Stjarnan - 01.11.1933, Síða 4
104
STJARNAN
asta strauminn, þá tók hann aftur til
máls: “Eg lofaði þá aÖ eg skyldi ekkert
meira hafa að gjöra viÖ kirkjur eða trú-
arbrögð, eða Guð. Eg kom hingað svo
eg gæti losnað viS alt þetta.”
“Þessvegna hefir Guð sent mig hing-
að,” sagði faðir Gynn blíðlega, “eg vissi
ekki neyðarástand þitt, fyr en nú að þú
sagðir mér það. Boðskapurinn er til
þín, vinur minn. Viltu taka móti honum
svo þú getir öðlast gleði og frið í trúnni ?’’
“Eg vil fá að vera í friði,” sagði ferju-
maður gremjulega. “Hvað kemur þér
við hverju eg trúi?”
Faðir Gynn studdist þegjandi fram á
staf sinn þar til þeir komust að árbakk-
anum, svo sagði hann með mestu auð-
mýkt:
“Vinur minn, eg hafði engan ásetning
til að móðga þig. Vertu umburðarlyndur
við gamlan mann, sem kominn er á graf-
arbakkann. Bráðum verö eg að fara yfir
annað fljót, djúpt og breitt, þá þarf eg
ekki að kalla á ferjumanninn eins og eg
kallaði á þig í morgun. Ferjumaðurinn
mun kalla á mig.”
Rétt er hann slepti orðinu leit hann á
morgunroðann, sem var að renna upp í
austrinu, og gleðibros lýsti upp andlit
hans er hann virti fyrir sér fegurðina.
Ferjumaðurinn stóð þegjandi og horfði
á gamla manninn þar ti! tárin korr u fram
í augu hans.
Þegar þeir voru lentir fann gamli mað-
urinn, sér til mikillar hrygðar að harin
hafði enga peninga á sér. Hann hafði
gleymt þvi að hann daginn áður gaí fá-
tækum betlara alt sem hann hafði í vasa
sínum.
“Kærðu þig ekki um það,” sagði ferju-
maðurinn, “við skulum skoða það borg-
að þar sem þú fluttir mér boðskap fyrir
ekkert.”
“Nei,” svaraði faðir Gynn, “eg hefi
smápeninga í vasanum á hinum jakkanum
mínum, eg fer og sæki þá. Eg er búinn
að ljúka við erindi mitt hér, svo eg sný
við og fer eftir peningunum.” Að svo
mæltu fór hann yfir ána aftur, og gekk
heimleiðis til kofa síns á ströndinni.
Eftir nokkrar vikur kemur gamli mað-
urinn aftur. “Eg gleymdi þér ekki, vin-
ur minn,” sagði hann við ferjumanninn.
“Hér er það, sem eg skulda þér. Eg ætla
að hvíla mig hérna svolítið áður en eg
fer á stað aftur. Það fara að fækka
dagarnir, sem eg get flutt boSskapinn."’
Að svo mæltu settist hann á tréstump
og lokaði augunum, svo hann sá ekki
gleðina, sem lýsti sér í andliti ferjumanns-
ins.
“Það gleður mig að þú komst,” sagði
ferjumaðurinn, “boðskapurinn var til mín,
eg er sonurinn, sem þú talaðir um, og
Guð er faðir minn. Það var gott hann
tók ástvini mína í burtu, þeir hafa öðlast
hvíld.” Nú varð hann svo hrærður aS
hann um stund gat ekki orði upp kotnið,
síðan mælti hann: “Það sem þú sagðir
að ferjumaðurinn mundi kalla á þig, fest-
ist í huga mínum. Eg var sannfærður um
að eg væri ekki reiðubúinn að fara yfir
hið hræðilega dimma fljót, ef eg væri
kallaður snögglega. Eg vissi líka að þó
ferjumaðurinn kæmi óvænt til konu minn-
ar og barna þá voru þau viðbúin. Hann
tók þau en skildi mig eftir af því eg var
ekki viðbúinn.”
Nokkrar mínútur var faðir Gynn orð-
laus af gleði. Eoks sagði hann: “Guð
blessi þig, sonur minn, og láti sitt auglit
lýsa yfir þér, og gjöri þig kröftugan í
orðinu, svo þú getir leitt marga til hans.
Við skulum biðja.”
Þarna á árbakkanum var nýi læri-
sveinninn, ungi maðurinn vígður til starfs
sins.
Þetta er gömul saga hvort sem hún er
sönn eða tilbúin, þá talar hún til hjartna
vorra. Lestu hana aftur—hægt og hugs-
andi, beygðu svo kné þin þar sem þú ert
einn með Guði. Játaðu syndir þínar fyrir
honum. Gefðu honum líf þitt, því Guð
er faðir þinn, boðskapur hans er til þín.
L. E. C.