Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN 47 Brosið Á eyðistaÖ nokkrum í Arkansas-ríkinu margar mílur frá mannabygÖum, en örskamt frá járnbrautarlínunni, stóð lítið hús i dálitlum skógarrunni, umkringt af stórum furutrjám. Á hverjum degi stóðu kona og drengur á pallinum fyrir framan ómálaða litla húsið seinni part dagsins meðan eimlestin “Fjögur fjörutíu og fimrn” blés er hún brunaði fram hjá. Einv lestin stöðvaðist ekki hjá litla húsinu, en kastaði ávalt kveðju á íbúa þess með því að blása, þeg- ar það fór fram hjá. Svo einn dag sázt hvorki konan né drengur. inn á pallinum, þau sem alt af höfðu heilsað lestinni með kærkomnu’brosi. Næsta dag var enginn heldur sýnilegur á pallinum. Eestar- menn sendu skeyti til brautarformannsins og báðu hann að grenslast um hvað væri að. Þeir fengu þær fréttir til baka að konan væri veik í rúminu og drengurinn sæti við hlið hennar. Daginn eftir kom nokkuð óvænt fyrir. Eim_ lestin, sem ætíð hafði brunað fram hjá, stað- næmdist við litla húsið, og einn járnbrautar- manna stökk af vagninum og hljóp inn i litla húsið. Að vörmu spori kom hann aftur með svo hýrt bros á andlitinu, að það gladdi alla fé- laga hans. Næsta daginn skildu þeir þar eftir bækur og blöð. f meir en tvær vikur staðnæmdist eim- lestin á hverjum degi við litla húsið, og járn- brautarmennirnir skildu þar eftir fórn sína. Eftir það komu mæðginin aftur brosandi út á pallinn og eimlestin “Fjögur fjörutíu og fimm” brunaði fram hjá. Atvik þetta sýnir lyndiseinkunn manna. Langt frá stórborgunum og hinum himinháu turnum og bænahúsum, þar fanst samhygð með náunganum, veikum var hjúkrað, hungruðum gefinn matur, og þeir hryggu gladdir. Þetta sýndu mennirnir á eimlestinni með því að stöðva lestina þar til þeim yrði aftur heilsað með brosi. R.H. Eg er alveg óhrœdd Ung kona, sem býr úti á landi hafði alist upp í heiðni og tekið þátt í allri hjátrú og hjá- guðadýrkun heiðingjanna. Svo varð hún ákaf_ lega veik, þótt hún trúlega fylgdi öllum reglum og ráðum prestanna og lækna þeirra, sem stóðu í sambandi við Búddamusterið, þá batnaði henni ekki heldur versnaði æ meir. Eoks lét hún til- leiðast fyrir áeggjan einhvers úr söfnuði vor- um, að senda eftir trúboða vorum og samverka- mönnum lians til þess að biðja fyrir henni í Jesú nafni. Guð svaraði bænum þeirra og læknaði kon_ una. Rétt á eftir fór hún að halda hvíldardag Drottins. Ættingjar hennar og vinir undu því illa að hún skyldi hallast að kristnu trúnni og halda hvíldardaginn. Þeir sögðu að hún mundi fyrir það missa bæði fé og vini. Hún sagði oss frá þessu einu sinni á vitnis- burðasamkomu, og bætti svo við: “Alt frá barnæsku hefi eg verið hrædd við guðina, eg hefi gert margt til að forðast reiði þeirra og mýkja hana. En eg er ekki hrædd við Jesú, hann læknaði niig, fyrirgaf syndir mínar og gefur mér von um eilíft líf. Hvað sem eg læri um vilja hans í Biblíunni vil eg með gleði reyna að gjöra, og eg er alveg óhrædd um af- leiðingarnar. R. H. Einkennilegt náttúrulögmal Hefir þú nokkurn tíma athugað þetta ein- kennilega náttúrulögmál, sem hér er nefnt: “Öllum hlutum fer aftur ef þeir eru vanræktir.” Ef til vill er þessi regla ekki undantekning- arlaus, að minsta kosti er hún í beinni mótsögn við framþróunarkenninguna, sem heldur því fram að alt sé að ná meiri þroska og fullkomn- un. Framþróunarkennendur mundu rísa önd- verðir gegn slíkri staðhæfingu, en— Jurtagarðurinn þinn þrífst þó ekki betur ef þú vanrækir hann, þú óskar eflaust að hann gjörði það. Hugsið yður ef blómreiturinn framleiddi stærri blóm og fegri rósir, og jurtagarðurinn betri ávexti og ljúffengara grænmeti af öllum tegundum ef hann væri vanræktur, væri það ekki dásamlegt? Jú, en það gjörir það ekki, það vitum vér öll af reynslunni. Vér höfum ákveðnar sann- anir fyrir því gagnstæða. Hugarfar mannsins og sálargáfur taka ekki framförum ef þær eru vanræktar, heldur ekki heilsan, hárið eða siðferðið, ekki heldur hin kristilega reynsla mannsins. Sunnudagaskólabekkurinn tekur ekki meiri framförum fyrir að vera vanræktur, heldur ekki bænasamkoman eða safnaðarlífið, ekki heldur kristindómsstarfið í heild sinni. Nei, enginn hlutur tekur meiri þroska fyrir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.