Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN MAl, 1936. LUNDAE, MAN. Utan úr heimi Mitt á meÖal allra erfiÖleika og vandræÖa, sem nú eiga sér staÖ í heiminum, þá er skylda GuÖs barna mjög skýr og ákveðin. Skipun Frelsarans er enn sem fyr þeirra óbrigðuli leið. arsteinn. Hið eilífa fagnaðarerindi á að verða með æ meiri krafti flutt til jarðarinnar yztu endimarka. Hvert einasta Guðs barn á að taka þátt í þessu starfi. Skipun Frelsarans til læri- sveinanna nær til allra trúaðra, til allra læri- sveina Krists alt til tímans enda. Það er misskilningur að ætla að kristin- dómsstarf mönnum til frelsunar eigi að hvíla aðeins á prestum og trúboðum. Allir, sem tek- ið hafa á móti lífi Krists eru að sjálfsögðu meðstarfendur hans til frelsunar samtíðar- mönnum sínum. “Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem honum hefir verið gefin, svo sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs.” i. Pét. 4:10. Hjá Jesú var hið guð- lega og mannlega sameinað, og guðdómseðli Krists er að frelsa menn, það var hans guð- dómlegi kærleiki, sem knúði hann til að yfir- gefa dýrð.himinsins til að frelsa synduga menn. Hið sama eðli hins guðdómlega kærleika kemúr í ljós hjá manninum þegar Jesús hefir tekið sér bústað í hjarta hans. Jesús, einnig þar sem hann nú býr í mannlegu holdi leitar enn þess sem glatað er til að frelsa það. Það er líka misskilningur ef vér látum kristindómsstarf vort vera takmarkað við vorn eiginn söfnuð eða vort eigið hérað. Heimurinn er starfsvið vort. Framför safnaðanna heima er komin undir útbreiðslu starfsins í heiðingja- löndunum. Jesús sagði: “Farið út um allan heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu.” Mark. 16:15.' Fjárkreppa og harðindi heima fyrir er eng. in gild ástæða til að kalla trúboðana heim frá heiðingjalöndunum. Fyrst Jesús hefir sagt: “Sjá, eg er með yður alla daga, alt til veraldar- innar enda,” er þá nokkur ástæða fyrir leiðtoga trúboðsstarfsins að kalla heim starfsmenn sína? Æjttum vér að segja trúboðum vorum að draga niður fánann og snúa heim aftur? Nei, þús- und sinnum nei. Áfram, áfram til sigurs, er einkunnarorð vort. Bræður vorir og systur, sem trúa á endurkomu Krists, hafa með trú- mensku sinni og fórnfýsi haldið uppi starfinu i heiminum gegn um undanfarin fjárkreppu ár og þau munu halda áfram að gjöra hið sama framvegis þar til starfinu er lokið. Jesús og postular hans bentu á líf kristins manns sem stríð, sjálfsfórn og þjónustu. Páll postuli hvetur Tímóteus til að þola ilt eins og góður stríðsmaður Jesú Krists. Hann áminnir bræðurna í Efesus um að taka á sig Guðs al- væpni, svo þeir geti staðist, því þeir eigi ekki í stríði við hold og blóð, heldur við tignirnar og völdin, við 'heimsdrotna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.” Guð leiðir til sigurs og framfara. Starf kristniboðsins bíður aldrei ósigur. Boðskapurinn gengur með hraða í allar áttir, austur, vestur, norður og suður. Hann flýgur áfram. Síðustu skýrslur sýna að vér störfum nú í 295 löndum og eyjum og höfum 22,254 starfsmenn í öllum greinum .starfsins; það er 1,533 fleiri en .1934. Starfsmenn þessir nota 504 tungumál. liver getur sagt að boðskapur- inn um endurkomu Krists gangi ekki með krafti út til yztu endimarka heimsins? í Kína voru fleiri skírðir árið sem leið held- ur en nokkurt annað undanfarið ár. Starfið hefir útbreiðst til hinna fjarlægustu íylkja. Kínverska stjórnin vinnur kappsamlega að því að ryðja vegi til fjarlægra landshluta og trú- boðar vorir fylgja strax á eftir. Dr. II. W- Miller segir: “Þótt framfarir séu miklar hjá oss ár frá ári, þá þyrftum vér að senda miklu fleiri út til starfsins af nemendunum frá skólum vorum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.