Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN 39 Glaðlegt útlit Frances Fredericks gekk niÖur götuna í þorpinu þar sem hún bjó. Alt í einu datt henni í hug, að hún liti áhyggjufull út, drægi eftir sér fæturna og gengi bogin. Hún rétti strax úr sér, gjörÖi sér far um að brosa og gekk öruggum fetum. Svo hélt liún léttilega áfram göngu sinni, hún var há og grönn, brúneygð falleg kona. Gráhærðu Ingram systurnar þrjár veittu henni eftirtekt litlu seinna, þar sem þær stóðu við gluggann á stóra, hvíta húsinu sínu. Elcki var laust við að eitthvað sem líktist roða sæist á kinnum Irmu Ingram er hún sagði: “Maður skyldi ekki ætla, þegar maður lítur á Frances Fredericks, að hún og maður hennar hefðu mist hvert einasta cent, sem þau áttu, og meira til, þau sem voru ríkust af öllum í þorpinu en eru nú fátækari en þeir fátækustu.” “Hún er að reyna að fá sér vinnu, hefi eg heyrt,” svaraði Súsanna. “Hún hélt hún gæti ef til vill fengið vinnu í kvenfatadeildinni í einhverri búðinni. Eg vildi gjarnan hafa hana til að hjálpa mér að velja fötin, ef eg nokkurn tíma kaupi föt oftar. Eg liti þá sjálfsagt betur út. Að sjá hana ganga fram hjá, halda höfði sínu hátt og vera svo glaðleg, þegar eg veit hvað hún hefir gengið í gegnum, það gefut mér hugrekki til að fara út og selja baunir og ber úr garðinum okkar. Ef eg seldi það hús úr húsi, þá gæti eg ef til vill fengið nóga peninga til að kaupa mjöl og smjör.” “Eg léti þig aldrei fara eina út,” sagði Irrna. “Eg ætla að taka nokkuð af hunanginu okkar og fara með það hinum megin við götuna á móti þér, ef við verðum óstyrkar í hnjáliðunum, þá getum við litið yfir götuna og brosað hver til annarar til hughreystingar.” Gömiu augun hennar Kötu systur þeirra litu út eins og blá blóm niðri í vatni er hún sneri sér að systrum sínum og sagði: “Eg býst við að Frances sé á leiðinni til Hardigs til að biðja um vinnu. Það er eins og þú segir, Súsanna, það eykur manni kjark að sjá hana svo örugga og glaðlega, og án þess að kvarta gjöra það bezta sem unt er undir kring. umstæðunum. Eg gæti ekki selt kvenfatnað, en eg get þvegið gluggatjöld. Manstu hvað fólkið var vant að segja, að það vildi gefa mikið til þess að geta gjört upp gluggatjöldin sín eins vel og eg. Þetta var þegar við höfðum nóga pen- inga. Nú ætla eg að fara til þessa fólks og segja þvi ,ið eg skuli þvo gluggatjöldin þeirra og gjöra þau upp alveg eins og okkar fyrir sanngjarna þóknun.” Frances Fredericks vissi aldrei að útlit henn- ar og göngulag gaf þremur bláfátækum systr- um nýtt þrek og kjark til að mæta erfiðleikum lífsins. “Enginn af oss lifir sjálfum sér,” það er ómögulegt. Ósjálfrátt erum vér annað- hvort öðrum til hjálpar eða hindrunar. IV. E. Saga læknisins “Eg hefi sögu til að segja ykkur,” sagði læknirinn hérna um kvöldið við unga fólkið. “Eitt kvöld eftir langan, heitan dag mætti eg föður mínum á götunni sem lá til þorpsins. “Eg vildi þú gætir tekið þennan pakka inn í þorpið fyrir mig, Jim,” sagði hann hálf hik- andi. “Eg var aðeins 12 ára að aldri, ekki mikið gefinn fyrir vinnu, og nú var eg rétt að fara heim af akrinum, þar sem eg hafði verið við vinnu siðan með birtu um morguninn. Eg vai þreyttur, svangur og rykugur, og það voru tvær mílur til þorpsins. Eg þurfti að fá kvöldmat- ínn, þvo mér og klæða mig til að fara á söng æfingu. Fyrsta hugsun mín var að afsegja að fara og það með hörðum orðum. Eg var grarn- ur yfir að hann skyldi biðja mig um þetta eftii að eg hafði unnið allan daginn. Ef eg neitaði að fara, þá mundi hann fara sjálfur. Faðir min var góðlyndur og þolinmóður maður, og nú var hann farinn að eldast og lýjast. Eitt- hvað aftraði mér frá að svara eins og mér bjó í brjósti svo eg sagði: “Með ánægju, pabbi, eg skal fara með þetta,” svo afhenti eg einum af verkamönnun- um orfið mitt. “Þakka þér fyrir, Jim, eg ætlaði að fara sjálfur, en mér líður ekki vel í dag.” "Hann fylgdi mér niður að horninu þar sem gatan beygði inn til þorpsins. Um leið og hann sneri við lagði hann hönd sína á handlegg minn og sagði: “Þakka þér fyrir, sonur minn, þú hefir alt af verið mér hlýðinn og góður drengur, Jim.” “Eg flýtti mér til þorpsins og heim aftur. Þegar heirn kom var flest af heimafólkinu fyrir framan dyrnar. Einn þeirra kom á móti mér og tárin runnu niður kinnar hans er hann sagði: “Faðir þinn féll niður örendur, rétt í því hann kom heim að húsinu. Síðustu orðin, sem hann talaði var við þig.” “Nú er eg orðinn gamall maður, en eg hefi

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.