Stjarnan - 01.11.1933, Side 13

Stjarnan - 01.11.1933, Side 13
STJARNA N 173 Fyrir John Dawis SkipiÖ hélt áfram á leiðinni frá South- ampton til Kap. Ve'ðriÖ var yndislegt, og alt gekk aÖ óskum, en einn morgun bar þaÖ viÖ, aÖ skipstjórinn kom ekki upp úr káetu sinni. Skipsmenn fóru acS ver'Öa órólegir. Eftir dálitla stund fór stýri- maðurinn niÖur til hans og drap á dyr: —Yér bíÖum allir eftir yÖur. Veik rödd anzaði: KomiÖ inn. Þegar hann kom inn, sá hann með sorg', að skipstjóri lá í rúmi sínu fölur og magnþrota.—Eg kemst aldrei á fætur aft- ur, sagði hann, eg er að deyja. Þér verð- iÖ aÖ taka aÖ yður stjórn skipsins, en ó, getið þér hjálpað mér nú, er eg geng aÖ mæta Guði ? Stýrimaðurinn hristi höfuðið. —Skipstjóri, anzaði hann, eg hefi gert skyldu mína, eins og þér vitið, og enginn getur sagt eitt ilt orð um mig, en hvað því viðvíkur, að mæta frammi fyrir guði —nei, skipstjóri, eg veit alls ekki hvernig eg gæti hjálpað yður í því efni. —Sendið annan stýrimanninn hingaö, sagði hinn sjúki. Og innan skamms stóð annar stýrimaÖ- urinn frammi fyrir skipstjóra. —Getið þér sagt mér eitthvað, sem verði mér til hjálpar, þegar eg skal mæta frammi fyrir Guði í dóminum? Annar stýrimaður var ekki betur að sér en hinn fyrri. —Nei, herra skipstjóri, svaraði hann, eg gæti stjórnað skipi, en ekki afstöðu einnar sálar gagnvart skapara hennar; það er utan við mina þekkingu; þér veröið að spyrja einhvern annan. —Sendið hingað þriðja stýrimanninn, heimtaði hann nú. En árangurinn varö hinn sami og fyr. Því næst komu hásetarnir, einn eftir annan, inn til hans, en því miður gat eng- inn af þeim gefið skipstjóra leiðbeiningu til hjálpræðis. —Eruð þér vissir um að allir hafi nú komið til mín? spurði hann fyrsta stýri- manninn, sem var kominn aftur. —Já, herra skipstjóri, svaraði hann, aö undanteknum skipsdrengnum William Smith. —Sendið boð eftir honum. Og þegar drengurinn hálfhræddur stóð við hlið stýrimannsins, spurði skipstjóri hann að sömu spurningu og hina, en ef til vill með enn meiri löngun. —Drengur, þekkirðu ekki neitt það, sem geti hjálpaÖ mér þegar eg mæti frammi fyrir Guði ? Drengurinn leit til beggja hliða, eins og hann leitaði svars handa húsbónda sínum. —Eg er hræddur um að eg geti þaö ekki, herra £kipstjöri, sagði hann að lokum, en eg hefi Biblíu í kistu minni, sem móðir mín gaf mér, og það getur veriÖ að hún geti hjálpað yður. Sæktu hana, sæktu hana, bað skipstjór- inn með veikri röddu. Gerið þér svo vel aÖ segja mér, hvað eg á að lesa, sagði William Smith, þegar hann kom aftur meö bókina og fór að blaða í henni. Lestu það, sem móðir þín var vön að lesa fyrir þér. Og nú fletti drengurinn upp Es. 53 kap. og fór aÖ lesa. Þá er hann kom að 5 versinu, hikaði hann dálítið. Með leyfi, hr. skipstjóri, má eg lesa á þann hátt, sem móðir mín var vön að lesa? Já, já, lestu það á sama hátt. Hún las þannig: “Hann var særður vegna synda Wjl- liams Smiths, og píndur vegna misgjörða Williams Smiths, hegningin var lögð á hann, til þess að William Srnith hefði frið, og fyrir hans benjar var William Srnith læknaður.” Bíddu, biddu, drengur! sagði skip- stjórinn, lestu þetta upp aftur, lestu hægt, og settu inn nafn mitt í staÖ þíns.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.