Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN SEPT., 1936 LUNDAR, MAN Ráðgáta lífsins Lífi'Ö færir meÖ sér bæÖi sorg og gleÖi, von- brigÖi og uppfyltar vonir. Vér getum alls ekki .skiliÖ hin ýmsu atvik og reynslu mannlífsins, vér hugsum og ígrundum en eruim alveg ófærir til aÖ ráða gátuna. Mótlæti af ýmsum tegund- um, sjúkdómar, slys og dauði, eru leyndardóm- ar, sem vér aldrei getum skilið til fulls í þessu lífi. Eg hefi hugsað um þetta margsinnis þeg- ar eg hefi heimsótt sjúklinga, eða þá, sem mist hafa ástvini sína, og þegar eg hefi séð skilnað elskandi vina eða fylgt hinum framliðnu til hins síðasta hvíídarstaðar. Eiginmaður og faðir. Eiginmaðurinn og faðirinn liggur veikur. Sjúkdómurinn versnar, smátt og smátt þverra kraftarnir, og að lokum sofnar hann hinum síðasta blindi. Hann skilur eftir ástríka eigin- konu og ósjálfstæð börn, sem nú hafa engan til að sjá fyrir sér nema móðurina, sem nú stendur ein uppi. Hún verður að taka upp á sig ábyrgð og erfiðleika lífsins og vinna sjálf fyrir börnunum sínum. Hún er guðrækin kona. Hún veit á hvern hún trúir. Alt í frá barn- æsku sinni hefir hún reitt sig á hann, og þótt hún geti ekki skilið hvers vegna hún þarf að liða þennan sára missi, þá trúir hún að Guð stjórnar öllu til hins bezta bæði fyrir hana og litlu börnin hennar. Hún veit að Guð er faðir föðurlausra og forsvar ekknanna, og að hann muni gefa henni sinn kraft. Guðrækin móðir. í gær var guðrækin kona jarðsett. Hún var elskuleg kona, vel innrætt og hafði gefið líf sitt til eflingar Guðs ríki ásamt manni sínum, bæði heima og í fjarlægu landi. Hún skilur eftir syrgjandi eiginmann og hálfvaxin börn, einmitt á þeim aldrei þegar áhrif móðurinnar eru nauðsynlegust til að leiðbeina þeim. Hún var á bezta aldri og bæði andlega og líkamlega heilbrigð. Hversvegna var það leyft að hún væri hrifin burt? Þetta er ein af hinum alvar- legu ráðgátum lífsins. Vér getum ekki skilið það nú, en seinna munum.vér skilja það. Þang- að til að það verður opinberað fyrir oss, þá trú- um ,vér þó að það var miskun og kærleikur, sem leyfði það og stjórnaði því öllu. Efnilegur unglingur. Ungur maður dó af slysi nýlega. Um morguninn fór hann út hraustur og glaður. Hann var áhugasamur og setti sér hátt takmark í lífinu. Hann var að búa sig undir starf í þjónustu Guðs ríkis. Um sólarlag var hann kaldur nár. Hann var augasteinn foreldra sinna, og fyrirmynd félaga sinna. Hvers vegna var þessi ungi maður hrifinn burt á morgni lífsins? Hér mætir oss önnur ráðgáta þessa hverfula lífs. Guð einn veit það, og hann var hinn bezti vinur þessa unga manns og hinna syrgjandi foreldra hans. Vér trúum ekki að Guð hafi stjórnað því þannig að slysið vildi til, en hann hefir liðið það. Varðengill drengsins hefði getað hindrað slysið, en hann gjörði það ekki, og vér trúum því, að hann, sem er alvitur og kærleiksríkur, stjórnaði því eins og bezt var, þó vér skiljum það ekki. Einhvern tíma á landi lifandi manna, mun verndarengill drengsins eða Jesús sjálfur, skýra fyrir hinuim syrgjandi foreldrum, hvers vegna leyft var að þau mættu þessari þungu reynslu. Þá munu þau sjá það sem þau nú ekki geta séð að alt verður þeim til góðs, sem Guð elska, og að hann.vill ekki hryggja mannanna börn að nauðsynjalausu, en hann leyfir stundum að þau líði vonbrigði, eignamissir, sjúkdóm eða dauða, af þvi hann á einhvern hátt getur stjórn. að því þannig að það uppfylli tilgang hans mönnum til frelsunar.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.