Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 7
ST J ARN AN 63 vonskunni villa aÖra og villuráfandi sjálfir. 2. Tím. 3:1-5,31. Sjötti spádóvmrinn, sem er svo siáandi upp- fyltur á vorum dögum er afturförin í trúar- efnum. Eitt af einkennum isíðustu daga sem postulinn nefnir er að menn “elska munaðar- lífiS meira en Guð, og hafa yfirskin guðhræðsl- unnar en afneita krafti hennar.” Jesús setur líka fram þessa aívarlegu spurningu: “Þegar mannsins sonur kemur, mun hann þá finna trú á jörðu?” 2. Tím. 3:1-5. Lúk. 18,8. “Og þetta skuluÖ þér þá fyrst vita, að á hinum síð- ustu dögum munu koma spottarar meS spotti, er fram ganga eftir eigin girndum og segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur alt við sama, eins 0g frá upphafi veraldar.” 2. Pét. 3:3,4. Þótt fjöldinn beri nafnið og fylgi ytri siðum kristindómsins, þá hafa miljónir manna verið rændir trú sinni á Guð, og trúin á inn- blástur biblíunnar hefir verið eyðilögð. 1 flest- um löndum hefir guðleysið hafið sig upp til út- rýmingar söjnnuimi kristindómi. En minriist þess að “þegar þér brjótið niður og eyðileggið trú manna og lotningu hans fyrir því gnðlega og kristilega og sviftið hann voninni um eilíft líf,' þá hafið þér eyðilagt grundvöll þann, sem félagslíf manna byggist á.” Sjöundi spádómurinn sem uppfyltur er á vorum tíma, er ura1 flutning fagnaðarerindisins til allra þjóða heimsins. Jesús sagði: “Og þessi fagnaðarboðskapur um ríkið, mun pré- dikaður verða um alla heimsbygðina, til vitnis- burðar öllum þjóðum og þá mun endirinn koma.” Matt. 24:14. Það er undravert að at- huga, að þrátt fyrir ímyndun Voltaires að Biblían yrði ekki prentuð lengur, og þrátt fyr- ir árásir guðleysingja og gagnrýnenda, þá er meira prentað af Biblíunni nú heldur en nokk- urri annari bók í heiminum. Bókin flytur nú boðskap lífs og kraftar á nærri eitt þúsund tungumálum, og trúboðar, sem ekki hafa mist sjónar á krossfestum, upprisnum og komandi frelsara, fiytja forlíkunarboðskap krossins í nær því ölium löndum heimsins. Biblían segir fyrir um ástand og atburði nú- tímans. Vísindi, uppgötvanir, auðsafn og f jár- mál, friðarþing og herbúnaður, glæpir og guð- leysi, og útbreiðsla fagnaðarerindisins út um heiminn, alt þetta eins og i einu hljóði vitnar um a$ vér lifum á tíma endisins, að endurkoma Krists er rétt fyrir höndum. Jesús sté persónuiega upp frá Olíufjallinu, og hann “mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himin's,” sögðu englarnir við lærisveinana. Post. 1:11. “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upprísa, síðan munum vér sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum, til fundar við Drottinn í loftinu, og síðan mun- um vér vera með Drotni alla tíma. “x. Þess.. 4:15-17. Ský nam hann frá augum þeirra, og um endurkomu hans er sagt: “Sjá, hann kem- ur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann.” Opinb. 1 :J. Englar mynduðu skýið sem nam. hann úr augsýn, og þegar hann kemur aftúr í dýrð sinni, þá korna allir englarnir með honum. Matt. 25:31. Fyr kom hann sem ungbarn og var lagður í jötu í Betlehem. Nú kernur hann sem konungur konunganna til að gefa öllum lærisveinum sínum eilíft líf. Biðjum af öllu hjarta eins og Drottinn kendi oss: “Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.” R. F. Cottrell. Fagnaðarerindíð á Nýju Guineu Fyrir 5 árum síðan var fjalllendi Nýju Guineu alveg ókannað. En gullnámumenn klifruðust yfir f jallgarðinn á austurströndinni, og komu þá inn í nýtt og óþekt land, með smá- hæðum og trjálausum dölum. Þar fundu þeir líka fólk svo hundruðum þúsunda skifti, sem hafði alt aðra lifnaðarhætti heldur en féiagar þeirra, sem bjuggu niður við strendurnar. Fæð- an var einungis það sem framleitt var af jörð- unni, nema ef svo bar til að þeir gætu veitt rottu eða eitthvað þessháttar. Fólkið kunni vel garðrækt. Landið á þessu svæði er um 5—7 þúsund fet yfir sjávarmál. Loftslag er svalt en ekki kalt. Fólkið er heldur lítið vexti, það notar engan fatnað og er sæmilega heilsu- hraust en ákaflega óhreinlegt. Óþrifnaður, kæruleysi, sífeld stríð milli þorpanna, voðaleg sár eftir örvar, sem ekkert var við gjört, sorglegt ástand kvenna, vonleysi æskulýðsins og hugsjónin um hver breyting gæti orðið á öllu þessu fyrir áhrif fagnaðar- erindisins, var sterk hvöt til að hjálpa þessu fólki. Ásamt fleirum trúboðsfélögum þá brugðu Sjöunda dags Aðventistar skjótt við og stofnuðu starf þarna á Nýju Guineu. W. G. Turner.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.