13
STJARNAN 29 Sólskin og heilbrigði KaupmaÖur nokkur kom til mín ný- lega, til að fá ráÖleggingu vi'Ö magaveiki. Útlit hans, göngulag, og jafnvel málróm- urinn var vott um að hann var veikur. “Doktor,” sagði hann, “hvaÖ á eg að gjöra? Eg get ekki melt, eg get ekki unniÖ, eg er alveg frá.” “Hvað borðar þú?” “Mataræðið er alt í góðu lagi. Eg hef nákvæmlega fylgt beztu heilbrigðisregl- um með mat og drykk.” “H]efir ]ui nokkrar líkams æfingar?” “Já, eg hefi leikfimis herbergi bak við húðina rnína, og þar hefi eg líkams æf- ingar að minsta kosti klukkutíma á hverj- um degi.” “Sefur þú vel á nóttunni?” “Eg geng til hvíldar um leið og hænsn- in, eða að minsta kosti ekki seinna en klukkan 9. Eg fer á fætur klukkan 6, tek bað, borða léttan morgunmat og fer svo niður á skrifstofuna. Bæði um for- miðdaginn og eftir miðdaginn tek eg hálf tíma til hkamsæfinga, en samt versnar mér meir og meir. Er það ekki óskiljan- legt? Konan min heldur að eg hljóti að hafa krabbamein í maganum, því ekkert sýnist að hjálpa mér. Eg er svo varkár með að fylgja öllum heilbrigðisreglum, en þrátt fyrir það fer meltingin versnandi dag frá degi.” “Hvernig lítur út á skrifstofu þinni, er næg dagsbirta þar og sólarljós?” “Það er sæmilega bjart í búðinni, en það er dimt á skrifstofunni, þar verðum við að nota- gasljós allan daginn.” “Þarna kemur það, þetta er orsökin til magaveikinnar. ” “Ja-a, það getur varla haft svona mikil áhrif. En eg hugsa þaö væri betra ef eg hefði sólskin á skrifstofunni.” “Hr. P., þekkir þú nokkurt blóm, sem getur þrifist og blómgvast í myrkri ? Hvernig er það með kartöflu, sem þú geymir í dimmum kjallara, jafnvel þó hún hafi bezta jarðveg, þá verða frjóangar hennar fölir og veiklulegir. Opnaðu síð- an gluggann í öðrum enda kjallarans, svo að loft og ljós geti streymt inn, taktu svo eftir hvernig bleiki frjóanginn snýr sér að ljósinu og fer að þroskast. Hefir þú tekið eftir því hvernig grasið undir trján- um í ávaxtagarði grær miklu seinna held- ur en það, sem er á opnu svæði milli trjánna, og þó hefir það betri jarðveg. Hver er orsökin? Grasið undir trjánum fær ekki eins mikiö sólarljós eins og það, sem vex á milli þeirra. Hefir þú aldrei tekið eftir því, að þroskuðu vínberin sem eru svo bragðgóð, eru einmitt þau, sem sólin hefir náð til. Roði eplanna myndast á sama hátt. Sama lögmálið gildir í dýraríkinu. Ung- ar stúlkur, sem óska eftir að framleiða hraustan blómlegan yfirlit, og rauðar kinnar, verða að baða sig oft og iðulega í sólskininu. Hefir þú ekki tekið eftir því að stúlk- ur, sem vinna í búðum eru blóðlausar og fölar. Alt útlit þeirra, málrómur og göngulag ber vott um vöntun á fjöri og lífskrafti. Það er tilfinnanlegt að horfa á slíkar stúlkur því þær geta aldrei náð þeim þroska, sem náttúran gæti veitt þeim. Eins er það með þig, vinur minn. Farðu út í sólskinið. Það er bezta með- alið til að byggja upp og endurnýja lík- amann, og það hefir engin ill áhrif, skil- ur ekkert eitur eftir í líkamanum eins og meðul oft gjöra. Það bæði styrkir lík- amann og færir roða í kinnarnar. Lifðu úti i sólskininu.” — E. S. Starfsdagur Kriáts “Og árla, löngu fyrir dögun fór hann á fætur og gekk út, og fór í óbygðan staö og baðst þar fyrir.” Mark. 1. 21-35. Starfsdagur Krists var langur. Hann var aldrei aðgerðalaus, hann hlífði sér

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.