Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 4
28 STJARNAN trúa því að aðeins einu sinni gjöri engan skaða. Alt í gegnum aldirnar hefir honum lánast aÖ veiða menn og konur í þessa gildru. MeÖ aðeins einni synd leiddu Adam og Eva eymd <>% dauða yfir mannkynið. Synd þeirra virðist mjög lítilfjörleg þangað til vér athugum hinar voðalegu afleiðingar hennar. Móses gaf eftir fyrir freistingu einu sinni, þegar hann sló klettinn í Kedesh, en það hindr. aði hann frá inngöngu inn í fyrirheitna lándið. Júdas lét peningafíknina tfá yfirhönd yfir sér og misti þar með vonina um eilift líf. Guðs orð gefur mörg dæmi sem sýna hve voðalegar afleiðingar það hefir að láta leiðast afvega aðeins einu sinni. “Enginn sannleikur'er skýr- ar framsettur en sá, hvílík hætta það er að víkja eitt einasta skifti frá því sem rétt er, hætta, bæði fyrir þann, sem syndin drýgir, og fyrir alla, sem verða fyrir áhrilfum hans.” Ættu ekki J)essi dæmi að vera nóg aðvörun fyrir oss? Get- ur oss ekki skilist að það borgar sig aldrei að drýgja synd vísvitandi, ekki eitt einasta skifti. Það er alt of mikið átt á hættu. Þess er getið í Ritningunni að borg ein var svo spilt, að Guð ætlaði að eyðileggja hana. 1 þeirri borg var ein fjölskylda em þjónaði Guði. Englar voru sendir til að vara Lot við hættunni, og bjóða honum og fólki hans að flýja til að forða lífi sínu. En þau áttu svo mikið í borg- inni, vini, fé og fallegt heimili. Englarnir urðu að leiða þau út fyrir borgina, svo skipuðu þeir þeim að flýta sér og líta ekki til baka, svo þau eyðilegust ekki. Þau héldu áífram ferð sinni, mjög á móti vilja sínum. Kona Eots fór að hugsa um heim- ili sitt og vini, en sérstaklega um börnin, sem ekki vildu koma. Það var þungur gangur. Hún var freistað, svo tók hún ákvörðun sína. Hún sneri sér við til þess aðeins einu sinni að sjá það sem að baki var. Hún varð að saltstólpa. Yfirsjón hennar virðist ekki stórkostleg. En í Guðs augum er engin synd lítilf jörleg. Eáir meðal vor eru freistaðir til að drýgja stórsyndir. Það eru freistingar til smásynda, sem fella oss. Vér reynum að þagga niður ‘samvizkuna með því að segja þetta sem um er að ræða sé svo lítilf jörlegt og vér getum hætt því hvenær sem vér viljum, en reynslan hefir sýnt að menn með þessu hafa dregið sjálfa sig á tálar oft sjálfum sér og öðrum til óbætanlegs tjóns. Forðist því syndina eins og banvænt eitur, eins og djölfulinn sjálfan, forðist hana engu síður þótt hún sýnist lítilf jörleg eða sé klædd í ginnandi búning. “Syndin er lands og lýða tjón.” y. i. Framsýni “Það er nú hægt að segja,” hreytti Ivenneth út úr sér. “Tala um að nota vinnuna sem grundvöll undir framtíð sína. Stundum er vinnan svo ógeðsleg að það er ómögulegt að hafa nokkra ánægju af henni. Vinnan mín til dæmis . . .” “Ilvað er vinnan þín?” greip aðkomupiltur. inn fram í. Kenneth roðnaði og svaraði: “Eg moka f jósið fyrir Carson. Eg held hann sé eini mað- urinn í þorpinu sem ennþá notar hesta. Það eru engir úrvals hestar, bara gamlar bykkjur, sem hann notar á götunum, svo það er ekki liægt að verða hrifinn af þeim, þeir eru líka ætíð úti að vinna meðan eg er að moka. Eg ek áburðinum burtu í hjólbörum. Hvað er skemti- legt eða upplyftandi við það, það get eg ekki séð.” Horace Norton þagði augnablik. “Eg þekki rnann, sem einmitt vann þess konar vinnu,” sagði hann svo. Hann var framsýnn. Hann hafði sínar hugsjónir fyrir íframtiðina. Hann hugsaði ekki um lyktina af áburðinum eða hve lítilf j örleg vinnan var. Hann horfði lengra fram í tímann.” “Hvernig gat hann það?” spurði Kenneth fyrirlitningarlega. Horace brosti og sagði: “Þar sem þú sér að- eins erfiða og óskemtilega vinnu, þá sá hann í framtíðinni fallega garða og blómabeð. Hann hafði dálítinn blett bak við húsið, og gjörði tilraunir með að rækta hinn lélega jarðveg. Hann fékk leyfi til að iflytja áburðinn þangað, því eigandinn hvorki notaði hann sjálfur, né seldi hann öðrum.” Kenneth virtist aíveg hissa, en hann sagði ekki orð. “Hann las um ýmsar áburðartegundir,” bætti Horace við, “og reyndi áhrif þeirra á jarðyeginn. Hann sáði fræi í mismunandi undirbúinn jarðveg og veitti árangrinum ná- kværna eftirtekt. Hann blandaði sandi og leir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.