Stjarnan - 01.07.1932, Qupperneq 13
STJARNAN
Reyndu aftur
Veður var hið fegursta, en Jón sá ekki
sólina, hann var í svo döpru bragÖi. Hann
var bæði vinnulaus og félaus, og var nú
á leiðinni til að heimsækja frænda sinn.
“Eg kom til at> leita ráða hjá þér,
frændi,” sagði Jón. “Eg misti vinnuna
fyrir 6 mánuðum og hefi haldið til hjá
kunningjum mínum síðan, en þeir hafa
nóg með sig. Eg hefi ekki peninga til að
komast heim. Eg hef farið um alt til að
leita mér atvinnu, en vinnu er hvergi að
finna.”
“Hvaða vinnu getur þú gjört?” spurSi
frændi hans, sem var nokkurskonar mátt-
arstoð og meðráðamaður fólks í hérað-
inu.
“Eg vann fyrir víðvarpsfélag í þrjú ár,
og hafði 300 dollara á mánuði, meðan
nóg var af vinnu og peningum,” svaraði
Jón.
“Það er nóg til af peningum, drengur
minn”, svaraði gamli maðurinn. “Fólkið
er bara hrætt um að missa þá og hrúgar
þeim saman.”
Jón var heldur daufur á svip og segir:
“Getur verið að nóg sé til af peningum,
en þeir sem hafa þá, halda dauSahaldi 1
þá. Það er enga vinnu að fá. Hvar sem
eg hefi reynt eru þeir að leggja af menn.
í gær heimsótti eg formann fyrir véla-
verksmiðju, og hann sagðist hafa hundrað
umsækjendur fyrir hvert pláss sem losn-
aði.”
“Það er hægt að fá vinnu, Jón,” svaraði
frændi hans.
Jón hristi höfuðið og sagði: “Eg ætla
ekki að þræta við þig, frændi, en þú hefir
ekki veriS út um alt til að 'leitast
fyrir um vinnu, en eg hefi verið
alstaðar og get sagt þér að vinna fæst
ekki.” Það mátti vel sjá að Jóni var farið
að renna í skap.
“Það getur verið að þú finnir ekki þá
vinnu, sem þig vantar, en eg er sann-
færður um að þú getur farið út í dag, og
unnið þér inn þrjá dollara, en þú hugsar
ef til vill að þú ættir að hafa 10 dollara
á dag fyrir vinnu þína.’'
“Eg vildi þú gætir sagt mér hvar eg get
unnið mér inn þrjá dollara. Eg er fús til
að gjöra hvað sem er. Eg hefi ekki cent
í vasanum, og eg verð að hafa eitthvað að
eta.”
“Þú getur farið inn í betri hluta borg-
arinnar, í vinnufötum þínum, heimsótt
fólkið þar og boðist til að þvo bíla fyrir
einn dollar, þú getur að minsta kosti feng-
ið þrjá bíla til að þvo í dag, þú hefir varla
tíma til að gjöra meira. Og gjörðu það
vel. Það eru svo margir sem gjarnan
vilja láta þvo bíla sína en hafa ekki tíma
til að fara með þá á bifreiðastöðvar og
bíða þeirra þar. Eg þekki tvo negra, sem
hafa gjört þetta, og þeir hafa unnið sér
inn um eða yfir 5 dollara á dag aS jafn-
aði.
Ef þú vilt ekki gjöra þetta, þá getur þú
heimsótt húsmæðurnar ,0g boðist til að
hreinsa gólfteppi þeirra, þvo glugga og
sópa kjalara, stinga upp garða og setja
niður blóm. Eg er viss um að þú getur
unnið þér inn 40 cent á klukkutíma í betri
hluta bæjarins. Þú hefir að líkindum
aldrei gjört þessháttar vinnu, en það er
þess vert að reyna, og þú getur lært á
því. Auk þess getur það opnað veg að
annari vinnu, ef maður vinnur með dugn-
aði og áhuga aS hverju sem er.”
“Eg verð að kannast við, að eg hefi
aldrei hugsað um þetta,” sagði Jón, “en
eg skal reyna það.”
Þremur dögum seinna kom Jón til að
heimsækja frænda sinn, og nú lék bros
um varir hans. “Eg þvoði tvo bíla og
stakk upp garð, það sem eftir var af deg-
inum þegar eg talaði við þig síðast,
frændi,” sagði hann, “og eg vann mér inn
þrjá og hálfan dollar. Maðurinn, sem eg