Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 2
42 STJARNA N hjarta, og reyndi svo meÖ GuÖs hjálp aÖ sýna honum að kærleiki Guðs var hin eina upp- spretta styrks og huggunar er hann gæti notið. Þetta var nokkuð nýtt fyrir hann en hann tók því vel. Svo stakk eg upp á við hann, að ef hann vildi krjúpa með mér við iskrifborðið mitt, þá skyldi eg með gleði biðja fyrir honum, að Guð vildi styrkja hann og hughreysta, og hjálpa honum að hefja. sig yfir erfiðleikana. Guðs andi var með í bæninni og maðurinn varð snortinn. Hann gekk út úr skrifstofunni með nýja von í hjarta sínu og gleðisvip á andlitinu. Jesús kernur bráðum. Þótt vér lifum í mið- nætur dimmu þessa heims, þá er morgunroði hins dýrðlega dags þegar að renna upp fyrir vorunr þreyttu augum. Viðsvegar eru sálir, sein þrá ljós og frelsi. Fræið, sem vér sáum í dag getur borið ávöxt á morgun. Vér munum öll hvernig Jesús, þegar hann var hálfvaxinn drengur, fékk áminningu fyrir það, að hann varð ekki móður sinni isamferða á heimleiðinni frá hátíðahaldinu i Jerúsalem. Og hann svaraði: “Vissuð þér ekki að mér ber að vera í því sem míns föður er ?” E. G. Wlhite gjörir eftirfarandi athuga- semd við svar Jesú til móður sinnar: “Sami kærleikurinn, sami áhuginn, og sama undir- gefni undir Guðs vilja,, sem Jesús sýndi, þarf einnig að koma í ljós hjá þjónum hans. Hann yfirgaf heimili sitt þar sem ríkti friður og ör- uggleiki. Hann yfirgaf dýrð þá, sem hann hafði með föðurnum áður en heimurinn var, yfirgaf stöðu sína á hásæti alheimsins til þess að gjörast maður og mæta allskonar freisting- um og erfiðleikum. Þjónar hans þurfa einnig að fara út að sá. . . . Menn verða að yfirgefa félaga sína, gefa upp framtíðar áform sín og jarðneskar vonir. í einveru, með erfiði, tárum og fórnum verður að sá sæðinu.” Starf föður vors er mjög áríðandi. Einu sinni heyrði einlægur kristinn maður verzlun- armann einn segja frá því, að hann hefði grætt fleiri þúsund dali á við, -,sem hann hafði selt þann daginn. Þetta vakti öfundsjúkar hugs- anir hjá hinum kristna. Hann hugsaði með sér: “Þessi maður græðir miklu meir á einum degi heldur en eg get unnið mér inn á heilu ári." Þá var eins og innri rödd talaði til hans: “Hvar hefir þú verið og hvað hefir þú gjört í dag?” Hann svaraði: “Eg heimsótti óumvent. an mann og hann sneri isér til Krists.” “Hve mikils virði er sál mannsins?” spurði röddin aftur. “Sál mannsins, hún er meira virði en allur heiinurinn með öllum hans auð.” Þá sagði röddin : “Þú hefir þá grætt meira heldur en verzlunarmaðurinn, hvers vegna öfunda hann?” Já, vinir mínir, starf föður vors er hið stærsta og göfugasta í heiminum, og loforð hans til þeirra; sem vinna með honum eru ör- ugg og áreiðanleg. A járnbrautarlestinni. Fyrir nokkru síðan ferðaðist eg með járn- braut einni. Eg hafði mætt vagnstjóranum áð- ur og sent honum blöð að lesa. Eftir að lestin fór af stað kom hann og settist niður hjá mér og fór að tala um það, sem hann hafði lesið i blöðunum, sem eg hafði sent honum. Svo var hann kallaður í burtu. Eg hafði veitt þvi eftir. tekt að einn lestarmanna var að reyna að hlusta á það, sem við höfðum talað saman, og nú kom hann yfir til mín og sagði: “Fyrirgefðu, herra minn, ert þú Sjöunda dags Aðventisti?” “Hvers vegna spyr þú að því?” svaraði eg. “Af því litla, sem eg gat heyrt af samtali þínu við vagnstjórann, þá réð eg það að þú værir Aðventisti.” “Þekkir þú nokkuð til þeirra?” spurði eg. “Nágranni minn er Sjöunda dags Aðvent- isti, og hann hefir verið að kenna mér og hjálpa mér að skilja betur Biblíuna, og eg hefi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi réttan skiln- ing á henni.” “Ert þú þá Sjöunda dags Aðventisti, hefir þú gengið i söfnuðinn?” spurði eg. “Nei, herra minn. Eg vildi óska framar öllu í heiminum að eg gæti það, en eg get það ekki.” Eg hugsaði hann fyndi ómögulegt að halda hvíldardaginn og vinna áfram hjá járnbrautar- féíaginu, isvo eg hvatti hann til að treysta Guði og hlýða honum. Hann mundi sjá fyrir hans líkamlegu nauðsynjum. “Ó, það er ekki atvinnumissir, sem eg er hræddur við,” sagði hann. “En það er vani, senr hefir gripið mig slíkum heljartökum, að eg get ekki losað mig við hann. Eg hefi reynt og reynt, en árangurslaust. Eg get ekki verið Sjöunda dags Aðventisti og haldið áfram að reykja, en eg get ekki hætt við það.” Nú sagði eg honum frá reynslu minni i fyrri daga, áður en eg snerist til Guðs. Eg reykti og gat ekki hætt því fyr en lífskraftur Krists fékk yfirráðin í hjarta mínu. “Ó, eg vildi eg gæti öðlast slíka reynslu," andvarpaði hann. “Bróðir,” isagði eg, “þú get.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.