Stjarnan - 01.07.1932, Page 14
IIO
STJARNAN
stakk upp garSinn fyrir, sagöi mér frá
smíÖatóla félagi, sem vantaÖi mann í einn
e8a tvo daga. Eg náði í þaí5 og fór að
vinna þar daginn eftir. Eg spurði ekkert
um kaupiÖ, en þeir borguðu mér 5 dollara
á dag. Eg vann þar í tvo daga, og hugs-
aðu þér bara. Formaður smíÖatóla verk-
smiðjunnar gaf mér meSmæli til kunn-
ingja síns, sem verslar meÖ víÖvarpstæki,
svo nú hefi eg fengið vinnu með hærra
kaupi en nokkru sinni fyr. Eg byrja þar
á morgun.
Jón var frá sér numinn af gleði. “Hefir
þaÖ ekki gengiÖ vel, frændi, síðan þú
sagðir mér að nóg vinna væri til? Áður
fann eg enga vinnu, af því eg hélt hún
væri ekki til.”
X
Turngæzlumaðurinn og
átjörnufræðingurinn
(Framh. frá bls. 108)
laus, tárin glitruðu í augum hans. Loks
greip hann hönd turngæzlumannsins og
sagði hrærður: “Þú ert bæði vitrari og
betri en eg, og Biblían kennir þér háleit-
ari sannleika en eg get lært af stjörnun-
um.”
Þannig endaði saga gamla mannsins.
Ungi maðurinn stóð upp og sagði: “Eg
þakka þér, faðir Martin, fyrir það sem
þú hefir kent mér í dag. Frændi þinn
var í sannleika meiri fræðimaður heldur
en dr. Blankenhagen.”—K.K.L.
Hreinhjartaðir
“Sælir eru hreinhjartaðir því þeir munu
Guð sjá.” Matt. 5 :8.
Hreinleiki hjartans ætti að vera hið
mikla takmark er vér keppum eftir. Vor
innri maður verður að hreinsast fyrir orð
og anda GuSs. Og þegar þetta verður
mun einnig vor ytri maður verða hreinn
í allri framkorrtu. Mjög náið samband er
milli tilfinninga vorra og skynsemi vorr-
ar. Ef vér elskum hið illa þá verður oss
næsta örðugt að skilja hvað gott er. Ef
hjarta vort er óhreint, mun auga vort
sljófgast. Hvernig geta menn sem elska
vanheilaga hluti, séð hinn heilaga Guð?
Ó hvílík sæla að fá að sjá Guð, þegar hér
á jörðu. Ljómi hans er himin á jörðu.
Hinir hreinhjörtuðu sjá föðurinn í
Kristi. Vér sjáum sannleika hans, kær-
leika, speki, og mátt, vilja hans og fyrir-
ætlanir, já, sjálfan hann. En þetta getur
ekki orðið nema vér snúum oss frá synd-
inni. Aðeins þeir, sem sækjast eftir
heilagleika geta sagt: “Augu mín líta
ætíð til Drottins.” Bæn Mose: “Sýndu
mér þína dýrð,” getur aðeins orðið heyrð
ef vér hreinsumst frá öllu ranglæti.” “Vér
munum sjá hann eins og hann er, og hver
sem hefir þessa von til hans hreinsar
sjálfan sig eins og hann er hreinn.” Sælan
sem samfélagið við Drottinn veitir, og
hin dýrðlega von, sem vér höfum um að
sjá hann, ætti að vera oss öflug hvöt, til
að sækjast eftir hreinleika til orða og
verka, og fyrir Guðs náð getum vér öðlast
hann. Drottinn, skapa í oss hreint hjarta,
svo vér getum sé'ö þig. C. H. S.
Senorita Carmen Portino, 25 ára að
aldri, er vélfræðingur borgarinnar Rio de
Janeiro, höfuðborgar Brazilíu. Síðast-
liðið haust var hún fulltrúi á vegalagn-
ingaþingi þjóðanna, sem haldið var í
Washington. Pulltrúar dáðust að hátt-
prýði hennar. Senorita Portino lagöi sig
eftir vélafræði á háskólanum, og kvaðst
hún enga námsgrein hafa fundið jafn
skemtilega. Hún hefir eftirlit með öllum
opinberum byggingum í Rio de Janeiro,
nú sem stendur er henni mest umhugað
um vegabætur. Hún áformar að stein-
leggja strætin á milli bygginga þeirra,
sem borgin hefir umráð yfir. Hún var
eini kvenmaðurinn á þessum vélfræðinga
fundi.