Stjarnan - 01.06.1936, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.06.1936, Qupperneq 1
STJARNAN JÚNI, 1936 LUNJJAR, MAN. Lífsátarf kriátins manns Þegar eitt af skáldum vorum virðir fyrir sér kærleika GuÖis eins og hann er opinberaður í fagnaðarerindinu, þá segir hann að þótt hann ætti allan heiminn þá væri það of lítill þakk- lætisvottur til að fórna Guði fyrir hans undra- verðu, guðdómlegu elsku til mannanna, slik elska krefði ekkert minna en lif hans, sál og alt sem hann hefði. Sjónauki stjörnufræðinganna leiðir í ljós miljónir stjarna, isem renna braut sína í himingeimnum. En myndavélin sýnir ennþá fleiri miljónir í viðbót. . . . Er þá sál mannsins, sem frelsaður er, meira virði en allir þessir hnettir? Þetta er einmitt það, sem skáld- ið lætur í ljósi og skoðun hans i þessu efni er í samræmi vði orð Davíðs konungs er hann seg- ir: “Þá er eg horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skap- að — hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess?” Sál frelsuð í Guðs ríki er þess verð, sem hún hefir kostað. Jafnvel alheimurinn er ekki eins verðmætur. Alt það gull og dýrmætir steinar, sem finnast í jörð og á, eru alt of lítil- fjörlegt lausnargjald. Hið úthelta blóð Frels- arans Jesú Krists er hið eina lausnargjald, sem nægir til að frelsa syndarann. Bræður mínir og systur, öll þau tár sem vér fellum, og allar þær bænir, sem vér berum fram, er ekki nóg til að frelsa syndarann. Ekk- ert nema blóð hins lýtalausa lambsins, Krists, nægir til þess. Alt umhverfis oss eru vesalings þreyttar og niðurbeygðar sálir, sem þrá frelsun en vita ekki hvernig þær eiga að öðlast hana. Nýlega mætti eg einu af börnum Guðs, sem hafði fallið í synd. Frásögnin um reynslu hennar var sú isorglegasta, sem eg hefi nokkru sinni heyrt. Eg grét af gleði þegar eg sá þessa sál fyrir löðun heilags anda opna hjarta sitt fyrir geislum Guðs náðar og kærleika í Jesú Kristi. Starfsisvið Guðs barna er að leita þá uppi, sem þurfa uppörfunar og huggunar og leiða þá til Krists, svo þeir fyrir trúna á hann öðlist frelsun og eilíft líf. Mannaveið arar. Jesús segir i Mark. i :i7: “Komið og fylgið mér og mun eg láta yður verða mannaveiðara.” Aðalstarf hins kristna er að frelsa menn og konur. Jesús bauð að kenna öllum þjóðum. Það meinar ekki einungis þá, sem búa í fjar- lægum löndum, heldur einnig þá, sem búa i ná- grenni við oss, jafnvel á vorum eigin heimilum. Það meinar að tala lífsins orð hvar og hvenær sem tækifæri gefst. “Hvað er istarf þitt?” spurði ókunnugur vantrúarmaður annan mann, sem hann hafði mætt. Sá, sem spurður var svaraði rólega en hiklaust: “Starf mitt er það sem Jesús kallaði mig til, það er að veiða menn. Þetta er starf mitt, og um leið og eg leitast við að vinna það trúlega, þá vinn eg fyrir brauði mínu með því að smíða og selja eldavélar.” Hvað yrði hinn eilífi árangur af starfi voru, ef vér allir, sem trúum á bráða endurkomu frelsarans, hefðum það fyrir vort helzta áhuga- mál að leiða sálir til Krists. Einn af þjónum Drottins hefir sagt oss, að öll viðskifti vor ættu að vera framkvæmd í anda Krists og endur- spegla hugarfar hans. Vér erum aftur og aftur ámintir um, að viðkynning vor við aðra eigi að sýna að kærleikur vors himneska föður býr i hjörtum vorum. Hver einasti dagur gefur oss tækifæri til að sýna eiginlegleika hans í líferni voru. Fyrir nokkru síðan kom maður inn á skrif- stofu mína í verzlunarerindum. Hann var hnugginn og þreyttur að útliti. Verzlunarsam- kepni, isem hann hafði mætt og ýmislegt fleira, hafði veiklað taugar hans. Það var auðséð að hann hafði einhverja þunga byrði að bera. Eftir að við höfðum lokið viðskiftum, okkar spurði eg hann hvað honum lægi svo þungt á

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.