Stjarnan - 01.04.1936, Page 1

Stjarnan - 01.04.1936, Page 1
STJARNAN APKIL, 1936 LUNDAR, MAN. Kraftaverk nútímans Sögur frá trúboÖUm í heiðingjalöndunum hafa alt af verið og munu alt af verða sögur um óbilandi trú á Guðs fyrirheit, og það eru einnig sögur um bænheyrslu og dásamlega vernd og handleiðslu Drottins. Þetta hlýtur að vera reynsla trúboðanna, ef nokkur framför á að eiga sér stað á trúboðssvæðinu. Trúboðarnir kveðja heimili sín og ástvini og fara til viltra þjóða til að flytja þeim fagnaðar. erindið. Þeir yfirgefa föðurland sitt og öll nútíðar þægindi lífsins til að setjast að mitt á rneðal villidýra og villimanna, þar sem drepandi hitasóttir eru tíðar og fólkið fult af hjátrú og göldrum. Svo vinna þeir af öllum kröftum seint og snemma til að létta neyð fólksins og leiða það til þekkingar á Frelsara mannkynsins, Jesú Kristi. Já, trúboðarnir þurfa óbilandi kjark og ör. ugga trú á Guðs fyrirheitum, til að geta staðist erfiðleika þá, sem þeir mæta. Þeir verða að treysta Guði að hann varðveiti þá gegn um all- ar hættur. Þeir fela honum starf sitt og fram- för þess. Drottinn bregst þeim heldur ekki. Hann varðveitir þá og svarar bænum þeirra. Hér er lítið eitt minst á reynslu sumra trúboð- anna. C. H. Parker, sem starfaði lengi meðal villi- rnanna á Suðurhafseyjunum segir svo frá: Trúboðar vorir horfast í augu við dauðann, svo að segja við hvert fótmál. Þeir þora ekki að neyta fæðu þeirrar sem heiðingjar matbúa af ótta fyrir að hún sé eitruð, af sömu ástæðu geta þeir ekki etið hráan mat né drukkið vatn, sem þeim er soðið. Þeir geta ekki einu sinni látið vatnsflöskur sínar þar sem þeir sjá þær ekki. Á Malakúla er einnig hætta af eitruð- um örvum, spjótum og kúlum. Bóksali einn starfaði langt uppi í landi í Brazilíu, seldi og útbýtti bókum og blöðum. Hann mætti mikilli mótstöðu. Tveir menn voru keyptir til að myrða hann. Daginn sem þeir ætluðu að fremja ódáðaverkið var hann á ferð og vissi ekki af neinni hættu, en Guð gætti þjóns síns. Á leiðinni varð hann að fara um klukkutíma gang gegn um þykkan skóg. Þar höfðu morðingjarnir ásett sér að ráðast á hann. Hann hafði gengið aðeins mjög skamt er hann fann knýjandi löngun hjá sér til að falla á kné og biðja til Guðs. Svo hann kraup niður í skógarkjarrið rétt við veginn og talaði þar við sinn himneska föður svo sem svaraði hálfum klukkutíma. Þegar hann var nýlega kominn út á veginn aftur kom ríðandi maður til hans, stöðvaði hann og spurði hvort hann hefði risið upp frá dauðum. “Ertu virkilega lifandi,” spurði hann. “Tveir menn voru keyptir til að drepa þig, þeir hafa rétt farið fram hjá og eru á undan þér á brautinni.” Ókunni maðurinn vísaði honum á aðra braut, sem ekki var eins hættuleg, og bóksalinn hélt áfram glaður í anda og var brátt úr allri hættu. Elder Stahl segir svo frá reynslu sinni fyrir mörgum árum síðan: “Við fluttum inn í litið hús í skógarrunni nokkrum nálægt miðbiki Perú í Suður-Ame- ríku, til að hefja þar starf meðal hinna viltu íbúa þess ríkis. Við urðum að ryðja braut margar mílur gegnum þykkan skóg og byggja brýr yfir læki og sprungur, til þess að geta sjálf kornist í gegn og flutt farangurinn. Þeg- ar við komum inn í litla húsið í þessu vilta ná- grenni kom okkur til hugar hvað við ættum nú að gjöra ef enginn kæmi til okkar. Einn góðan veðurdag kom til okkar heið-. ingi með veikt barn. Það var aðframkomið, og vonlaust um bata hvað mannlega hjálp snerti. Við báðum Guð að lækna barnið, og það varð heilt heilsu aftur. Faðirinn fór glaður heim aftur og sagði nágrönnum sínum að Guðs fólk lifði þarna í skóginum. Við fréttum seinna að maður þessi væri einn af helztu galdralæknum þess þjóðflokks. Eftir þetta komu menn af

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.