Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 8
STJARNAN 56 STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgefendur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjárn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Smávegis Bardaginn við Vimy 4.-10. apríl 1917 kost- aÖi 1 yy2 miljón dollara í skotfærum fyrir canadisku hermennina. Hugsa sér þaS fé notaS til eyðileggingar á einni viku. Vér eyddum biljónum dollara á stríSsárunum. MikiS af því fé var notaS til að viShalda heilsu hermann- anna. Á friSartímum eyðum vér litlu í samanburði við þaS til viShalds heilsu þjóSarinnar. ÞaS sem stjórn vor notar til aS fyrirbyggja og lækna sjúkdóma, halda viS almennum sjúkrahúsum, heilsuhælum og geSveikrahælum, er nálægt 51 miljón dollarar á ári. Hér er ekki imeStalinn kostnaður einstaklinga fyrir meSul og hjúkrun, eSa kostnaður viS líknarstörf einstaklinga eSa líknarfélaga. Heldur er þetta tillag þjóðarinn- ar til aS berjast á móti sjúkdómum. Ef tekinn er til greina kostnaður viS vinnu- tap og útgjöld einstaklinga vegna veikinda, þá múnu sjúkdómar kosta Canada þrefalt meira árlega heldur en stríSið mikla kostaSi þjóSina. ÞriSji hver imaSur í Canada deyr fyrir tím. ann af sjúkdómum sem hefSi mátt koma í veg fyrir Tæring drepur 7,500 manns á ári í Can- ada. MeS gætni og fyrirhyggju mætti smám- saman alveg útrýma þeirri veiki. 10,000 manna deyja árlega úr krabbameini i Canada. Ef menn verSa varir sjúkdómsins i tíma er hægt aS lækna hann. HeilbrigSisrann- sókn viS og viS mundi fækka til helminga þeim sem deyja úr þessum voSalega sjúkdómi. Hjartveiki leggur fjölda manna í gröfina á ári hverju í Canada. Ef þess er gætt í tima má hindra þessa sjúkdóma. í sumurn fylkjunum, sérstaklega vestur- fylkjunum hefir löggjafarvaldiS gjört tilraunir til aS styðja heilbrigðismálið. En allar tilraunir stjórnanna í þá átt, verSa árangurslausar, ef fólkiS sem einstaklingar og þjóS sýnir engan áhuga fyrir málinu. ÞaS er einkennilegt aS maSur fer strax méð bílinn sinn á vélastöS þegar hann heyrir ókennilegt hljóð í honum, og lætur rannsaka hann þar, en sami maður hirSir alls ekki um að láta læknir rannsaka heilbrigSis- ástand sitt fyr en hann er kominn vel á veg til grafarinnar.—Maclean’s Magazine, 15. apríl 1936. Sir John Orr segir oss aS hálf fimta miljón manna á Bretlandi hafi aSeins kringum 80 cent á viku til að kaupa mat fyrir. ÞaS má búast viS aS afleiSingin sé sultur og sjúkdómar. ÞaS er sorglegt aS í menningarlöndunum skuli finn- ast hundruS þúsunda af fólki, sem skortir næga fæðu þar sem imatvælin eru svo mikil að ekki er hægt aS fá markaS fyrir þau. Sir james Barrie reyndi aS komast eftir hvaða sögum börn hefSu mest gaman af. 70 ensk börn, drengir og stúlkur, voru samankom. in, og imeSal þeirra voru 6 sem helzt vfldu heyra álfasögur, 5 höfðu mest gaman af að heyra um loftskip og flugferSir, 8 tóku sjóferSasögur fram yfir allar aSrar. ÞaS sem Sir James furS- aSi mest var, að 44 af þessum 70 börnum vildu helzt heyra sögur um hernaS og bardaga. ÞaS virðist eins og hernaðarandinn sé í loftinu. “HvaS sem þér viljiS aS mennirnir gjöri yður, þaS skuluS þér og þeim gjöra.” HiS fyrsta þráSlaust skeyti yfir Atlantshaf- iS var sent 1901 frá Cornwall á Englandi til St. Johns á Newfoundlandi. Nú er fenginn markaSur fyrir slitna gúmmihringi, sem ekki duga lengur til aS nota á bílum. Bændur og burSanmenn í Kína hafa þá til aS negla neðan á skóna sína. Kína hefir ekki nóg af þessu ódýra efni svo gamlir gúmmí hringir eru nú fluttir þangaS frá Canada og Bandaríkj unum. Lögsóknin gegn Bruno R. Hauptman kost- aði Bandaríkjastjórnina tvær miljónir dollara. Oss er sagt aS Canada hafi eytt 66,400,493 dollurum fyrir tóbak áriS sem leiS, þar af voru 38 miljónir fyrir vindlinga. í Stjarnan flytur innilegt þakklæti til ein- hvers -vinar, sem sendi álitlega gjöf til starfs vors án þess aS láta nafns síns getiS. GuS launar þaS sem vel er gjört. S. Johnson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.