Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 8
40 STJARNAN þakkað GuÖi aftur og aftur öll þessi ár, aS síðustu orð hans voru: “Þú hefir alt af verið mér hlýðinn og góður drengur, Jim.” X. Smávegis Jarðarför Georgs V. kostaði þjóðina 125,- 000 dollara. Það var reikningurinn, sem send. ur var inn á þjóðþingið. Níutíu og níu þúsund manns dóu af slysum í Ameríku árið sem leið, eða svo sem svarar einn á hverjum 6 mínútum, samkvæmt frásögn þeirra, sem hafa tölur yfir það. Fjármissir fyrir skeytingarleysi og óaðgæzlu, svo sem skemdir á eignum, vinnutap og læknakostnaður er áætlað að numið hafi nálægt þrjú þúsund miljónum dollara. Búnaðardeild Bandaríkjanna byrjaði starf sitt árið 1839 og voru þá veittir 1,000 dollarar til að safna skýrslum viðvíkjandi landbúnaði. Nú eru búnaðardeildinni veittir 3,000,000 doll- arar, og hún hefir smærri deildir svo hundruð- um skiftir víðsvegar út um ríkin. Nú er byrjað að grafa skurð, sem á að vera 85 feta djúpur og 40 mílur á lengd, milli Svarta hafsins og Caspía hafsins gegnum Azov hafið. Þegar hann verður fullgjörður munu hafskip geta gengið inn í Caspía hafið, og verð- ur það mikil hjálp fyrir samgöngur Rússa og flutning á olíu og öðrum vörum, sem framleidd_ ar eru í suðurhluta ríkisins. Síðan stríðið mikla, sem átti að enda alt stríð, hafa verið 44 stríð hér og þar í heiminum. Kostnaður Bandaríkjabúa að meðaltali á mann árlega, er fyrir sælgæti $4.00; leikhús $7.70; gosdrykkir $4.50; gúmmí til að tyggja 41 cent; vindlingar $5.10; pípur og munntóbak $5.13; hljóðfæri $2.20; 22 cent af dollarnum fer fyrir óþarfa; 24 og hálft cent fer fyrir nauðsynjar; eitt og hálft cent til mentunar; og 8 og hálft cent fer í glæpakostnað. í síðastliðin tvö ár hefir Canada sent út úr landinu nærri 5 og hálfa miljón tunnur af epl- um, mest af þeim hefir farið til brezka ríkisins. STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Otgefetidur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Bandaríkin notuðu 1,500,000,000 fleiri vindlinga í janúarmánuði 1936 heldur en í janúar 1935. Tölurnar hækka eftir því sem fleiri konur venjast á að reykja. Tré það, sem nefnt er Douglas fura er stærst af öllum trjám í Canada. Tré af þess- ari tegund finnast svo stór að þau eru 15 fet að þvermáli og 380 fet á hæð. Árið sem leið var flutt út úr landinu um 780 miljón ferhyrnings- fet af þessum við. “Heimurinn er iðjumanninum opinn.” “Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.” “Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur.” Bæði þessi og fleiri svipuð máltæki benda á að menn frá fornri tíð hafa kannast við að vel- gengni manna er að mestu leyti undir þeim sjálfum komin og í þeirra eigin höndum. Þetta er alls ekki í mótsögn við orðið sem segir: “Ef Drottinn ekki byggir húsið erfiða smiðirnir til ónýtis.” Þeir, sem velja Drottinn fyrir sitt athvarf og ganga á hans vegi eru áræðnir, framsýnir, hugrakkir og glaðir, blessun Drott- ins hvílir yfir þeim og starfi þeirra. Öruggasta leiðin til sannrar velgengni og hamingju einnig í tímanlegum efnum liggur í afstöðu vorri til Guðs. “Fel þú Drotni verk þín og inunu ætl- anir þínar framganga fá.” Orðskv. 16:3. N. J. Þakkaðu Guði fyrir það sem þú hefir í stað þess að mögla yfir því sem þú hefir ekki. Búnaðardeild Bandaríkianna hefir látið i ljósi þá skoðun, að í flestum amerískum borg- um séu eins margar rottur og innbúaf jöldinn. Canada hefir verzlunarfulltrúa í 26 löndum heimsins. “Duprene” er nafn á nýrri vöru, sem komin er á markaðinn; það er gúmmí (rubber) sem búið er til úr kolum, steinolíu og salti. Það þolir sýrur og sölt betur en náttúrlegt gúmmí, og feiti eða olía hefir minni áhrif á það.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.