Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 10
66 STJARNAN aS drengurinn mætti vera kyr og þyrfti ekki aS fara aftur til Mukonka. Drengupnn var svo glaSur yfir þessu að hann stökk og hoppaÖi og klappaSi saman höndunum. TrúboSinn gaf honum nýtt nafn og kalláSi hann Walter. Allir á Rusangu trúboSsstöSinni þekkja Walter. Hann gengur þar á skóla og lærir aS lesa og skrifa. Þegar kennarinn segir sögur úr Biblíunni hlustar Walter á meS mestu eftirtekt. Hann fer á hvíldardaga skólann á hverri viku, og lærir minnisversiS sitt. Eg vildi bara þiS gætuS heyrt hann syngja. Mabel E. Robinson. Skólar í Kenya nýlendunni W. H. Taylor, eftirlitsmaSur skólanna í nýlendunni í Austur Afríku, sem átt hefir mik. inn þátt í imentun hinna innfæddu, heimsótti nýlega skóla vorn í Kamagambo, og ýmsa smærri skóla þar í nágrenninu. Hann segir meSal annars: “Stjórn skólans og niSurröSun námsgreina virSist hin bezta. Námsbækurnar eru mjög hentugar. Önnur trúboSsfélög ættu aS fylgja dæmi ykkar í því aS prenta og nota reiknings- bækur og lestrarbækur á innlendu máli. Mál- fræSiskenslubókin á Luo Swahili málinu er líka ágæt. Bækur þær, sem kennararnir hafa þar aS auki á Kiswahili málinu og annaS af léttu les- máli er líka mjög mikilsvert. “Mig furðar líka á því hve mikiS skólarnir geta gjört til aS mæta sínum eigin þörfum. Það er eflaust vegna hinnar ágætu reglu aS borga tíund, aS trúboSið getur staSist slík út- gjöid sem þaS hefir. “Eg var líka hrifinn af því hvernig reikn- ingar voru haldnir yfir allar tekjur og útgjöld hvers skóla ár frá ári. Þetta er nókkuS sem eg einnig vildi mæla með að aðrar trúboSs- stofnanir skyldu gjöra. ÞaS er alveg undra- vert hve gott og mikiS starf þessir lítt mentuðu kennarar geta Íeyst af hendi. ÞaS eru góS meS. mæli fyrir kennaramentunina, sem þeir fá á undirbúningsskólanum. Eg var hrifinn af hugrekki því og framsýni, sem skólinn bar vott um og hve fullkomin og nákvæm kensla var gefin í Biblíunni. “Fleiri lítil hús, sem notuS eru til heima- vistar er aiveg ólíkt því sem venja er á öSrumi heimavistarskólum. En þaS er ágætt aS hafa lítil heimili, og mikils vert aS íylgja svo ná- kvæmlega sem hægt er góðum innlendum siS- um. STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgeferidur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. í nafni trúboðsnefndarinnar þökkum vér hérmeð öllum sem gáfu af fé sínu til alheims starfs vors áriS sem leiS. Allar þessar gjafir og miklu meira, hefir veriS notað til fram- kvæmda starfsins bæði heima og í öSrum lönd- um. Skýrsla þessi gefur hugmynd um starf félags vors. Hinir trúföstu starfsmenn vorir, sem hafa yfirgefið föðurland sitt og vinna fyrir litlu kaupi, þar sem erfitt er að vinna eru þess verSugir aS þeir séu studdir. Til þess að halda uppi starfinu til líknar nauðstöddu mannkyni, gefum vér ySur hér með, gegnum fulltrúa vora tækifæri til aS styðj- a starfið áfram, Ef þér ekki hafiS gefiS fulltrúa vorum, en óskiS aS eiga hlut í hinu göfuga starfi, þá verS- ur það með þakklæti meðtekiS og viSurkent, ef þaS er sent til: The Treasurer, General Conference of Seventh day Adventists, Takoma Park, Washington, D.C. Englar Drottins standa á verði KristniboSi einn segir svo frá: Foreldrar mínir bjuggu lengi á bændabýli einu þar sem þau leigSu hálfa íbúðina. ÞaS var nokkurs konar hvelfing yfir innganginum. Vinstra megin í ganginum var brattur stigi sem lá upp í þann hluta hússins, sem viS bjuggum í. Eitt kvöld seint um haust kom systir mín, sem var 7 ára gömul heim frá þorpinu og gekk upp stigann. ÞaS var kolsvarta myrkur. Þegar hún var komin upp sagði hún foreldrum mínum aS þaS hefSi einhver veriS á ganginum, sem þrýsti henni upp að veggnum til vinstri handar, svo hún hefSi mátt til að ganga þétt meS veggn- um rétt þangaS til hún kom aS dyrunum á íbúS vorri. Pabbi og marama tóku strax ljós til aS sjá hvaS um væri aS vera. En hvaS sáu þau? Kjallarahleranum hafði af ógáti ekki veriS lok. aS, og varla þrjú fet frá stiganum var hiS myrka djúp. HefSi litla stúlkan gengiS beint

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.