Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 4
6o ST J ARN A N Fjárhagur alheimsstarfsins Sjöunda dags Aðventistar leitast við að gjöra skyldu sína i því að láta heiminn verða aðnjótandi blessunar kristindómsins. Þeir trúa því að Guð hafi falið hinni kristnu kirkju þetta gtarf, og ef hún ekki framkvæmir það, þá af- neitar hún Drotni sínum. Hin guðlega skipun var að flytja fagnaðarerindið til "allra þjóða, kynkvísla, tungumála og fólks.” Til að framkvæma þetta hafa Sjöunda dags Aðventistar nú 'Starfsmenn í 325 löndum og eyjum víðsvegar um heiminn, sem nota 539 tungumál og mállýzkur. í læknaskóla þeirra og f jölda heilsuhæla eru hundruð lækna og hjúkr- unarfólks mentað, og tugir þessara helga lif sitt læknatrúboðsstarfinu í þeim löndum heimsins, þar sem þörfin er mest. f skólum þeirra eru kennarar undirbúnir til að fara út um heiminn til að stofna skóla, sem veita blessun siðmenn- ingarinnar og kristindómsins þeim, sem annars mundu fara á mis við slík hlunnindi. Þeir hafa stofnað prentsmiðjur í ýmsum löndum, þar sem prentuð eru rit á 169 málum um heilsufræði, bindindi, mentun og kristindóm. Rit þessi hafa ákaflega mikla útbreiðslu. Þeir senda út presta svo hundruðum skiftir, til að prédika í heiðnum löndum og koma á fót kristilegum stofnunum, til hjálpar hinum innlendu söfnuð- um þar. Eins og vænta má kostar þetta mikil fjár- útlát. Árið 1034 voru tekjur félagsins $9,893,- 214.67 til framkvæmda starfsins bæði heima og í útlöndum Af þessari upphæð $5,318,630.57 var tíund sem borguð var inn af meðlimum Sjö. unda dags Aðventista safnaðanna, hitt voru frjáisar gjafir til trúboðsins, gefnar af með- 'limum kirkjunnar og fjölda vina, sem árlega gefa í haustsöfnunina. Áður en kreppuárin komu voru tekjurnar frá 12 til 13 miljónir doll- ara á ári. Það gleður oss samt sem áður að þrátt fyrir miklu minni tekjur, þá hafa starfs- menn vorir með sjálfsfórn og ýtrustu sparsemi. haldið starfinu við, og ekki lokað neinni trú- boðsstöð, semt stofnuð hafði verið rneðan betra var í ári. Fyrir þetta erum vér mjög þakk- látir, bæði Guði og vinum vorum, sem svo trú- lega hafa hjálpað oss. Auk þess sem söfnuðir vorir borga tíund hafa þeir í Norður-Ameríku einnig sett sér það takmark, að gefa 40 cent á viku að meðaltali til trúboðsins. Meirihlutinn af fé voru er notaður til starfsins í heiímalandinu. í flestum borgum Ameríku er notað miklu meira fé heldur en gefið er af utansafnaðarfólki. Þeir, sem óska að gefa til kristindóms eða líknarstarfs heima eru hvattir til að gjöra það, sé því tekið fram að gjafirnar séu til þess, þá eru þær notaðar á þann hátt. Þeir sem hafa áhuga fyrir heið- ingjatrúboðinu, geta gefið til þess þar sem þörfin er svo tilfinnanleg. Vér treystuim því að allir vinir vorir, sem áður hafa styrkt starf vort muni gjöra það einnig framvegis, og að árið 1936 gefi oss marga nýja vini sem styðji starfið, svo stofn- anir þær, sem eru svo vel kamnar á.fót megi eflast og aukast framvegis og verða til bless- unar fleiri og fleiri þúsundum rnanna ár frá ári. W. H. Branson, (Varaforseti starfsins í Norður-Ameríku) Þar sem þörfin er meál Sjöunda dags Aðventistar leitast við að hjálpa til að útrýma holdsveikisplágunni þar sem hún er verst. Holdsveikranýlendur og lyf- söluhús eru stofnuð í ýmsum: löndum, þar sem fleiri hundruð sjúklingum er hjálpað á hverju ári. Beztu læknar og hjúkrunarfólk starfar þar og nota nýjustu aðferðir til að lækna sjúkdóm. inn. Mjög góður árangur hefir orðið af starf- inu undanfarin ár, og margir hafa verið lækn- aðir. Sjúklingar sem fara heilir heilsu burtu frá nýlendunum eru glaðir og hamingjusamir, eins og vænta má. Sjúkdómurinn hefir rniklar þjáningar í för með sér. Líkaminn er afskræmdur af kýlum, og andlitið ber vott um sársaukann. Eymd þeirra og hjálparleysi er hvöt til að liðsinna þeim fyrir þá, sem njóta heilsu og hamingju lífsins. Ætti ekki kærleiksandi Krists og al- mennur bróðurhugur að hvetja oss til að gefa eftir því sem efnin leyfa, til þess að margir fleiri sjúklingar megi ná heilsu aftur. Vér viðurkennum með þakklæti hjálp þá, er vér höfum fengið frá Brezka holdsveikrafélag- inu í Lundúnum, Ameríska holdsveikra trú- boðinu í New York, frá stjórn Norður Rho- desíu, Nyasalands, Belgian Congo, og frá þús- undum einstaklinga í ýmsum löndum, sérstak- lega í Ameriku. H. T. Elliott.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.