Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 43 ur öðlast hana, sá sami Jesús sem frelsaði mig vill frelsa þig líka.” “Vill hann gjöra það? Heldur þú hann elski gamlan ræfil eins og mig?” “Kæri bróðir, Frelsari okkar fer ekki í manngreinarálit. Hann elskar þig; hann dó fyrir þig.” Svo spurði eg hann hvort nokkur notaði herbergið í enda vagnsins. Hann sagði það væri autt. “Við skulum fara þangað strax og finna frelsun og hjálp.” Við fórum þangað og féllum á kné, og meðan lestin þaut áfram eftir brautinni grátbændum við Guð um að frelsa hann. Það gleður mig að segja að Guð frelsaði hann svo hann vann fullkominn sigur yfir freistingunni og hann er nú áhugasamur meðíimur safnaðarins. Eg mæti honum stöku sinnum á ferðurn mínum og góðmannlega and- litið hans ljómar af heilagri gleði. “Alstaðar í heiminum eru menn og konur, sem líta hryggum augum til himins. Bænir, tár og spurningar stíga upp frá hjörtum, sem þrá ljós og náð og kraft, sem þrá Guðs heilaga anda. Menn eru rétt á takmörkum Guðs ríkis og bíða þess aðeins að vera leiddir inn. Eng- ill var sendur að leiðbeina Filip til ráðsmanns drotningarinnar í Ethíópíu, sem þráði ljósið. . . . Enn í dag eru englar reiðubúnir að leið- beina þeirn starfsmönnum, sem leyfa heilögum anda að helga tungu þeirra og göfga og um- mynda hjörtu þeirra.” Hér er sérstakur boðskapur til vor sem ein- staklinga. Englar Guðs standa reiðubúnir til að leiðbeina starfsmönnum Krists til þeirra, sem líta til himins og þrá frelsun frá hjartasorg vonbrigðum og isyndum í heiminum. Þeir eru að bíða eftir mér og þér. “Þér eruð vitni mín, segir Drottinn, að eg er Guð.” Hann Jcom til Jesú. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var eg staddur á veitingarhúsi einu í Suður-Californíu og var að tala við manninn þar á skrifstofunni um einhver verzlunar viðskifti. Þegar því var lokið ætlaði eg að snúa samtalinu að ástandi heimsins og þýðingu þes:s í andlegum efnum. Hann virtist veita nákvæma eftirtekt því sem eg sagði, en af þvi hann átti annríkt þá stóð eg ekki lengi við. Tveim eða þrem vikum seinna kom eg oftur til hans á skrifstofuna og þá var einn af læknum vorum með mér. Rétt í því við vorurn að fara snéri eg mér að manninum, mintist á fyrri isamræður okkar og sagði: “Vinur minn, þú ert ef til vill ekki trúaður maður, eða trúir ekki Biblíunni, en eg trúi henni og þetta sem nú á sér stað í heiminum, hefir mikla þýðingu fyrir mig, því það er bein- línis uppfylling spádómanna.” Hann svaraði að hann hefði lengi haft löngun til að vita meira urn Biblíuna, en enginn hefði gjört tilraun til að kenna sér. Þetta var hvöt fyrir mig og eg ásetti mér að hjálpa þess_ urn manni til að fá meiri þekkingu á Guðs orði. “Vinur minn, álítur þú það væri illa viðeig- andi ef læknirinn og eg féllum á kné hér á skrifstofunni þinni til að biðja Guð að leiða ])ig og snúa huga þínum þannig, að þú getir fundið þá huggun og von, sem orð hans veitir.” “Nei,” svaraði hann, “eg er glaður ef þið viljið gjöra það.” Vér féllum á kné og báðum stutta bæn, og maðurinn sýndist mjög þakk- látur. Þremur eða fjórum vikum seinna fékk eg boð frá þessum manni að hann langaði til að sjá mig, Þegar eg mætti honum sá eg strax að hann var breyttur maður. Hann heilsaði mér, nefndi mig fyrra nafni og sagði: “Eg er svo glaður að sjá þig aftur. Manstu þegar ])ú og læknirinn voruð hér og þú stakst upp á að hafa stutta bæn ?” “Já.” “Árangurinn varð sá að sál mín fyltist mik- illi gleði og ný von rann upp í hjarta mínu. Það kvöld þegar eg kom heim fékk eg löngun til að lesa Biblíuna, en eg átti enga, svo eg varð að útvega mér hana. Eg las kafla í henni, svo fékk eg löngun til að biðja, það hafði eg aldrei gjört fyr.” Svo bætti hann við meðan tárin streymdu niður kinnar hans. “Nú, þessa sein. ustu daga hefi eg farið 40 mínútum fyr á fæt- ur á hverjum morgni til þess að lesa í Biblíunni og biðja til Guðs. Ó, hvílík gleði sem síðan hefir fylt sálu mina.” Þetta var fyrir tveimur árum síðan. Hér er partur af bréfi, sem .eg fékk nýlega frá þess- um sama manni: “Á hinum kyrlátu bænastundum mínum á morgnana kemur nafn þitt oft í huga minn, og eg þakka Guði fyrir að hafa kynst þér. Eg met mikils gjöfina frá þér “Vegurinn til Krists’ ’og Morguntexta almanakið. Eitt spor til Jesú, spor fyrir hann og spor með honum er innihald lífs míns. Eg hlýði honum og gjöri hans vilja eftir því sem eg læri að þekkja hann og gjöri það á einfaldan barnslegan hátt. Að- eins eitt spor í einu og næsta spor fylgir eðli- lega á eftir. Eg lifi í nútímanum, laus við á- hyggjur fyrir morgundeginum, fel honum það

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.