Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 5
ST J ARN AN 29 og öðrum jarÖefnum saman viS áburSinn og hélt þannig áfram meÖ tilraunir sínar. Hann útvegaði sér bækur um þetta efni, fyrst hvernig jarðvegurinn væri undirbúinn og svo hvernig planta skyldi. Hann las um plönt- ur, sem hann hafÖi aldrei séÖ og útvegaÖi sér þær meÖ allmikilli fyrirhöfn. Sumar varÖ hann aÖ planta í vermireit, aÖrar þrifust undir beru lofti, og sumar gat hann alls ekki átt viÖ, þær dóu hjá honum. Svo fékk hann lóÖina bak viÖ næsta hús í viðbót. Nú fór fólk aÖ koma til aÖ sjá plönt- urnar hans. Svo var skrifað um þetta í blöö- unum og menn komu til aÖ kaupa hjá honum afleggjara, fræ og rætur. ÁÖur en hann var 15 ára gamall komu menn til að ráðgast um viÖ hann þegar þeir vildu rækta blómagarÖ. Enn- þá hélt hann áfram aÖ moka fjósin, því hann þurfti áburðinn fremur heldur en borgunina, sem hann fékk fyrir verkiÖ. Svo einu sinni kom ríkur maður og baÖ hann aÖ búa til blómsturgarð kringum nýja hús- ið sitt. Hann Ifékk honurn mörg hundruð doll. ara til þess og ætiaði að láta hann hafa alla ábyrgð á verkinu. Drengurinn, sem hét Don- ald, hikaði við í fyrstu, en svo leit hann á garðinn sinn og sá fegurðina sem hann sjálfur hafði framleitt. Hann tók að sér að planta skemtigarð miljónamæringsins, en nú var á- burðurinn fluttur til hans í heilum vagnhlöss- um. Þekkingin, sem 'hann hafði aflað sér gjörði hann færan um að blanda mold og á- burði saman í réttum hlutföllum. Hann vann og vann og plantaði. Loks var skemtigarður- inn fullgjör, það var fegursti bletturinn i bæn. um. Nú hætti Donald við if jósamoksturinn, því hann fékk nóga vinnu við að búa út blómabeð og skemtigarða fyrir fólk.” “Er hann ennþá garðyrkjumaður ?” spurði Kenneth. “Hann kallar sjálfan sig það,” svaraði Horace og brosti. .“Hann heitir fullu nafni Donald Quentin Parker; þú hefir ef til vill séð nafnið hans í blöðunum í gærkvöldi.” “Er það hann, nýi umsjónarmaður skemti- garðanna?” spurði Kenneth undrandi. “Er þetta annars sannleikur, sem þú hefir sagt mér ?” “Já, svaraði Horace hlæjandi. “Eg veit það er satt því Donald Q. Parker er móðurbróðir minn og hann hefir sagt mér þetta sjálfur. Hann er eins og þú veizt afbragðs garðyrkju- fræðingur. Hann hðfir búið út alla skemti- garðana í borginni, þess vegna er það að þeir hafa gefið honum þessa stöðu.” “Hugsa sér það,” mælti Kenneth með ákeið. “Hér hefi eg verið að aumka sjálfan mig fyrir þetta lélega og leiðinlega starf sem eg hefi. Eg hefi lært ágæta lexíu í dag. Nú ætla eg að fara að nota ímyndunarafl mitt og sjá hvaða gagn mér getur orðið að starfi mínu. Það er sem ég ætla að gjöra.” F. N. Mcrriman. Leiðin til hinna himneska búátaða “Hvað á eg að gjöra svo eg verði hólpinn? Þessi spurning fangavarðarins ætti að vera hverju mannsbarni áhugamál. Svarið er: “Trú þú á Drottinn Jesúm, og þú munt verða hólpinn. Þessi trú á Jesúm er meira en skynsemistrú, eða þekking á því að Jesús sé Guðs sonur. Illir andar trúa því líka og skelfast. Þeirra trú gagnar ekkert, og engin manneskja öðlast sáluhjálp fyrir slíka trú. Jesús útskýrði þetta fyrir Nikódemusi er hann sagði: “Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist,” og: “Eins og Móse hóf upp höggorminn á eyðimörkinni, þannig á manns sonurinn að verða upphafinn, til þess að hver, sem trúir, hafi í samfélagi við hann eilíít lif. Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:14-16. Drottinn refsaði ísraelsbörnum fyrir ó- hlýðni þeirra með því að senda eitraða högg- orma meðal þeirra. Fjöldi fólks dó af högg- ormabitinu. Svo bauð Guð Móses að búa til eirorm og setja hann á stöng mitt á meðal hinna sjúku. “Og það skal vera að hver sem bitinn er og lítur á hann, skal lífi halda.” Þessi eir- ormur var táknmynd af Kristi. Allar mann- eskjur hafa verið særðar til ólífis af höggormi syndarinnar. “Eaun syndarinnar er dauði.” Róm. 6:23. Hin eina lífsvon syndarans er að líta til hins krossfesta frelsara, Jesú Krists. Sá, sem í trú lítur til Jesú og meðtekur hann sem sinn persónulega frelsara, verður sam- stundis hreinsaður af syndum sínum. Hann mun endurfæðast og líf hans gjörbreytist. Það sem hann áður elskaði hatar hann nú, og það sem hann áður hataði elskar hann nú. Sá, sem hefir verið sólginn í vín og tóbak, hefir tekið

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.