Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 14
7o STJARNAN þá kristilega söngva. Þegar hún hélt að hún væri búin aíS syngja nógu mikiÖ, þá fór hún aÖ segja þeim frá hinum mikla höfðingja þarna uppi. Hún talaði við þá um Jesúm. Hún sagði þeim ,að hann hefði anda og það væri góður andi, hans andi mundi gjöra þá mjög hamingjusama, hann mundi gjöra þá hreina og heilsugóða, og það yrði veruleg blessun fyrir fólkið þeirra. Gömlu mennirnir hlóu fyrst að henni og sögðu: “Þú ert ekkert nerna stúlka. Til hvers ert þú að tala við okkur ?” Þeir urðu svo reiðir við hana að nærri lá að þeir legðu hendur á hana. Þá sagði hún við þá með hóg- værð og kristilegri alvöru: “Hlustið á mig, feður minir, hlu-s-tið á mig mæður mínar. Eg ber virðingu fyrir yður, og samkvæmt lögum vorum á eg að hlýða yður. En eg hefi lika annan föður, sem er á himnum og eg þarf að segja ykkur að hann er faðir ykkar líka, Aftur fóru þeir að hlæja að henni og hún sagði: “Það er ekki eg sem þér hlæið að, heldur hinn mikli höfðingi, sem er á himnum.” Nú urðu mennirnir stiltari og kvenfólkið fór að taka betur eftir. í stuttu máli að segja, það kom undraverð breyting yfir fólkið. Nú höfum vér söfnuð þar með 30 meðlimum. Hver kom þessari breytingu til leiðar? Var það Mirjam? Alls ekki, vinir mínir. Það var Guð. Hann sem segir til þjóna sinna: “Óttast þú eigi, því eg er með þér, lát eigi hugfallast því eg er þinn Guð, eg styrki þig, og hjálpa þér, eg styð þig með hægri hendi réttlætis míns.” Jes. 41 :io. --------------- A. H. Piper Meðal Inca Indíána F. E. Bresee frá Suður-Ameríku segir: Eg ber yður kveðju frá 9844 trúsystkina vorra, ■sem á hverri viku safnast saman í 293 hvíldar- dagaskólum. Vér höfum einnig 123 unglinga- félög og yfir 4,000 nemendur í skólum vorum. Það er uppörfandi og hrífandi að sjá trú- mensku og fórnfýsi meðlima vorra i tíundar- borgun og frjálsum gjöfum. Árið sem leið kom inn frá þeim í tíund og fórnum 30,000 dollarar. Þetta hlýtur að hafa kostað sjálfs- afneitun, því fjöldinn af fólkinu er fátækur af jarðneskum gæðum. Ein Indíána kona misti allar eigur sínar fyr. ir aðgjörðir vondra manna þegar hún meðtók sannleika fagnaðarerindisins, svo hún var neydd til að flýja til vina sinna sem aumkvuðust yfir hana, og tóku hana inn á heimili sitt. Þessi trúsystir vor er komin hátt á níræðisaldur. 1 nokkur undnfarin ár hefir hún búið 18 mílur frá næsta samkomustað vorum, svo að það er 36 míina ferð fyrir hana, að koma á hvíldar- daga samkomur. Þar eru hvorki járnbrautir, strætisvagnar né bílar. Hún verður að fara fótgangandi alla leið, og hún fer ekki þetta aðeins við og við, heldur stöðugt á hverri viku, því hún sýndi mér viðurkenningar spjöld fyrir þátttöku í 'hvíldardaga skólanum vikulega í meir en 4 ár. Hún hef ir 'enga peninga, en sein- ast þegar eg var við kirkju þar lagði hún tvær kartöflur á diskinn. Þessi aldraða systir gaf það sem henni hafði verið ætlað í miðdagsmat á hvíldardaginn. Frá héraðinu við mynni Amazonf I j ótsins Mynni Amazonfijótsins er hið stærsta í heimi. í þvi liggur eyja ein, sem er eins stór og England. Hafskip geta gengið 2,300 mílur upp eftir fljótinu og að meðtöldum smærri ám, sem renna í það þá höfum vér 30,000 mílur af skipgengum ám á trúboðssvæði voru. Síð- astliðin ár hafa voðalegar hitasóttir gengið yfir þetta svæði. Vér höfum séð marga gagntak- andi sjón á ferðum vorum. Á einu heimili fundum vér þrjú börn, hið elzta aðeins 8 ára að aldri, faðir þeirra hafði dáið, en móðirin var búin að vera í burtu í þrjá daga og börnin höfðu ekkert að borða. Á öðru heimili fund- um vér 6 mánáða gamalt barn, sem lá í hengi- rúmi hjá móður sinni sem var dáin. Fjölskyld. an var öll dáin nema þetta eina barn. Vér höfum ennþá ekki getað fengið læknir fyrir þetta hérað, en. hjúkrunarfólk vort hefir hjálpað um 3,500 manns á ári þessi síðastliðnu 4 ár. Stjórnin hefir lagt oss til meðulin ó- keypis. Fyrir nokkrum árum síðan vorum vér á ferð að heimsækja fólk, sem bjó langt í burtu. Innfæddur maður sem með oss var benti mér þá á heimili þar sem maður nokkur bjó, er hataði oss og gjörði alt, sem hann gat til að hindra starf vort. Eg fékk löngun til að heim- sækja þennan mann, og þvert á móti ráðlegg- ingu vinar míns staðnæmdist eg fyrir framan húsið. Konan kom þá hlaupandi út og sagði: “Guð hefir sannarlega sent þig hingað. Mað- urinn minn er mjög veikur. Þegar eg kom inn og hann sá mig fölnaði hann upp. Hann gat ekki mælt orð frá munni um stund. Vér hjúkr- uðum honum og sögðum konu hans hvað hún ætti að gjöra fyrir hann. Um leið og vér kvöddum sendum vér upp þögula bæn til Guðs að hann vildi lækna hann og snúa hjarta hans. Þegar vér komum til baka var hann á góðum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.