Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 15
STJARNAN 3i Smávegis ASeins þrjár prentsmiðjur á Englandi, Oxford, Cambridge og konunglega prent- smiðjan, hafa leyfi til að gefa út Biblíur. Nú hefir Rússland hætt við 5 daga vikuna, en í stað hennar innleitt 6 daga viku. Vinnutíminn er 6 klukkustundir á dag. Nú hafa menn fundið upp á aö nota x-geisla pípu, sem tekur mynd á einum þúsundasta úr sekúndu. Þessi nýja pípa er bygð á uppgötvun þeirri að safna má rafmagni, líkt og þegar stífla er sett í straum, til að auka vatnskraftinn, svo er stíflan tekin alt í einu. Með þessu tæki vænta læknar að geta séð upptök sjúk- dóma í líkama mannsins, sem áður voru hulin eða óljós vegna hreifingarinnar. Nú er farið að drepa rottur með raf- magni. Ostur er látinn milli víra, sem festir eru við kopar plötu, en platan er i sambandi við rafmagnsstraum þann, sem notaður er til að raflýsa húsið. Rottan nær ekki í ostinn án þess að snerta vírana, en þegar hún gjörir það þá fer 110 volta rafmagnsstraumur í gegn um hana og er hún dauð samstundis. Samkvæmt ákvæði þjóðþings Banda- ríkjanna fyrir tveimur árum, þá höfðu 17,389 mæður rétt til að fá fría ferð til stríðs-stöðvanna í Evrópu. Aðeins 5,437 hafa notað sér þetta leyfi. Flestar þeirra, sem fóru voru um eða yfir 60 ára að aldri. Sápugerðarfélag í New Jersey hefir fundið upp á því að búa til gegnsæja sápu með skínandi kopar centi í miðjunni. Þetta á að vera uppörfun til hreinlætis, einkum fyrir börn, sem eru hrædd við vatnið. STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um áriS í Canada, Bandaríkj- unum og á tslandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og rdðsmaður: DAVIÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Phone: 31 708 Nýlega hefir það komið upp úr kafinu, að George Washington muni hafa verið hinn fyrsti, sem bjó til ísrjóma. í minnis- bók hans um útgjöld 17. maí 1782 stend- ur “Rjómavél fyrir ís.” Áður héldu menn að D. Madison, kona fjórða forsetans, hafi verið sá fyrsti, sem bjó til og notaði ísrjóma. Það hefir verið bæði uppörfun og á- nægja fyrir mig, að lesa hin mörgu vin- gjarnlegu bréf, sem mér hafa borist frá lesendum Stjörnunnar, þessar síðastliðnu vikur. Það besta, sem eg get sagt er: Guð blessi ykkur vinir mínir. Eg votta einnig hér með innilegt þakk- læti mitt fyrir þau góðu skil, sem sýnd hafa verið með borgun blaðsins, einnig fyrir allar þær gjafir, sem sendar hafa verið inn til starfsins, bæði frá nefndum og ónefndum. Kann, seni ekki lætur vatnsdrykk ó- launaðan mun ríkulega endurgjalda þeim, sem vinna og gefa til útbreiðslu hans ríkis á jörðunni, því oft er þörf, en nú er nauð- svn að vinna meðan dagur er. Náð og friður Guðs sé með yður öllum. 51. Johnson. Kaupendur Stjörnunnar í Bandaríkj- unum eru vinsamlega beðnir, ef þeim er það jafn þægilegt, að senda inn andvirði blaðsins í póstávísunum heldur en í gegn um banka.—S. Johnson

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.