Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 6
Ó2 STJARNAN Þriðji spádómurinn, sem ljóslega er upp- fyltur er umi friSarmál þjóðanna meSan þær samtímis hertýgja sig hver í kapp viS aSra. Aldrei fyr voru svo mörg friSarþing haldin, eða svo vel grundaSir samningar meSal þjóSanna, eSa svo fullkomiS alþjóSa samband og alheims dómstóll. Og hugsiS ySur, nú samtímis eru lagSar fram ákaflega miklar fjárupphæSir til herbúnaSar, svo aldrei fyr hefir veriS dæmi til annars eins. Og aldrei hefir heimurinn haft svo voSaleg og áhrifamikil verkfæri sem nú, til þess í stórum stíl aS eySileggja líf og eignir manna. Langt er síSan GuS sagSi fyrir þetta tíma- bil um friSartal, og herbúnaS, sem aS lokum mundi leiSa til Harmageddon: “Margar þjóSir munu búast til ferSar og segja: “Komið, förum upp á fjall Drottins, til húss Jakobs GuSs, svo aS hann kenni oss sína vegu og vér megurn ganga á hans stigum, því að frá Zíon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum, og sniðla úr spjót- um sínum. Engin þjóS skal sverS reiSa aS annari þjóS, og ekki skulu þær temja sér hern- aS framar.” Jes. 2:3,4. “BoSiS þetta meSal heiðingjanna: BúiS ySur í heilagt stríS. KveSjiS upp kappana. All- ir herfærir menn komi fram og fari í leiSangur. smíSiS sverð úr plógjárnum yðar, og lensur úr sniSlum yðar. Hugleysinginn hrópi: Eg er hetja. Flýtið yður og komið allar þjóðir, sem umhverfis eruð og safnist saman. Drottinn, lát kappa þína stíga niður þangaS. Hreyfing skal koma á þjóðirnar og þær skulu halda upp í Jósafats dal; því þar mun eg sitja til að dæma allar þjóðirnar sem umhverfis eru.” Jóel 3:14- J7- “ISur mín, iður mín. Eg engist sundur og saman. Ó veggir hjarta míns. HjartaS berst ákaft í brjósti mér, eg get ekki þagað, því önd mín heyrir lúðurhljóminn, bardagaópiS.” Jer. 4:I9- “Því aS þeir eru djöfla andar, sem gjöra tákn og ganga út til konunga allrar heimsbygð- arinnar, til að safna þeim saman til stríSsins á hinum mikla degi guSs hins alvalda.—Sjá, eg kem eins og þjófur, sæll er sá sem vakir og varSveitir klæSi sín, tii þess hann gangi ekki nakinn um kring og menn sjái blygðun hans. —Og þeir söfnuSu þeim saman á þeim1 staS sem á hebresku kallast harmageddon.” Þessir tvöföldu spádómar eru sýnilega uppfyltir og bera með sér guðlegan uppruna. Hinn fjórði spádómur og uppfylling hans snertir ástandiS í heiminum rétt áSur en Jesús kemur aftur. Jesús segir: “Og þeir munu falia fyrir sverSseggjum og herleiddir verða til allra þjóða, og Jerúsalem mun verSa fótum troðin af heiðingjum, þangaS til tímar heiS- ingjanna eru liðnir, og tákn munu verSa á sóiu, tungli og stjörnum, og á jörðunni angist meSal þjóSanna í ráðaleysi við dunur hafs og briim- gný.” Eúk. 21:24, 25. Á tíu ára tímabilinu frá 1914 til 1924 geys- aði hið voðalegasta stríð sem sagan þekkir. Hin skelfilegasta hundursneyð, hin almennasta sjúkdómsplága, og tveir verstu jarðskjálftar, sem menn hafa sögur af. ViS þetta bætist f jár- kreppa þessara síðustu ára, óvild milli þjóð- flokka, fjárhags og stjórnarvandræði í öllum löndum. Það, er ekki aS furða þó H. G. Wells segi að menningarskipið sé aS sökkva. Og nafnkunnur stjórnmálamaSur kannast við að "ótti, þessi versti óvinur mannsins hefir yfir- höndina hjá oss öllum nú á tímum.” Fimti spádómurinn um 'hina síðustu daga er uppfyltur í stjórnleysi því og glæpum, sem nú eiga sér staS í heiminum. HeimiliS, sem átti að vera gróðrarstía góðs siðferðis er niðurbrot- ið. HjónaskilnaSur fer í vöxt. Miljónir for- eldra sækjast aSeins eftir skemtunum en van- rækja skyldur sínar. SiSspillandi rit og hreyfimyndir eitra og eyðileggja hugsunarhátt barna og unglinga. Tóbaksnautn, víndrykkja og áfengisnautn af ýmisu tagi leiSa miljónir manna til glötunar. Fangelsin eru full, en samt eru um 2 milj- ónir ræningja og annara glæpamanna, sem ganga frjálsir um göturnar. DagblaSiS Chicago Examiner segir: “Glæpir eru öflugasta iSnað- argreinin í Bandaríkjunum, og kostar þjóðina meira en atvinnulausra styrkurinn. LögleysiS var eitt af táknurn tímanna, sem hið óskeikula orð benti á fyrir nærri 2,000 árum síðan, og sem sýnir ó tvírætt að vér lifum á síðustu tím- um þessa heims. “En vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því aS mennirnir munu verSa sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ó- haldinorðir, rógberandi, bindindisíausir, grimm- ir, ekki elskandi þaS sem . gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðar fullir, elskandi mun. aðarlífiS meira en GuS, og hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar..... en vondir menn og svikarar munu magnast i

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.