Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 7
stjarnan 55 Hvítur sem snjór Einu sinni heimsótti Victoria drotning papp- írsverksmiÖju. VerksmiÖjueigandinn sýndi henni vinnustofurnar, og af því hann vissi ekki hver hún var þá sýndi hann henni einnig her- bergiÖ þa.r sem tuskurnar voru lagðar. Þar var mikiÖ af óhreinum rauÖum tuskum, svo hún 'Spurði undrandi: “Hvernig getur þetta nokkurn tiima orÖið hvitt ?” Eigandinn svaraði að þeir hefðu vissa efna- samsetningu sem tæki allan litinn burtu, jafn- vel úr þessum dökkrauðu tuskum. Fyrst eftir að hún var farin vissi verksmiðjueigandinn að þetta var drotningin. Tveimur dögum seinna fann drotningin á skrifborði sínu nokkrar arkir af hinum fínasta skrifpappír sem hún hafði nokkurn tíma séð. Nafn hennar var prentað með stórum stöfum á annað efra hornið á hverri örk, og á einni örkinni stóðu þessi orð: “Má eg biðja drotn- inguna að taka á móti sýnishorni af pappírnum sem hefir verið búinn til einmitt úr óhreinu rauðu tuskunum sem hún sá? Eg býst við að pappírinn veki undrun drotningarinnar. Má eg einnig minnast á það að eg fæ marga góða prédikun hér i pappírsverksmiðjunni. Eg skil hvernig Drottinn Jesús getur tekið hinn stærsta syndara og hreinsað hann af syndunum, þótt blóðrauðar séu, svo þær verði hvítar sem snjór. Eg skil líka hvernig hann getur ritað nafn sitt á hjarta syndarans. Eins og þessar umbreyttu, hreinsuðu tuskur koma til hallarinnar og njóta aðdáunar, þannig mun hinn frelsaði syndari að lokum fá inngöngu í höll hins volduga konungs konunganna. E. S. Sá sem trúir á Soninn Jim Fairhill stóð í miðjum garðinum sínum. Alt umhverfis hann voru yndisleg blóm, en það var ekki fegurð þeirra, sem hann virti fyrir sér, nei, það var gamla snotra húsið, sem hann horfði á. Það leit út fyrir að vera gamalt, en það var vel bygt og gott heimili. Hér höfðu forfeður hans búið hver eftir annan, og fram- vegis mundu menn halda áfram að búa þar. En sá tkni nálgaðist nú óðum þegar hann yrði að flytja þaðan, en hvert færi hann þá? Þetta var spurningin, sem hann var að velta fyrir sér. Heimilið var gleði hans og ánægja í þessu lífi, hann var stoltur af því. En þegar hann þyrfti ekki lengmr jarðneskt heimili hvað yrði þá um sálu hans? “1 húsi föður míns eru mörg híbýli.” Jim hafði oft heyrt þessi orð, en var nokkurt af þessum hibýlum tilbúið handa honum? Hann vissi að hann var syndari sem ennþá ekki haiði tekið á móti frelsinu í Jesú Kristi. Hann hafði ekki þessa frelsandi trú á hið úthelta blóð Krists, sem eitt getur hreinsað oss af allri synd. Hann hafði ekki fengið syndir sínar fyrirgefn- ar, svo hliðum hinnar helgu borgar var lokað fyrir honum, og með hverjum deginumi sem leið varð hann eldri, og nær þeim tíma er hann yrði kallaður inn í eilífðina, og hann vissi að hann var ekki viðbúinn að mæta Guði, eða lifa í félagsskap heilagra. Dagarnir liðu, og því meir sem Jim Fairhall hugsaði uim þetta þvi þunglyndari varð hann. Eitt kvöld þegar hann og kona hans sátu inni eftir að búið var að kveikja, þá flutti hann stól- >nn sinn nær ljósinu. Konan sat með sauma sína, en hann tók ekki dagblaðið eins og hann var vanur, heldur gamla Biblíu og fór að lesa í henni. Hann hélt áfram að lesa liægt og rólega, þar til eitt lítið orð dró að sér athygli hans, svo hann hætti að lesa. Hann sá það í nýju dýrð- legu ljósi, það voru aðeins fimm bókstafir, en heilagur andi lét þetta eina orð þrengja sér inn í dýpstu fylgsni hinnar angistarfullu sálar 'hans. “Sá, sem trúir á soninn hefir eilíft líf.” “Hefir,” endurtók hann með sjálfum sér. Eg trúi, þá hefi eg. Drottinn, eg trúi, hjálpaðu vantrú minni.” Nú var dauðaþögn um stund, svo sagði hann við konu sína: “Eg er frelsað- ur, nú veit eg það.” Hún leit upp og spurði undrandi: “Hvernig veiztu það?” “Það stendur hér,” svaraði hann og benti á versið í Biblíunni. “Hlustaðu nú á: “Sá, sem trúir á soninn hefir eilift líf.” Eg trúi, og eg hefi eilíft líf. Guðs orð segir það. E. S. Alþj óðasambandið útnefndi 12 næringar- efnafræðinga síðastliðinn október til að rann- saka lifnaðarhætti þjóðanna hvað matarnautn snerti. Nú hafa þeir afhent skýrslur sínar. Þeir segja að í flestum löndum skorti f jöldann ýms áriðandi næringarefni, til dæmis í Norður Ameríku hafa menn ekki nóg af lífsefnum (vitamins). Undanrenna er ekki metin eins mikils og hún er verð, og fóllc notar alt of mik- ið af sykri og sigtuðu hveitimjöli.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.