Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 4
52 STJARNAN ekki mikið um það. Hún haf'Öi mist alt, sem var nokkurs virði; hún vissi ekki einu sinni hvort hún mundi lesa Biblíuna ef hún hefSi hana. Ný náð. Já, hún hafði eitthvað að lifa á, hún liafði eftirlaunin. Hún þurfti ekki að fá sveitarstyrk eins og Jenners, það var þó náð, því hún gat aldrei sætt sig við hugsun um sveitarstyrk. Hún var ekki veik, að minsta kosti þurfti enginn að 'Stunda hana eins og gamla Jake, sem allir vildu helzt vera lausir við. Það var þó náð að fá að vera frísk. Ný náð. Ný á hverjum morgni. Heim- sóknir litlu stúlkunnar, já, það var ef til vill lítil náð, eins og Ester sagði, en hvílíkt gleðiefni fyrir hana voru ekki þessar heimsóknir, Ef hún aðeins hefði Biblíu. Það var sá tími að hún hefði lagt þessa ósk fram fyrir föðurinn á himnum, en það var fyrir löngu, löngu síðan, hún var fjarlæg honum nú. “Mamma,” sagði Ester þegar íhún kom heim, “hvað get eg gjórt fyrir frænku Jane? Hún er ósköp einmana, eða það er eitthvað að henni. Hún var alveg ólík sjálfri sér í morgun. Er ekkert sem við getunr gefið henni til að gleðja hana á nýársdag? Það er voðalegt að byrja nýárið hryggur í skapi.” “Bárn, þú veizt við höfum varla það sem við þurfum sjálf hvað þá heldur peninga til að kaupa gjafir handa öðrum.” “En er ekkert sem við höfurn, sem við get- uin gefið ?” spurði Ester. Ó, nú veit eg það. Nýja Biblían sem kom í kassanum frá Hamil- ton, við höfum öll okkar eigin Biblíur. Heldur þú ekki að það mundi gleðja frænku Jane?” “Eg veit það ekki. Mér hefir aldrei komið til hugar að gefa henni neitt. Ef hún á nokkra Biblíu þá er hún sjálfsagt göiinui og slitin, en þessi er svo ný og falleg. Hún hefði ef til vill ánægju af henni.” “Eg ætla að gjöra þetta. Eg ætla að gefa henni hana á nýársmorgun, og búa til fallegt nýárskort fyrir hana eins og við bjuggum til á skólanum.” “Eg er viss um hún hefir gaman af þvi.” Ester fékk sér strax pappír og mislita krít til að búa til kortiÖ. Nýársmorgunn var bjartur og kaldur. Frænka Jane kveikti upp í ofninum sínum og opnaði svo dyrnar svo hún gæti betur séð feg- urðina sem hún hafði eygt gegnum gluggann. Það var yndislega fagurt úti. Láréttir sólar- geislarnir spegluðu sig í glitrandi ísperlunum á greinum trjánna. Það var fallegt á eyðilegu lóðinni í kringum húsið hennar. Það var nýr heimur. Ný náð á hverjum morgni. Hér sá hún það. Svo varð henni litið á ljósbláan hatt, sem bærðist bak við steingarðinn. “Gleðilegt nýár, frænka Jane.” “Óska þér hins sama, litla vina mín. Er ekki nýárið í fallegum kjól í dag? Hún reyndi alt af til að vera glaðleg þegar Ester kom. “Það er ljómandi fallegt úti. Þegar eg leit út í morgun þá sagði eg við mömmu að það hlyti að vera líkt borginni, Nýju Jerúsalem, með marglita gimsteina í undirstöðunni, dyrnar úr perlum og göturnar skínandi gull.” “Það er nú langt síðan eg hefi hugsað nokk- uð um hina nýju Jerúsalem, Ester.” “Eg kom með nýársgjöf handa þér, frænka Jane." Og Ester tók lítinn pakka undan kápu sinni og rétti gömlu konunni. “Eg bjó kortið til sjálf. En nú verð eg að flýta mér heim, því mamma bíður eftir mér með morgunmatinn. En mig langaði til að færa þér þetta fyrst af öllu.” Eftir að Ester var farin opnaði Jane með skjálfandi höndum vinagjöf þéssa. Biblía! Hvernig gat barnið giskað á það. Ný náð á hverjum morgni. Lét Guð sér ennþá umhugað um hana? Já, vissulega. Fyrsta dag nýja árs- ins, slík náð. Nú átti hún Biblíu. Hún hélt bókinni með lotningu í höndum sínum, tár komu frarn í augu hennar, og hún ásetti sér að lesa Guðs orð á hverjum degi þetta nýbyrjaða ár. Hún leit aftur á kortið, þar sá hún innvitn- unina: Harmljóðin 3:32,23. Hún fletti upp þessum texta og las: “Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni.” Á þessu augnabliki fanst henni að náð Guðs endursþeglaðist í öllum ísperlunum fyrir utan húsið hennar, og að gimsteinar þessir væru til reiðu handa henni á hverjum morgni í fram- tíðinni. Kærleikur, von og hugrekki fylti nú hjarta Ihennar, sem áður hafði verið svo tóm- legt og gleðisnautt. P. Kloss. Enginn banki álítur dagsverki sínu lokið, fyr en hann hefir gjört upp reikninga sína fyr- ir daginn og fundið alt standa heima. Enginn kristinn maður ætti að enda svo daginn, að hann ekki fyrst rannsaki líf sitt og leggi það fram fyrir Guð í einrúmi og sjái til þess að alt sé í góðu lagi milli hans og skaparans. R. A. T.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.