Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 6
46 STJARNAN Hvers vegna biðjum vér til Guðs ? Hvers vegna viljum vér gjarnan tala við vini vora? Af því vér elskum þá. Vér biðj- um til Guðs af því vér elskum hann. Bænin er eðlileg afleiðing kærleika vors. Ef kærleik_ urinn kólnar þá dofnar bænalífið. Ef kær- leikurinn er brennandi þá látum vér os's ekki nægja með fáein orð. Er það skylda vor að biðja? Það er skylda vor að elska Guð, og ef vér elskum hann, þá biðjum vér til hans og skoðum bænina sem hina dýrmætustu blessun lífsins, er vér vildum ekki skifta fyrir alla heimsins dýrð. Vér ætlum alls ekki að gefa reglur fyrir hve oft eða hve lengi menn skuli biðja. Það er betra að biðja stutt í einlægni heldur en oft og lengi fyrir ■siðasakir. Það er samt sem áður ekkert efamál að vér ætt- urn að minsta kosti einu sinni á dag að biðja innilega og alvarlega til Guðs og leggja alt vort líf og sál fram fyrir lians heilaga auglit. Það er heldur ekkert efamál að vér ættum að byrja og enda hvern dag með bæn. Ef vér lifum í samfélagi við Guð, þá munum vér ósjálfrátt oft á dag snúa huga vorum til hansí bæn, án þess að gjöra nokkra ákvörðun um það fyrir- fram. Mitt í annríki dagsins kemur Guð oss í hug og vér sendurn þögula bæn upp til hans. Eins og mynd þess, er vér elskurn kemur ósjálf- rátt upp í huga vorum og veitir oss ró og gleði jafnvel ])egar vér höfum ýmsu öðru að sinna, þannig kemur endurminningin urn Guðs kær- leika í huga vorn, og vér gleðjumst af því að hann er með oss og að í honum lifum, hrær- umst og erum vér. Blessaður er sá dagur, sem endurskín af þessum náttúrlegu, barnslegu bænum, er veita oss endurnæringu og styrk til starfs vors, svo hversu lítilfjörlegt sem það er þá verður það uppljómað af kærleika Guðs. Sönn bæn til Guðs fjarlægir manninn ekki störfum sínum, heldur leiðir hann til að framkvæma þau með trúmensku og samvizkusemi, hvort sem þau eru stór eða smá. Slíkir blessunarríkir dagar koma ekki af sjálfu sér. Þeir eru ávöxtur af einlægu alvarlegu bænalífi. Ef vér stöðugt og daglega lifum slíku bænalifi, þá verður kraftur bænarinnar hreyfiaflið í öllum fram- kvæmdum vorum. Jesús er Drottinn vor og herra. Hann er vor fyrirmynd. Hann var stundum heilar nætur á bæn. Eins og himininn hvelfist yfir jörðunni þannig á bænin að vera sem hvelfing yfir öllu lífi voru, og ljós hennar þrengja sér inn í instu fyígsni hjarta vors. Eins og himin_ inn speglar sig í hinurn kyrru vötnum, þannig á bænin að framleiða endurskin hins eilífa sannleika í sálu vorri. “Fyrst þér eruð upp- vaktir með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það sem er hið efra en ekki urn það, sem á jörðunni er, því að þér eruð dánir og líf yðar er fólgið með Kristi í Guði. Þegar Kristur vort líf opinberast, þá munuð þér og ásamt honum opinberast í dýrð.” Kol. 3:i-4. , Heilbrigð sál sækir til uppsprettu lífsins, en hún er hulin með Kristi í Guði. Þess vegna leitar sálin til Guðs í bæn, og þótt vér fyrst þegar Jesús kemur opinberumst með honum i dýrð, þá sjáum vér í anda þessa dýrð gegnum bænina. Og gegnum frið hjartans varpar hún ljóma yfir vort jarðneska líf, þess vegna segir postulinn: “Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottinn, eg segi aftur: Verið glaðir.” M. R. H. Það er yndislegt að lesa urn bænalíf og fögnuð Guðs barna í samfélaginu við frelsara vorn, en vinir mínir, gjörið þetta að yðar eigin reynslu, því það er í sannleika himnaríki a jörðu. — S. J. Vitur skipáljóri Skipstjóri á gúfuskipi nokkru var emu sinnt spurður hve rnikið vín hann drykki. “Eg hefi aldrei drukkið áfengi af nokkru tagi,” svaraði hann. “Eg hefi aldrei reykt, tuggið eða tekið í nefið, og eg hefi aldrei drukk- ið kaffi eða te.” “Hvað drekkur þú þá með morgunmatn- um ?” “Kalt vatn.” “En um miðjan daginn?” “Kalt vatn.” “En hvað drekkur þú þá þegar þú ert veik- ur?” “Eg hefi atdrei verið veikur,” svaraði skip_ stjórinn glaður í bragði. Ejögur hundruð þúsund amerískra bænda skulda stjórninni $785,000,000, sem þeir hafa tekið að láni hjá henni.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.