Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 1
Gleðilegt nýár! “Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka; nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvalt er runnið á eilifðarbraut; en minning þess víst skal þó vaka. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir. Gef himneska dögg gegnum harmannan tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár, og eilífan unað um síðir.” V. B. “Alt verður þeim til góðs ” “Símskeyti fyrir Mr. Johnson, símskeyti fyrir Mr. Johnson.” Allir litu í áttina til Ted, er hann kallaði nafn gests þess er komið hafði um morguninn. “Já, já, hér er eg, sonur,” sagði alvarlegur maður á að gizka sextugur. “Eg vona það séu góðar fréttir,” sagði Tecí brosandi um leið og hann afhenti símskeytið. 1 heilt ár hafði Ted unnið og sparað til þess að geta komist á háskólann. En fyrir nokkrum vikum siðan hafði móðir hans dáið, og hann hafði eytt öllum sparipeningum sínum til að kost útför hennar. Þau höfðu unnið saman og búið saman frá því faðir hans dó, þegar hann var lítill drengur. Nú var Ted alveg félaus, en hann hafði nóg hugrekki. Hann varð að láte háskólanámið sitt bíða um stund. Hann hafði mælst til þess við Mr. Ciark, formann heilsuhælisins, að hann mætti vinna þar áfram, því mánuði áður hafði hann sagt upp vistinni af því hann ætlaði á skólann í byrjun septem- ber. “Það hryggir mig að þú hefir orðið fyrir þessari sorg og vonbrigðum, Ted, en láttu ekki hugfallast,” svaraði Mr. Clark, “það gleður mig að hafa þig hér áfram, því þú ert svo trúr og áreiðanlegur, okkur líkar vel við þig. Og minstu þess líka, “að þeim sem Guð elska verð- ur alt til góðs.” “Já, Ted var kunnugur þessum texta. Móð- ir hans hafði haft hann sér til huggunar og uppörfunar þegar erfitt gekk. “Það stendur þar,” svaraði Ted, “en . . .” “Og það er áreiðanlegt,” greip Clark fram í fyrir honumi, og bætti svo við: “Það er kom- inn hingað ríkur maður frá Chicago, sem heitir Johnson. Hann ætlar að dvelja hér i tvo mán- uði til að hvíla sig, eg hefi gefið honum nafn þitt á listann, þjónaðu honurn vel og hjálpaðu honum alt sem þú getur. Eg veit þér mun veit- ast það létt. Líttu inn til mín við og við og láttu mig vita hvers hann þarfnast. Við skul- um láta honum líða svo vel sem hægt er.” “Þökk fyrir, Mr. Clark, eg skal gjöra mitt bezta.” “Þá veit eg að hann mun hafa það bezta; vertu sæll, Ted,” sagði Mr. Clark og brosti sínu einkennilega brosi um leið og hann þrýsti hendi Teds svo hjartanlega að það hug- hreysti og styrkti drenginn. “Alt verður þeim til góðs . . .” hafði Ted yfir með sjálfum sér, “við skulum bíða og sjá.” Nú var Mr. Johnson búinn að vera viku á heilsuhælinu. “Getur þú keyrt mig inn til borg- arinnar í eftirmiðdag, Ted?” spurði hann þeg- ar drengurinn kom inn. “Já, imeð ánægju,” svaraði Ted brosandi. “Það er ágætt, hérna eru lyklarnir að biln- um. Hann er í skúrnum No. 29, hafðu hann hérna fyrir framan dyrnar klukkan 2.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.