Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 6
6 STJARNAN Býr þú þig daglega undir þessa alvarlegu stund, sem íiggur fyrir framan þig? Hefir þú kosiÖ Jesúm fyrir talsmann þinn? Synd er það eina, sem getur orsakað fordæmingu nokkurs manns, svo Guð býður öllum mönnum alstaðar að þeir taki sinnaskifti og forðist synd svo þeir megi standast í dóminum. Til þess að geta staðist í dóminum þurfum vér að verða hreinsaðir af allri synd. Það er aðeins einn vegur til að losast við synd, það er fyrir iðrun, syndajátningu og lif- andi trú á Jesúm sem forlikun fyrir vorar syndir að fá þær fyrirgefnar og afmáðar. “Blóðið Jesú Krists hans sonar hreinsar oss frá allri synd.” I. Jóh. i :J. “Ef vér játum vorar syndir þá er hann trúr og réttlátur, svo hann fyrirgefur syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” 9. vers. Guðs sonur hefir sjálfur sagt að sá, sem tekur á móti honum verður ekki fordæmdur, “heldur hefir hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins.” Jóh. 5:24. Og Páll segir í Róm. 8:1: “Svo er nú engin fordæmáng yfir þeim, sem eru í Kristi Jesú, sem ekki ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum.” Fyrst líferni vort verður bráðum rannsak- að, ættum vér þá ekki að láta oss öllu fremur umhugað um samband vort við Krist, að hann sé persónulega vor frelsari, að hann lifi í oss hvern dag og hverja stund og stjórni öllum vor- um áformium, orðum og verkum. Eigum véi ekki nú, þegar vér svo að segja stöndum and- spænis hinum síðasta dómi, að rannsaka vort eigið líf, og athuga hvort vér hlýðum öllum Guðs boðorðum og lifum í fullkomnu samræmi við hans vilja. Ef vér höfum vanrækt að hlýða einu einasta af Guðs boðum, þá látum oss iðr- ast á þessari stundu og snúa oss til hans af öllu hjarta, til að hlýða nákvæmlega öllu, sem hann hefir boðið oss í sínu heilaga orði. Oss er ráðlagt að koma til Jesú og kaupa af honum gull, og fá hjá honum hvít klæði svo vér séum ekki naktir. “Gullið er trú og kær- leikur, hvítu klæðin er réttlæti Krists, augna- smyrslin er hin andlega sjón, sem hjálpar oss til að sjá og varast vélarbrögð Satans, að sjá synd og forðast hana, að sjá sannleika og fylgja honum.” Hin eina von vor á degi dómsins er að vera íalin í Kristi, íklædd hans réttlæti. Réttlæti Krists er tiireiknað og gefið oss fyrir lifandi trú á hann. En látum oss festa í minni eftir- fylgjandi aðvörun: “Enginn getur íklæðst réttlæti Krists, sem viljandi og vísvitandi heldur áfram að syndga, eða viljandi vanrækir það, sem hann veit skyldu sína. Guð heimtar fullkomna undirgefni hjart- ans áður en hann getur réttlætt manninn, og til þess að varðveitast i réttlætinu, verður maður- inn að lifa í stöðugri hlýðni og undirgefni undir Guðs vilja, það líf sýnir sig í starfandi trú, semi verkar fyrir kærleikann og hreinsar sálina.” Hin mikilvægasta spurning, sem vér höfum til úrlausnar nú er þessi: “Erum vér reiðu- búnir að mæta fyrir dómstóli hæsta réttar.” Ef vér stöndumst það próf þá er alt unnið. Ef vér fölfum í gegn þá er öllu tapað. Það er alvarlegur tími fyrir jarðneskum dómstóli fyrir mann, sem er yfirheyrður, sak- aður um stórglæp. Eíf hans er í veði. Hve alvar. leg augnablikin eru, þegar öll vitni með og móti hafa verið yfirheyrð og kviðdómendurnir ganga út til að tala sig saman um málið og ákveða úr_ slitin, “sýkn” eða “sekur.” Eif mannsins ligg- ur á metaskálunum. Hver verða úrslitin ? Mál- uffl, sem koma fyrir jarðneska dómstóla er oft áfrýjað, það er skotið til hæsta réttar og stund- um er dóminum breytt. Stundum er áfrýjað aftur og aftur þar til menn hafa gleymt viður- stygð glæpsins, og fara að aumkast yfir glæpa_ manninn. En vér eigum að mæta fyrir hæsta rétti alheimsins, svo það verður ómögulegt að áfrýja dóminum. Eftir að dómurinn er upp- kveðinn stendur hann óbreyttur til eilífðar. Dómurinn verður fullkomlega réttlátur og þess vegna óumbreytanlegur. , Hve háleitur og alvarlegur þessi sannleiki er. Þegar vér hugsum fram á þennan alvöru- þrungna dag þegar mál vort verður rannsakað í réttarsal himinsins, og hinn óumbreytanlegi dómur uppkveðinn um vor eilífu forlög, þá ætti það að leiða oss til alvarlegrar sjálfsprófunar, til að leita náðar hjá Guði, og auðmýkja oss fyrir honum og daglega leggja mál vort í hend- ur vors mikla æðsta prests, sem ennþá biður fyrir oss í hinum himneska helgidómi. “Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyr- ir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávalt lifir til að biðja fyrir þeim.” Hebr. 7:25. Fyrirbænir hans koma aðeins þeim til gagns, sem fullkomlega afhenda honum málefni sitt. Hann tekur að sér mál vort með aðeins einu skilyrði; það er, að vér gefum honum líf vort. Vér verðum að þjóna honum og hlýða hér niðri, ef vér viljum að hann tali máli voru þar uppi.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.