Stjarnan - 01.11.1933, Qupperneq 2
STJARNAN
162
Einn áheyrandi
Hinn nafnfrægi prédikari dr. Beecher
segir eftirfarandi sögu frá fyrstu árum
sínum sem prédikari:
Einu sinni bar svo vi8 að embættis-
bróðir hans baÖ hann að prédika i kirkju
sinni vissan sunnudag. Sóknin, sem kirki
an stóð í var mjög strjálbygð. Þetta var
um hávetur og rnikill snjór á jörðu, svo
Beecher átti mjög erfitt með að komast
áfram. Þegar hann loksins hálf-uppgef-
inn kom til kirkjunnar, þá var þar ekki
einn einasti maður fyrir. Beecher gekk
inn og settist niður. Eitlu seinna kom
aðeins einn maður og tók sér sæti. Þegar
hinn ákveðni tími var kominn að guðs-
þjónustan skyldi byrja, þá steig Beecher
í stólinn og flutti ræðuna. Þegar ræðunni
var lokið fór þessi eini áheyrandi út, og
Beecher var einn eftir.
Tuttugu árum síðar var Beecher á ferð
í Ohio, mætti hann þá einu sinni manni,
sem heilsaði honum með nafni. ‘'Munið
þér ekki eftir að einu sinni fyrir tuttugu
árum fluttuB þér ræðu fyrir aðeins ein-
um áheyranda,” spurði ókunni maðurinn.
“JÚ,” svaraði Beecher og tók í hönd
ókunna mannsins, “það man eg, og ef
þér eruð sami maðurinn, þá verð eg að
segja, að mig hefir mikið langað til að
sjá yður aftur.”
“Eg er sami maðurinn. Ræða ySar
varð mér til frelsunar og leiddi mig til
þess að helga líf mitt þjónustu Guðs ríkis.
Skamt héðan er kirkja sú, er eg þjóna.
Þeir, sem hafa snúið sér til Guðs fyrir
áhrif prédikana yðar, eru dreifðir út um
alt Ohio-ríki.”
Börn íriðarins
Einu sinni kom herdeild inn í lítinn
bæ i Tyrol og bauð öllum út til stríðs.
Þeir lituðust um eftir óvinum, en fundu
einungis garðyrkjumanninn við rekuna.
smiðinn við steðjann og kvenfólkið við
spunarokkana. Börnin flyktust saman til
að heyra sönginn, og drengirnir flýttu
sér út til að horfa á fallegu einkennisbún-
ingana, sem hermennirnir báru.
Það var auðvitað ekki þess vert að eyða
púðri á þetta fólk.
“Hvar eru hermenn yðar ?” spurði hers-
höfðinginn.
“Vér höfum þá enga,” var svarað.
“Vér erum komnir til aS taka bæinn
ykkar.”
“Jæja, vinir mínir, hann stendur þá
opinn fyrir yður.”
“Er hér enginn, sem vill berjast?”
Hér kom fyrir atvik, sem ekki hafði
verið gjört ráÖ fyrir á hermannaskólan-
um. Þetta var mótstaða, sem ekki var
hægt að mæta með kúlum og púðri.
“Fyrst enginn vill koma á móti okkur,
þá getum við ekki barist,” sagði hershöfð-
inginn, “og þá getum við ekki heldur tek-
ið bæinn.”
Hann skipaði mönnum sínum að snúa
viS, og hermennirnir fóru þaðan án þess
að gjöra sig seka í blóðsúthellingu. Þeir
höfðu mætt þeirri mótstöðu, sem var
meira verð en öll herkunnátta.
X.
Bœnheyrsla
Blaðamaður nokkur spurði Spurgeon
einu sinni hvort hann hefði ekki ennþá
breytt skoðun sinni viSvíkjandi krafti
bænarinnar. Spurgeon hló og sagði:
“Trú mín er sterkari en nokkru sinni
áður, það er í rauninni ekki lengur trú,
heldur þekking og hvers dags reynsla.
Eg sé stöðugt hin ótvíræðustu dæmi upp
á bænheyrslu. Alt líf mitt er fult af
þeim.” X.