Stjarnan - 01.11.1933, Qupperneq 1
STJARNAN
G~^~
Arktúrus
Einn einasti lítill geisli frá hinni nafnkunnu
stjörnu, Arktúrus, var nóg til að kveikja á öllum ljós-
unum í heimssýningargarðinum í Chicago. Ýmsar bæk-
ur Biblíunnar nefna þessa risavöxnu stjörnu, sem er í
235 triljón mílna fjarlægÖ við jöröina og það tekur
ljósiÖ f jörutíu ár aö ferðast þessa veglengd. Með öðr-
um orðum, geislinn, sem kveikti á öllum ljósum heims-
sýningarinnar, lagði af stað frá Arktúrus árið 1893,
þegar hin fyrri heimssýning var haldin og kom einmitt
í tíma til að heimsækja þessa.
Arktúrus er svo mikil að ljósmagnið og orkan i
henni er 450 sinnum meira en í sólinni. Hún er sýnis-
horn þess, sem almætti Guðs getur framleitt, og þegar
einn einasti geisli frá þessari stjörnu getur framleitt
annað eins ljóshaf og það á sýningarsvæðinu í Chicago,
hvaða ljóshaf mun ekki einn einasti geisli frá honum,
sem hefir skapað Arktúrus, framleiða í sál þess manns,
er veitir Ijósinu sanna viðtöku.—Eátum oss veita því
viStöku, til þess að vér verðum börn ljóssins.
D. G.
NÓV., 1933.
WINNIPEG, MAN.
1