Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.04.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN 31 Hvers vegna opna þeir ekki ? Nýja almanakiÖ hékk á veggnum meÖ mynd af Jesú þar sem hann stendur og ber að dyr- um. Jakob litli, sem var eina jbarniÖ á heimil- inu, stóð og virti fyrir sér myndina þegar faÖ:r hans kom inn í herbergið. “Littu á, pabbi, liver er þetta?” FaÖir hans svaraði engu. “Segðu mér pabbi, hver þetta er,” hað drengurinn með enn meir ákefð. "Það er maður, auðvitað,” svaraði faðir hans. “En hvaða maður er það? Hvað heitir hann, og hvað er hann að gjöra?” “Það er Jesús, hann ber að dyrum, sérðu það eklci ?” “Hvað lengi hefir hann staðið þarna og barið, pabbi?” “Það veit eg ekki,” svaraði faðir hans. “Hvað lengi ætlar hann að halda því áfram og hvers vegna er hann að berja?” “Auðvitað af því hann vill fá að komast inn,” svaraði faðir hans óþolinmóður. “En því opna þeir ekki íyrir honum?” spurði drengurinn. “Það veit eg ekki,” svaraði faðir hans og settist við borðið, því kvöldmaturinn var nú tilbúinn, svo hann vonaðist eftir að verða l'uis við fleiri spurningar. En litla drengnum varð ennþá litið á mynd. ina, og hann sagði aftur og aftur: “Eg skyldi hafa opnað dyrnar; eg skyldi hafa opnað dyrn- ar. Mundir þú ekki hafa gjört það lika, pabbi ?” Þegar drengurinn var sofnaður- sagði faðir hans: “Eg get ekki hrint úr huga mínum spurningu hans: hvers vegna hafa þeir ekki opnað dyrnar ?” “Eg get heldur ekki gleymt henni,” svaraði móðir drengsins. “Siðustu orðin sem hann talaði áður en hann sofnaði voru þessi: Eg vildi þeir hefðu lokið upp ifyrir manninum.” Þetta kvöld varð það ljóst fyrir báðum foreldrunum að Jesús barði á dyr hjartna þeirra — og þau opnuðu fyrir honum. í Opinb. 3 :20, stendur textinn sem liggur til grundvallar fyrir þessu málverki eftir Hol- man Hurst. Jesús segir: “Sjá, eg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.” B. S. Hvað eigum við að gjöra ? Það var fátækt heimili á Rússlandi. Bols- arnir höfðu nær því eyðilagt það. Allir innan. hússmunir að undanteknu trérúminu, höfðu verið seldir til að kaupa mat. Mikið af fatn- aðinum hafði farið sömu leið, til að sefa hung- ur 6 barna og foreldranna, svo nú höfðu þau ekki önnur föt en það sem þau stóðu í. Neyðinni, sem ríkti á þessu heimili verður ekki með orðum lýst. Hjörtu vor hrærast aif meðaumkun, og vér getum ekki ímyndað oss hvað hver komandi dagur þýddi fyrir þessa allslausu foreldra með 6 hungruð börn. “Hvað eigum við að gjöra?” spurði faðir- inn einu sinni; hann hafði nefnilega heyrt að nú væri hægt að fá Biblíu keypta. Þau höfðu í heilt ár verið án Biblíu, því bækur og alt ann_ að sem verðmætt var hafði verið tekið frá þeim. Þau áttu 1,000 rúblur í eigu sinni, en það var minna en 50 centa virði á þeim dögum. “Eigum við að taka þessa peninga, sem við höfum til að kaupa Biblíu, eða til að kaupa brauð ?” spurði hinn sorgmæddi faðir konu sína sem var eins niðurbeygð og hann. “Við skulum láta börnin skera úr því máli,” svaraði móðirin. “Börn, hvert eigum við heldur að kaupa?” “Pabbi, kauptu Biblíu,” svöruðu þau sem með einum munni. “Já, kauptu Biblíu,” endurtók móðirin. “Því hversu mjög sem vér þörfnumst fyrir mat, þá höifúm við ennþá meiri þörf fyrir Guðs orð á þessum neyðartímum.” Þessi fátæka fjölskylda sá hlutina í sínu rétta ljósi, hún hafði ekki mist traust á Guðs orði gegnum þrengingarnar. Þetta fólk kaus Guðs orð heldur en brauð, þótt það horfðist í augu við hungur, eða ef til vill dauða. Fyrst nokkuð var til að kaupa fyrir þá var sjálfsagt að kaupa Biiblíu. Guðs orð var þeim meira virði heldur en brauð til að seðja hungur líkam- ans. “Hvernig fór svo fyrir þessari fjölskyldu seinna?” spurði eg prestinn sem sagði mér þessa sögu. “Eg veit það ekki,” svaraði hann hryggur. “Mér hefir aldrei hepnast að lcomast í samband

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.