Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 11
STJARNAN 67 áfram þá hefði hún falliS 16 til 20 fet niSur En einhver hafSi varSveitt hana og þrýst og lent á gólfinu í kjaliaranum. henni til hliSar inn aS veggnum. E. S. Frá starfi trúboðanna Frá 26. maí til 8. júlí í sumar héldu ASvent. istar alsherjar ráSstefnu í San Francisco. Þar voru samankomnir fulltrúar félagsins frá öllum áttum heimsins, til aS ræSa um hiS mest áríS- andi málefni sem finst á nokkurri dagskrá i heiminum, ]?aS er útbreiSsla fagnaSarerindis- ins til allra kynkvísla, þjóSa, tungumála og fólks. Fulltrúar þessir sögSu frá mörgum at- vikum í sinni eigin og annara reyslu, sem sýna aS GuS sjálfur er meS í verkinu og leiSir þjóna sína nú alveg eins og hann leiSbeindi spámönn- um sínum1 og postulum í fyrri daga. Eftir- farandi eru fáein af þeim mörgu uppörfandi og trúarstyrkjandi atvikum, sem þar var sagt frá, og síSan prentaS í kirkjublaSi voru: “Re_ view and Herald.” éT. Johnson. Guð lítur eftir starfi sínu ÞaS var fyrir mörgum árum, meSan starf vort var í byrjun i Austurálfunni, aS lítiS var um peninga og bræSurnir komu saman á ráS- stefnu. Einn bræSranna hvatti nú mjög alvar. lega til þess aS dregnir væru út úr bankanum þeir peningar, sem! félagiS átti þar innistand- andi. Sumir hinna spurSu hvers vegna þeir skyldu gjöra þaS, því bankinn væri áreiSan- legur og peningamarkaSur stöSugur. En sá, sem uppástunguna gjörSi svaraSi: “Eg hefi mjög ákveSiS hugboS um aS viS ætt- um aS draga út peningana. ViS höfum ekki mikiS, en þaS er betra en ekkert.” Vér viturn.' þaS vel aS GuS er ekki kominn upp á peninga, en hann varSveitir eignir barna sinna eins og hann sér bezt henta, og fram- kvæmir jafnvel kraftaverk til aS sjá fyrir þörf- um þeirra. “Jæja, skrifiS þiS þá ávísun upp á þaS sem viS eigum á bankanum,/Og lofiS mér aS fara meS hana á bankann. ÞaS skaSar okkur ekki. ViS höfum þá peningana í höndunum og engu aS tapa þó hugboS mitt reynist ástæSu- laust. LofiS mér aS fara meS ávísunina.” Einn af bræSrunum svaraSi: “ÞaS er ó- mögulegt héSan af. ViS höfum talaS svo lengi urn þetta aS klukkan er yfir 3 og bankinn er lokaSur.” “HirSiS ekki urn þaS,” svaraSi hinn, lofiS mér aS fara. Eg verS aS fara þangaS.” Loks létu bræSurnir undan þrábeiSni hans, skrifuSu ávísunina og af'hentu honum. Hann fór á bankann og fann aS hann var opinn. Hann fór upp aS gjaldkera glugganum og sýndi ávísunina. Þegar gjaldkerinn sá manninn og ávísunina greip hann skammbyssu sína og spurSi: “Hvernig komstu inn?” “Eg kom inn um dyrnar,” svaraSi hann. “ÞaS er ó- mögulegt, eg lokaSi dyrunum og læsti þeirn rétt áSan. Eg læsti dyrunum.” “En þær voru opnar núna,” svaraSi bróSir vor. Hann rétti gjaldkeranum ávísunina og fékk peningana út á hana, alt, sem þeir áttu inni á bankanum. Morguninn eftir stóS auglýsing utan á byggingunni: “Bankinn er lokaSur.” Hann var aldrei opnaSur aftur. Vinir mínir, hver knúSi manninn til aS taka út peningana svo þeir töpuSust ekki? “Eg Drottinn GuS þinn er sá, sem kenni þér aS gjöra þaS, sem þér er gagnlegt.” Jes. 48 :i 7. Eldurinn fór framhjá F. B. Armitage sagSi frá hvernig heimili hans og fjölskylda varSveittust frá eldi einu sinni meSan hann var burtu á ferSalagi. Hann segir svo frá: “Ef fór frá stöSinni snemma um morgun- inn, en sama daginn undir kvöldiS kom lítill drengur til Mrs. Armitage, þar sem hún var aS vinna og æpti: “ÞaS er eldur í grasinu, þaS er eldur í grasinu.” TrúboSsstöSin var í dalverpi einu, og ein- hversstaSar neSar í dalnum hafSi kviknaS í grasinu, og vindblærinn bar eldinn í áttina til vor. GrasiS var þurt og víSa 4-5 fet á hæS, svo þaS má nærri geta hvilík hætta var á ferS- um. Mrs. Armitage var ein heima meS ung- barniS sitt og munaSarlausu fósturbörnin. ViS vorum búin aS vera þarna aSeins stuttan tíma, svo eg hafSi ennþá ekki getaS plægt í kring til aS verjast eldi. ÚtlitiS var sannarlega voSa- legt. “í nokkur augnablik horfSi Mrs. Armitage á eldinn og sagSi svo viS sjálfa sig: “Okkar

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.