Stjarnan - 01.11.1933, Side 15

Stjarnan - 01.11.1933, Side 15
STJARNAN 175 °g segi við þig: Óttast þú eigi, eg hjálpa þér.” Jes. 41 :i3- Þessi or'ð sagði hann að hefðu verið sér mjög dýrmæt, er hann flaug yfir eyði- land gegn um þoku, ofviðri eða rigningu, en ekki sízt 5 dagana sem hann var viltur í eyðimörkinni Sahara. Allan þann tíma sagðist hann hafa haft þá öruggu sann- færingu að Guð mundi leiða sig farsæl- lega þangað sem ferðinni var heitið. A. S. Maxwell. Smávegis Kæru vinir— Vér erum mjög þakklát þeim, sem þrátt fyrir alla erfiðleika standa í skilum við Stjörnuna, því hún er í tilfinnanlegri fjár- þröng nú sem stendur. Yðar einlæg, (Miss) S. Johnson. Lundar, Man. Dr. Salo Finkenstein, pólski reiknings- fræðingurinn, er nú á ferð í Bandaríkj- unum til að sýna vísindamönnum og reikningsfræSingum við Yale, Harvard, Columbia og aðra háskóla, hvílíkur yfir- burðamaður hann er í reikningslist. Ff til dæmis járnbrautarlest með 50—60 vögnum fer framhjá honum með all- miklum hraða, og númerið á hverjum vagni hefir 6 tölustafi, þá getur hann, strax og síðasti vagninn er kominn fram hjá, sagt hvað er samanlögð upphæð allra númeranna á vögnunum. Ef hann er spurður um hvað upphæðin væri nú orð- in ef að einn dollar heíði verið settur á vöxtu þegar Jesús fæddist með 4% í rentu og allir vextir lagðir við höfuðstól- inn tvisvar á hverju ári, þá svarar hann viðstöðulaust slíkri einfaldri spurn- ingu, og svar hans er rétt, þótt það ef til vill taki spyrjandann fleiri klukkutíma að prófa svarið. Dr. Finkelstein getur ekki gjört grein fyrir því hvernig hann fer að því að reikna svo fljótt og nákvæm- lega. Hann segir um sjálfan sig: “Eg STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Canadian Union Con- ference, S.D.A., 209 Birks Building, Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50 á ári I Canada, Bandarikjunum og Is- landi. Borgist fyrirfram. Ritstjóri: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON. Afgreiðslukona: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. er betri eins og 40 reikningsvélar,” svo vér sjáum að málfræðin hjá honum er ekki alveg eins fullkomin og reiknings- færslan. Hagfræðingur einn í Þýzkalandi hefir reiknað það út, að nú sem stendur séu 17 auðmenn í heiminum, sem gætu borgað allar skuldir heimsins ef þeir notuðu allan auð sinn til þess. Fimm af auðmönnum þessum eru Ameríkumenn, þrír indversk- ir furstar, þrír franskir, tveir Englend- ingar, tveir þýskir, einn Grikki, og einn Bolivíumaður. Svefnveiki hefir gjört vart við sig í stórum stil í St. Eouis, Missouri. 265 manns sýktust á einni viku og 39 dóu. Svefnveikin er hitabeltis sjúkdómur, og er ein af þeim hættulegustu sóttum sem læknar ennþá ekki hafa getað ráðið bót á. Samkvæmt síðustu skýrslum eru 25,- 870,000 Gyðingar í heiminum. Þar af eru 9,886,000 í Evrópu, og 4,823,000 í Ameríku. í löndum Evrópu eru þeir fjölmennastir á Póllandi, þar eru 3,150,- 000, í Rússlandi 2,800,000, í Rúmeníu 920,000, og í Þýzkalandi 582.000. Atvinnulausir menn í Danmörku eru nú 85,000 að tölu. Fyrir ári síðan voru þeir 115,000, svo lítið eitt hefir greiðst úr síðan.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.