Stjarnan - 01.11.1933, Qupperneq 12
172
STJARNAN
hættu af ræningjum og kommúnistum.
í öllum þessuni löndum hjálpar lækna-
trúboÖiÖ til aÖ lina þjáningar og brjóta
ni'Öur hleypidóma og hjátrú. Hversu oft
er ekki fyrsta sporið yfir þrepskuld
sjúkrahússins einnig fyrsta sporið til ljóss
og sannleika fagnaöarerindisins. Starfs-
menn vorir hjálpa jafnt fátækum og rík-
um. Margir hinna ríku gefa höfðingleg-
ar gjafir til að halda uppi starfinu. Einn
af sjúklingum vorum spurði hve mikið
það mundi kosta að annast einn sjúkling
á sjúkrahúsi voru í heilt ár. Honum var
sagt það myndi kosta um 600 dollara
(mex.). Lækninum til mestu undrunar
sagði sjúklingurinn að sig langaði til að
borga kostnaðinn fyrir 5 sjúklinga það
árið og afhenti honum 30 smá-böggla,
sem hver hafði að geyma 100 mexikanska
dollara.
Kæru bræður og systur, þökkum guði
að hvorki fjárþröng né undirokun getur
hindrað framför Guðs málefnis. Árið
1933 lítur út fyrir að verða hið bezta ár
í Austurlöndum fyrir útbreiðslu gleði-
boðskaparins. Guð mun framkvæma starf
sitt á þessum stutta tíma, sem eftir er
þangað til Jesús birtist. Eftir að hafa
með eigin augum séð sigurför fagnaðar-
erindisins í dimmustu löndum heimsins,
og sjálfur mætt bræðrum og systrum af
mörgum kynkvíslum og tungumálum, þá
get eg með enn sterkari sannfæringu tek-
ið undir með Páli postula er hann segir:
“Eg fyrirverð mig ekki fyrir Krists
fagnaðarerindi, því það er kraftur Guðs
til sáluhjálpar hverjum þeim, sem trúir,”
hverrar þjóðar sem hann er, því “Drott-
inn mun gjöra upp reikninginn á jörð-
unni, bindandi enda á hann og ljúkandi
við hann í skyndi,” og brátt mun hann
koma sem koma á og ekki tefja. Látum
oss með endurnýjuðum krafti og alvöru
ganga að því starfi, sem Guð hefir gefið
oss til að uppfylla ráðsályktun sína.”
Yfir 15 miljónir manna hafa þegar
heimsótt alheimssýninguna í Chicago.
Henni verður lokiö 31. október.
Umhyggja Guðs
Á stríðstímanum bar það oft við að
sprengikúlur sem lagðar höfðu verið í haf
ið flutu inn að ströndum Noregs í nánd
við skerjagarSinn. Menn urðu skelfdir
og óttaslegnir þegar þeir heyrðu spreng-
ingarnar, sem urðu af því kúlurnar rák-
ust á land, eða þær voru sprengdar af
sjóliðinu.
íbúar lítillar eyjar hrukku upp ótta-
slegnir einu sinni við slíkt tækifæri, og
fóru strax til að grenslast um hvort nokk-
uð slys hefði komið fyrir. Brátt fengu
menn fregnir um hvernig alt hefði atvik-
ast.
“Kraftaverk, reglulegt kraftaverk,” var
viðkvæðið á allra vörum, og eflaust hefir
þessi atburður beint huga margra í hæö-
irnar.
Ljósturn, eða viti eyjarinnar hafði
eyðilagst af sprengingunni, en sá sem
gætti hans var frelsaður á undraverðan
hátt.
Hann var á leiðinni til að kveikja ljós-
ið í turninum, en datt alt í einu í hug að
lykillinn væri heima. Til að fullvissa sig
um þetta leitaði hann þó í öllum vösum
sinum, en því miður, hann varð að fara
heim til að sækja lykilinn. En þegar
hann kom heim fann hann þó lykilinn í
vasa sínum.
Svo hann hafði þá ómakað sig til
einskis. Nei, alls ekki. Nú heyrðist
sprengingin, en gæzlumaðurinn var óhult-
ur í fjarlægð. Hefði hann ekki snúið
heim, þá hefði hann að öllum líkindum
verið nærstaddur þegar sprengingin varð
og slys komið fyrir.
Það var hepni sögðu sumir. Aðrir
sögðu það hefði verið reglulegt krafta-
verk.
Þeir sem sáu Guðs handleiðslu í þessu
atviki, vegsömuðu Guð, og hinir trúuðu
í söfnuðinum ásamt presti þeirra viður-
kendu að Guð vakir yfir börnum sínum
og varðveitir þau.
E. S.