Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 4
4 STJARNAN því setn huliS er, hvort sem þaÖ er gott eða iít.” Préd. 12 :I3,I4. Menn geta ímyndaÖ sér aÖ þeir megi lifa eins og þeim sjálfum þóknast, og þeir þurfi aldrei aÖ gefa reikningsskap fyrir gjöröir sín- ar. En GuÖs óumbreytanlega ákvæÖi er: ‘‘Þessvegna mun sérhver af oss standa guÖi reikningsskap af sjálfum sér.” Róm. 14:12. Af því oss er gefið líf og frjálsræði til að velja hiö góða eða illa, þá leiðir af sjáifu sér, að vér verðuin dæandir fyrir það hvernig vér notum þetta líf og frjálsræði. Mœlikvarði dómsins. Fyrst það er óhjákvæmilegt að mæta fyrir réttinum, og enginn getur áfrýjað úrskurði dómsins, þá er hið eina hyggilega semi hægt er að gjöra að búa sig undir dóminn. “Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldning- arnir haida áfram og fá að kenna á því.” Orðskv. 22 :3. Það er lífsnauðsyn að allir búi sig undir réttarhaldið. En til þess að geta búið sig undir það, verða menn að vita hvaða mæli- snúra verður lögð til grundvallar í dóminum. Guð hefir á þrennan hátt sýnt oss hver þessi mælisnúra sé: Hún er gefin í fáum orðum í 10 boðorðunum. Henni er haldið fram alt í gegn um Biblíuna frá fyrstu Móse bók til enda Opin. berunarbókarinnar, og hún er sýnd í hinu heil- aga réttláta lífi, sem Jesús lifði hér í mannlegu holdi. Þannig lesum vér: “Þeir, sem undir lögmálinu syndguðu munu eftir lögmálinu dæmast.” Róm. 2:12. “Sá, sem forsmáir mig og meðtekur ekki min orð hefir þann, sem dæmir hann, það orðið sem eg hefi talað mun dæma hann á efsta degi. “Jóh. 12:48. “Því hann hefir fastsett dag, á hverjum hann ætlar að dærna heimsbygðina, með réttvísi af manni, er hann hefir þar til kjörið, og gaf öllum fullvissu um það með því að reisa hann frá dauðum.” Pbst. 17:31. Svo Jesús er dómarinn og Guðs lögmál og orð hans mælisnúran, sem lögð er til grundvallar. Af þessu sjáum vér, að til þess að vera und- irbúinn að mæta dóminum þá verðum vér 'að taka á móti Jesú sem vorum persónulega frels_ ara, trúa á hann og leyfa honum að lifa sínu réttláta lífi í oss daglega, svo vér hlýðnumst hverju einasta boði Guðs og sérhverri grund- vallarreglu orða hans. A^ér megum aldrei gleyma því að vér verð- um dæmdir eftir Guðs mælikvarða, Guðs regl- um, Guðs boðorðum. Sumir búa sér sjálfir til reglur þótt þeir viti betur, eða að minsta kosti ættu að vita betur. Sumir segja: “Eg er eins góður og Mr. A. eða Mrs. B.” Aðrir segja: “Eg er eins góður og fjöldinn af þeim, sem kalla sig kristna.” En minnist þess, að eilífðar- ákvæði vort “sýkn,” eða “sekur,” verður ekki bygt á mannlegum grundvallarreglum, heldur á Guðs óumbreytanlega lögmáli. Einstaklings ábyrgð vor. Á hinum mikla degi verður þetta hin alvar- lega spurning: Plvað hefir þú gjört? Hefir þú sýnt kristilegt hugarfar? Hvernig hefir breytni þín verið dag frá degi gagnvart samtíð- armönnum þínum. Hver einstakur verður dæmdur eftir því hvernig hann sjálfur hefir breytt. Þín eilífðarkjör verða ekki komin undir því hvað einhver þjónn kirkjunnar eða nokkur annar hefir gjört. Nei, úrskurður dómsins er undir því kominn hvað þú sjálfur hefir gjört. -Ettum vér því ekki ætíð að ganga beint áfram veg skyldunnar, og gjöra einungis það, sem er fullkomlega rétt samkvæmt Guðs orði án tillits til þess hvað ættingjar vorir eða aðrir safnaðar, meðlimir gjöra. Verum ekki svo heimskir að reyna að réttlæta yfirsjónir vorar í orði eða verki, með því að benda á aðra, sem sekir eru um sömu yfirsjónir. Vér þurfum sífelt að hafa hugfasta þessa einstaklings ábyrgð, sem vér berurn gagnvart guði. Þetta er mjög nauðsynlegt. Þegar Daníel Webster var spurður hvað væri mikil- vægasta spurningin, sem komið hefði upp í huga hans svaraði hann með áherzlu: “Ein- staklings ábyrgð mín gagnvart Guði.” Hið guðrækilega líferni nánustu ástvina vorra getur ekki frelsað oss í dóminum. Ver- aldlega sinnaður maður sem á sanntrúaða kristna konu má ekki vænta þess að trú og hlýðni hennar afpláni syndir hans á degi dóms. ins. Og eg vil segja til hins kærulausa, guð- lausa unga manns eða ungu stúlku: Móðir þín hefir ef til vill eytt árum sinum í sorg, notað næturnar til bænahalds, og svo með brotið hjarta og biiknaðar vonir farið ofan í gröfina, með ósk og bæn um frelsun þína, jafnvel það getur ekki frelsað þig á degi dómsins, nema þú sjálfur hafir snúið þér frá syndinni og tekið á móti Kristi. Og þó "Nói, Daníel og Job væru í því, svo sannarlega sem herrann Drottinn lif- ir, skyldu þeir hvorki fá bjargað syni né dótt- ur, þeir tniundu aðeins fá bjargað sjálfum sér fyrir ráðvendni sína.” Ez. 14:20. , Það skiftir engu hve náið sambandið hefir verið manna á milli í þessu lífi. Á dómsins

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.