Stjarnan - 01.04.1936, Síða 2

Stjarnan - 01.04.1936, Síða 2
2Ó STJARNAN hans kynkvísl í stórum hópum til vor, stundum io, 20 e‘Öa 50 saman. Mariano, þrælasalinn, kom með fjölda manna. Morðingjar og alls konar fólk kom til vor og allir báðu um. hið sama: “Vér viljum fá að heyra um hinn sanna Guð, vér höfum heyrt að þér getið frætt okkur um hann. Trúboðarnir verða að ganga í gegnum marga erfiðleika til þess að geta flutt heiðingj- unum fagnaðarerindið. En því fylgir líka mikil (blessun 1— fögnuður, sem heimurinn þekkir ekki. Það er sönn gleði að sjá þá breyt- ingu sem kemur yfir þessa aumingja þegar þeir öðlast trúna á Guðs orð. Það er einnig bless- unarríkt að vita, að til er sá Guð, sem varð- veitir í gegnum allar hættur þá, sem á hann treysta. Það er sæluríkt að vita að til er sá Guð, sem heyrir bænir barna sinna og svarar þeim. Hvað gjörir það þótt trúboðarnir hafi ekki “ Ef syndarar Joe var mjög hryggur og gramur í geði þetta kvöld, þegar hann gekk heim. Bæði Jack, George og Dan og félagar þeirra höfðu kallað hann huglausan ketling af því hann vildi ekki taka þátt í strákapörum þeirra. Þetta var síðasta kvöldið í október og drengirnir höfðu tekið sig saman um áð leika á gamlan mann, sem bjó eina mílu fyrir utan bæinn. Á hverju kvöldi eftir vinnu fór gamli maðurinn afskekta götu inn í þorpið, til að kaupa nauðsynjar fyrir fjölskyldu sína. Hann var orðinn dálítið barnalegur; hann var til dæmis hræddur vi,ð myrkrið, svo drengirnir héldu það yrði hin bezta skemtun ,að hræða hann. Joe hafði alist upp á kristilegu heimili og var kunnugur Biblíunni, þvi faðir hans las upp- hátt í henni við heimilis guðsþjónustuna á hverjitm morgni. Honum hafði verið kent að greina rétt frá röngu. Textinn, sem faðir hans las þennan morgun var: “Ef syndarar freista þín, þá fylg þeim ekki.” Þetta vers hljómaði í eyrum hans svo hann gat ekki samþykt að taka þátt í strákapörum þeim er drengirnir höfðu í huga. Hann gekk hægt upp tröppurnar og opnaði framdyrnar. Móðir hans sat á sófanu'm. og var að sauma. Hann settist niður hjá henni og sagði henni frá áformi drengjanna, og hvernig öll þægindi lífsins eins og þeir höfðu heima, þegar þeir eru fullvissir um nærveru Guðs og að hann er í verki með þeim. Hvað gjörir það þó kinnarnar verði trávotar af heimþrá, þegai þeir eru fullvissir um að Jesús, hinn bezti allra vina er við hlið þeirra. Hvað gjörir til þó þeii séu stundum þreyttir og lamaðir, þegar þeir eru alveg vissir um eilífan ávöxt af starfi sínu —• sálir frelsaðar í Guðs ríki. Þeir munu sjá ávexti af starfi sínu og gleðj- ast yfir því. Þetta gjörir þá vonglaða og hug- hrausta við starfið. Þeir sjá áhrif Guðs anda til að opna hugskot og hjörtu manna fyrir Guðs orði. Þeir reyna varðveislu Guðs gegnum allar hættur og erfiðleika. Þeir gleðjast yfir því að Guð svarar bænum þeirra. Trúboðsstarfið í heild sinni er svar upp á bæn, og lifandi vitnisburður um óbifanlegt traust til Guðs og trú á orði hans. R. H. freiáta þín” þeir hefðu sært hann með því að kalla hann huglausan ketling. Móðirin hlustaði á sögu hans, faðmaði hann síðan að sér og kvaðst vera svo glöð að hann hefði slíkan siðferðiskraft, að geta neitað þeim um hluttöku í strákapörum þeirra. Nú, eins og endrarnær, hjálpaði það Joe að tala við móður sína u'm það sem særði hann, og brátt hafði hann næstum gleymt gremju sinni við drengina, og gaf sig allan við lexíum sínum fyrir næsta dag. Félagarnir höfðu náð í annan dreng, sem hét Fred, í staðinn fyrir Joe. Hann var miklu yngri, og til að vinna hylli stóru drengjanna, var hann fús til að gjöra hvað sem þeir stungu upp á. Klukkan var 7 og nú var farið að dimma. Félagarnir mættust niður við ána. Jacle var formaður þeirra. Hann hafði komið með svört föt og svarta sokka sem þeir létu Fred klæðast í, svo máluðu þeir andlit hans kolsvart; hann var alveg óþekkjanlegur í þessum búningi í hálfrökkri. Svo tók Jack glóandi rauðan lit og málaði bletti og stryk á andlit hans og klæði til að gjöra hann enn þá hræðilegri útlits. Þeim tókst þetta vel, svo þegar þeir stóðu nokkur fet frá honurn, þá gátu þeir aðeins séð ljósrauðu strykin. Nú læddust þeir allir meðfram ánni þar

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.