Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN JÚLl, 1936 LUNDAR, MAN. Þér vitið ekki daginn eða átundina LoftskipiÖ “Akron” leiÖ hægt og hægt niður j. við og ætlaði aÖ lenda á Kearney mesa. Morg- uninn var fagur og f jöldi fólks var saman kom_ inn til aÖ fagna flugmönnunum. Menn höföu haft talsverÖan undirbúning til aÖ taka á móti þeim. Fyrsta tilraunin til aÖ lenda mishepnaÖ- ist, svo loftskipiÖ hóf sig á loft aftur og flaug annan hring, næsta tilraunin fór á. sömu leið, en í þriðja skifti kom skipið svo nálægt jörðu að menn gátu náÖ í festar sem látnar voru nið- ur frá loftskipinu. SvoleiÖis var umbúiÖ aÖ 4 ákaflega sterkar festar voru látnar síga niður, en svo skiftust þær hver í 20 álmur með hand- fangi úr tré á hverjum enda. Fjórir hópar, 20 manns í 'hverjum, gripu nú þessar festar til að stjórna loftskipinu svo það kæmi niður á réttan stað. Þetta var um hádegisbil. Hitinn var svo mikill að loftstraumar, sem stigu upp frá jörð- inni lyftu flugskipinu upp aftur þrátt fyrir til- raun 80 manna aÖ halda því niöri. Hver af þessum 4 flokkum manna sem héldu í festarnar hafði sinn formann, og skipunum hans var hlýtt orðalaust. Þeim var skipað að toga með öllum kröftum til að draga niður lofskipið, en brátt sáu menn að það var alveg árangurslaust. Þrír af formönnunum skipuðu þá mönnum sínum að sleppa tökum á festunum og standa reiðu- búnir. En einn formaðurinn gleymdi skyldu sinni og gaf mönnum sínum enga skipun um aÖ sleppa festunum, svo þeir hófust á loft. Þegar þeir voru komnir um 25 til 30 fet frá jörðu þá sleptu allir nema þrír og féllu niður, fæstir þeirra meiddust og enginn til skaða. Hærra og hærra flaug loftskipið þar til þessir þrír menn sem ennþá héldu í festarnar voru komnir 250 fet upp frá jörðu. Þeir voru að reyna að festa köðlunum utan um sig, en svo misti einn þeirra hald sitt, og féll niður gegnum loftið. Þúsundir manna, sem stóðu spölkorn frá lendingarstöðinni æptu af skelfingu þegar ungi maðurinn féll til jarðar með svo miklu afli, að' hann kastaðist upp í loftið aftur og féll svo niður eins og hrúga. Það var aðeins búið að lyfta honum upp í sjúkravagninn þegar sá næsti féll niður frá 300 feta ihæð. Hann var einnig svo meiddur að hann var óþekkjanlegur. Hin- um þriðja hafði lánast að festa sig svo vel að hann féll ekki og var hann litlu seinna dreginn inn í loftskipið. Hér fórust tveir menn af því fonmaður þeirra vanrækti skyldu sína er hann gaf ekki skipun þá sem mundi hafa frelsað líf þeirra. Eg var sjónarvottur að þessum atburði, og mér datt í hug hve voðalegt það mun verða að mæta frammi fyrir Guðs dómstóli fyrir þá, sem hafa vanrækt að aðvara meðbræður sína urn hina komandi eyðileggingu heimsins, og endurkomu Krists til að dænia lifendur og dauða. # # # Vinur minn og eg vorurn á heimleið á reið- hjóium einu sinni seint að kvöldi. Það var lítil umferð og beinar steinlagðar götur, svo við hertum á ferðinni, þar til hraðamælirinn sýndi að við fórum 63 rnílur klukkustund. Svo sáum við ljósin á blil sem kom í áttina á móti okkur. Þegar við komum að næstu kross- götum sneri bíllinn alt í einu til hliðar rétt fyrir framan okkur, án þess fyrst að gefa merki. Eg gat snúið mínu hjóli úr vegi svo ekki yrði árekstur, svo sneri eg við til að vita hvað félaga rnínum liði. Eg sá hann hvergi. Eg skildi hjólið mitt eftir og hljóp til baka yfir að kross- götunum til að leita að honum. Hvar gat hann verið? Hjólið hans var brotið fyrir framan bíl- inn en hvar var John? Eg fann hann að lok- um. Hann Ihafði kastast yfir bílinn, og höfuð hans hvíldi nú við vatnspípuna á götuhorninu. Eg reisti hann upp með hægð og lét höfuð hans hvíla á knjám mér. Hvað átti eg að gjöra? Hann var meðvitundarlaus, og líklega mikið

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.