Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 2
5o STJARNAN meiddur. Eg titraÖi af hræÖslu viö þetta slys og einnig af hugsuninni um hve hætt eg var kominn. John gat ekki lifaÖ, eg vissi J>aÖ. Brátt kom sjúkravagninn og vesalings John var fluttur á sjúkrahúsið, en eg var skilinn eftir til að skýra lögregluþjóninum frá hvernig slysið hefði viljað til, því sá sem -keyrði bílinn var ölfaður. Þegar eg hafði svarað öllum þeim spurningum, sem beint var að mér, hélt eg heim í þungum hugsunum. Daginn eftir fór eg á sjúkrahúsið til að frétta hvernig vini mínum liði og var hann þá látinn. Vesalings pilturinn, hann hafði verið hrifinn burt án nokkurs fyrirvara. Eg var hræddur um að hann hefði ekki verið viðbúinn. Hafði eg gjört skyldu mína og aðvarað hann? Var eg viðbúinn, ef eg skyldi svo snögglega vera kallaður fram fyrir dómstólinn? Eg fékk eina lexíu enn, sem benti mér á hve lífið er stutt og hverfult. -Jí- Jf. jf. '.v ',v Stór olíuflutninga bíll var að fara niður brautina á Tehachapi fjallinu í Californíu. Keyrslumaðurinn virtist áhyggjulaus um hraða bílsins, og af því hallinn var svo mikill þá jókst hraðinn eftir því sem neðar dróg, þar til hann kom nærri niður að beygju á veginum sem kölluð er “Slysa-beygjan,” þá ætlaði keyrslu- maður að draga úr hraðanum en tókst það ekki, svo reyndi hann alveg að stöðva hann, en það lánaðist ekki heldur. Þegar hann sveiflað- ist inn á hornið þar sem gatan beygðist, þá steyptist bíllinn um koll, vélin sprakk og alt kom í bál. Keyrslumaðurinn varð undir bíln- um og æpti um hjálp, en það var ómögulegt að komast að honurn svo hann fórst í eldinum. Þessi maður hafði vanrækt að reyna stöðv- unartól bílsins áður en hann lagði af stað þessa bröttu braut, og vanrækslan kostaði hann lífið. Margir menn í heiminum í dag eru á hraðri ferð til eyðileggingar. Endurkoma Krists, er í nánd, en þeir halda áfram hugsunarlaust, án þess að gefa því gaum, að hin alvarlega stund er rétt fyrir höndum. Ert þú viðbúinn að ganga inn í eilífðina? Er eg viðbúinn? Höf- um vér lampa vora logandi og ljós vor brenn- andi, eða erum vér í ihóp hinna fávísu meyja, bíðandi en ekki viðbúnir? Þær voru ljóslausar af því þær höfðu enga olíu, og þegar þær loks- ins komu var dyrunum lokað og þær fengu ekki inngöngu. Dauðinn grípur herfang sitt ein- hversstaðar á hverri einustu sekúndu. Þú veist ekki nema þetta sé þín síðasta stund. Eg veit ekki nema það sé mín siða.sta. Skeð getur að vér verðum bráðum kallaðir. “Verið þess vegna viðbúnir.” # # # Einu sinni fagran jólamorgun fór hópur af ungu fólki út að ganga sér til skemtunar. Við gengum fram hjá fallegri, djúpri gjá þar sem krystalskær lækur rann í gegn. Vér vorum að tala um fegurð náttúrunnar umhverfis oss, og hvernig hún endurspeglaði kærleika Guðs til vor. Einn af félögum vorum var sérstakur fuglavinur, annar var mest hrifinn af stein- efnum klettamyndun þar sem vatn flóði yfir. Hver einn gjörði athugasemd um það sem hann var mest hrifinn af. Svo komum við að stórum fossi um 150 feta háum. Það var fögur sjón. Einn af félögtun vorum var sérstaklega hrifinn af fossinum þar sem hann féll fram af berg- inu. Hann gekk fram á brúnina og stóð þar á tveimur klettanybbum sem stóðu upp úr vatn- inu, svo horfði hann niður fyrir þar sem vatn- ið myndaði freyðandi iðu. En svo varð honum fótaskortur svo hann datt og hvarf sjónum vorum. Vér stóðum skamt í burtu og ráðguð- umst nú um hvernig vér gætum klifrað niður þangað sem hann hlaut að vera. En svo kall- aði hann til okkar að hann væri á klettastalli um 30 fet fyrir néðan brúnina, og að hann væri ekkert meiddur. Nokkrir drengjanna skriðu gætilega fram á brúnina og kölluðu til bans að bíða þar isem hann var þangað til þeir gæti náð í kaðal til að draga hann upp. Hann hélt því fast fram að hann gæti klifrað upp sjálfur án hjálpar frá okkur. Þegar hann var kominn hálfa leið upp aftur \>á losnaði steinn, sem hann steig á með hægri fótinn svo hann imisti jafnvægið og valt niður á hrúpu af stórgrýti, sem var þar fyrir neðan. Ver horfðum á þetta með skelfingu. Það var ómögulegt að klifrast niður til að hjálpa Jion- um og þarna lá íhann* annaðhvort dauður eða að minsta kosti við dauðans dyr. Að lokum gát- um vér náð í sterkan kaðal og einn drengjanna var látinn síga niður, og þannig lánaðist oss að ná honum upp. Hann var lifandi ennþá, en imeðvitundarlaus, mikið særður og beinbrotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús, og eftir viku af þjáningum, rétt þegar sólin var að koma upp nýársmorgun, sofnaði hann í trúnni á frelsara sinn. Sízt hefir honum dottið í hug þegar hann fór heim í skólafríinu að líf hans væri þegar á enda. En hann vissi að tíminn var stuttur og lífið hverfult. Hann vissi að hann ætti ein- hvern tíma að mæta framrni fyrir Krists dóm-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.