Stjarnan - 01.11.1933, Síða 9
STJARNAN
169
“Ver þú fyrirmynd trúaðra í orði, í
hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika,’'
segir GuÖs orS til vor. ÞaS er efamál
hvort hugsunarháttur manna hefir nokk-
urn tíma í sögu heimsins veriS eins spilt-
ur og hann er nú. Áminning GuÖs til
æskulýÖsins og til vor sem eldri erum er
þessi: “VeriÖ fyrirmynd trúaÖra í hrein-
leika.” AÖ náttúrunni til er hjartaÖ svik-
ult fremur öllu ööru, og spilt er þaÖ.
(Jer. 17^9)- En hjarta mannsins getur
orÖi'S og á aÖ verÖa ummyndað svo full-
komlega aÖ þaÖ komist í samræmi viÖ
GuÖs heilaga vilja.
í 24. sálmi Davíðs 3. og 4. versi er
spurt: “Hver fær að stíga upp á fjall
Drottins, hver fær að dvelja á hans heil-
aga stað ?” Svarið er þetta: “Sá er hef-
ir hreinar hendur og hreint hjarta, er eigi
sækist eftir hégóma og eigi vinnur rang-
an eiÖ.” Sömu hugsun er haldið fram í
f jallræðunni, þar sem Jesús segir: “Sælir
eru hreinhjartaðir því þeir munu Guð
sjá.”
Það finst engin undantekning frá þess-
ari reglu. Sérhver einlægur kristinn mað-
ur mun ná þessu takmarki því, “Hver sem
hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan
sig eins og hann er hreinn. ”Og sem
börnurn Guðs er oss boðið: “Nálægið
yður Guði og þá mun hann nálgast yður.”
“Þvoið hendur yðar, J.ér syndarar, og
hreinsið hjörtu yðar þér tvílyndu.” Þessi
áminning talar til vor, sem nú erum uppi.
Það er margt í heiminum, sem á vorum
dögum dregur hugann frá Guði og freist-
ar rnanns til syndar. En Guð hefir kraft
til að hreinsa hjörtu vor af allri synd, og
lyfta líferni voru og hugarfari, svo að vér
í öllum greinum verðum honum þóknan-
legir. Vér erum hvattir til að “bíða hinn-
ar sælu vonar og dýrðaropinberunar hins
mikla Guðs, og frelsara vors Jesú Krists,
sem gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að
hann leysti oss frá öllu ranglæti, og
hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð
kostgæfinn til góðra verka.” Tít. 2113, 14.
Til þess að geta lifað hreinu, heilögu
lífi, bæði í hugsunum, orðum og verkum,
verður hjarta manns að vera í stöðugu
samfélagi við GuS, undirgefið vilja hans.
Því ef vér gefum óvininum nokkurt ráð-
rúm í lífi voru, þá fá óhreinar hugsanir
strax inngöngu. Þegar vér gefum Guði
líf vort þá skapar hann í oss nýtt hjarta
og hreinsar oss af öllu ranglæti.
Það er mögulegt að þroska hreint og
heilagt hugarfar með því að láta hugann
dvelja við það sem er hreint og heilagt.
Eins er það með óhreinar hugsanir, ef
einni einustu þeirra er leyft að staðnæm-
ast í hjartanu, þá saurgar hún og spillir
lífi mannsins og leiðir hann til glötunar.
Minstu þess í öllu starfi þínu að þú
ert samverkamaður Krists, hluthafi í
frelsunaráformi Guðs. Kærleiki Krists
á að streyma gegnum líf þitt eins og lækn-
andi lífskraftur. Þegar þú leitast við að
leiða aðra inn í kærleiks samband við
frelsarann, þá láttu einlægni og alvöru
orða þinna, óeigingirni þjónustu þinnar
og glaðlyndi þitt, bera vitni um kraft náð-
ar hans og kærleika í þínu eigin lífi. Láttu
framferði þitt endurspegla eiginlegleika
Guðs svo menn geti séð hann í allri sinni
fegurð.
Það er nauðsynlegt að vér gaumgæfi-
lega gætum hjartna vorra svo þau ekki
saurgist af hinum illu áhrifum umhverfis
oss. Ef einhver hefði ekki meira vit en
svo að hann opnaði úrið sitt og léti sand i
það þá væri hann ekki þess verðugur að
eiga gott úr. En er það þá ekki miklu
heimskulegra að leyfa því inngöngu í