Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 13
STJARNAN þú komiS m;eÖ þennan bát hingaÖ?” ,Nafn bátsins var “Advent Herald.” “Eg kem hingaS til að vinna trúboðsstarf, og ætla að hafa bátinn til að sigla kringum eyj- arnar og á milli þeirra.” “Hvernig getur þú siglt milli eyjanna án þess að hafa einhvern með þér, sem þekkir hina óteljandi boða og blindsker sem hér eru í sjón- utnj?” “Eg veit það ekki, en Guð veit það,” svaraði Jones. “Er það svo?” sagði verzlunarmaðurinn. “Eg skal gjöra nokkuð fyrir þig, eg skal láta þig fá skips- drenginn minn. Þú getur vel ferðast um kring, ef þú hefir hann fyrir leiðsögu- mann.” Var ekki þetta ó- vænt og dásamleg hjálp? Næst fór Jones til að heimsækja stjórnarfulltrú- ann, sem réð fyrir eyjunum. Þessi maður var ekki trúað- ur og lifði alls ekki kristi- legu íífi, en hann spurði Jones hvar hann ætlaði að byrja að starfa og hann svaraði: “Eg er ekki alveg viss um það, en eg bið Guð á himn- um að leiðbeina mér. Eg er þjónn hans og óska að fylgja bendingum 'hans.” Landstjórinn svaraði: “Eg skal leiðbeina þér hvert þú átt að fara. Eg held eg þekki kynkvísl, sem mun taka þér vel.” Vinir mínir, hann tók Jones og konu hans til þorps Titan- ges og þar byrjuðu þau að starfa með góðum árangri. Hverjum var það að þakka að Jones komst á réttan stað þar sem bezt var að byrja? Voru það hans eigin vitsmunir og skarpskygni? Nei, en Guð var með honum og Íeiðbeindi honum. Ekkert nema sJúlka Hér er önnur saga frá Nýju Hebrida eyj- unum. Það var stúlka þar, sem langaði til að 69 fara á skóla. En meðal heiðingjanna þar á eyjunum er kvenmaður einkis metinn. Þessa ungu stúlku langaði svo mikið til að fara á skóla að hún bað föður sinn um leyfi til þess. “Nei,” svaraði faðir hennar. “Þú ert ekkert nema stúlka. Hvað ættir þú að gjöra á skóla? Earðu út og passaðu svínin.” Stúlkan hélt á- fram að biðja að lofa sér, svo faðir hennar sagði að lokum: “Ef höfðinginn leyfir þér að fara, þá máttu það.” Svo fór stúlkan til höfðingjans og bað um leyfi. Höfðing- inn virti hana fyrir sér og sagði: “Þú ert ekkert nema stúlka, hvað átt þú að gjöra á skóla?” Stúlkan hélt áfram beiðni sinni svo höfðinginn sagði að lokum: “Farðu burtu. Eg er reiður við þig.” Stúlka þessi fór á skóla á annari eyju og var þar x þrjú ár. Eg hafði þá á- nægju að vei'ða henni sam- ferða á bátnum, sem tók hana heirn aftur. Þar sem við lentum er versta höfnin á eyjunum, þar hafa fleiri hvítir menn farist heldur en á nokkurri annari höfn í Kyrrahafinu. Stúlkan lenti þar. En sú breyting sem orðin var á henni. Þegar hún fór heirnan að hafði hún aðeins mittisskýlu, nú var hún klædd í hreinan, hvitan kjól. Augu hennar ljómuðu af gleði. í hönd- unum hélt hún á Biblíu og sálmabók. Vinir hennar þektu hana þegar hún kom í land. Litlu seinna varð eg að gjöra það, sem mér fél! rnjög þungt, það var að skilja þessa stúlku einsamla eftir meðal hinna heiðnu íbúa. Eg sá tárin renna niður kinnar hennar og spurði hana: “Mirjarn, viltu koma til baka?” “Nei,” svai'aði hún, “eg ætla að staðnæmast hér, Guð vill að eg vinni fyrir fólk mitt.” Svo sigldum við í burtu, en hún tók til starfa. Hún lieimsótti ættingja sina og söng fyrir “Treystið Guði”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.