Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 75 Drottins útvöldu. Og fyrir þetta vonarljós hans, og hafa þá trú ;sem veitir oss styrk og getum vér fagnað mitt í sorginni. hugrekki eins og vér sæum hinn ósýnilega. Guð gefi að vér megum finna til nálægðar R. H. Áhrif unglingsins Blíður andvari blés gegnum gluggan á skrif- stofu kaupmannsins í Martinburg og lék við gráu lokkana gamla mannsins, sem sat þar við skrifborðið. En gamli Joe Bently, sem var bæði eigandi og umsjónarmaður verzlunarinn- ar tók hvorki eftir golunni né hinum fjöruga fuglasöng, sem heyrðist gegnum gluggann, hann sat þarna í djúpum hugsunum. Það virtist nærri því ómögulegt að það væru 6 ár síðan Arthur, glóhærði drengurinn hefði komið þangað, til að biðja um vinnu. í þá daga vissu allir að Joe var harður húsbóndi. Skip- unum hans var hlýtt af ótta, því allir þektu skap hans. Það mátti búast við að hann ræki menn burt úr vinnunni hvað lítið sem honum mislíkaði við þá. Þegar Bentley stóð þar og leit unglega andlitið fyrir framan sig komu gamlar enduríminningar í huga hans. Hann hafði einu sinni átt dreng, en misti hann áður en hann gat nefnt na'fn föður síns. Móðirin tók sér missirinn svo nærri, að hún skömmu seinna var lögð til hvíldar við hliðina á litla drengnum í kirkjugarðinum. Ávalt síðan hafði gamli Joe verið reiður við Guð og vildi ekkert sýsla með nein trúarbrögð. Hann var að nátt- úrufari óþýður í viðmóti, en ekki batnaði hann við þetta. Geðvonska hans var næstum óþol- andi, en þegar hann horfði á bláu augun drengsins sem stóð fyrir framan hann datt lionum í hug, hvað litli drengurinn hans mundi nú hafa hafst að, hefði hann lifað, svo hann tók Arthur í vinnu, — þó hann hefði tekið það skýrt fram að hann ynni ekki á laugardögum af því að hann væri Sjöunda dags Aðventisti. Joe var harður og hugsunarlaus. Hann gaf drengnum alt of erfiða vinnu, því hann var ungur og óharðnaður, og hefðu ekki samverka- menn hans verið svo hjálpsamir og hugulsam- ir við hann eins og þeir voru, þá er ekki gott að vita hvernig farið hefði. En hvað sem heimtað var af Arthur, og hvernig sem hann hafði það, þá kvartaði hann aldrei, stundum þegar hann átti hvað erfiðast, þá blístraði hann fagurt sönglag. Gamli Joe hlustaði og horfði á. Hann veitti mörgu eftir- tekt eftir því sem tíminn leið. Drengurmn reykti aldrei og ljótt orð heyrðist ajdrei af vör_ um hans. Gamli Joe ;fór nú að reyna að forð- ast ljótt orðbragð í návist drengsins. “Eg gæti víst gjört betur við hann en þetta,” sagði Joe einn dag við sjálfan sig, og næsta morgun var Arthur látinn þurka af rykið á iskrifstofunni, fara í sendiferðir og gjöra ýmsa létta smásnúninga. Þannig liðu fleiri mánuðir. Mr. Bentley varð stundum fokvondur eins og fyrri, en það kom sjaldnar fyrir, þvi sjálfum sér óafvitandi varð hann fyrir svo miklum áhrifum af kurteisi og glaðlyndi drengsins. Arthur hafði þegar unnið sér hylli gamla mannsins og var orðinn honum mjög kær um leið og hann vann honurn trúlega. Svo einu sinni gat Joe ekki staðið á móti forvitni sinni, svo hann sagði við Arthur: “Hversvegna vinnur þú aldrei á laugardögum ?” Hvað meinar Sjöunda dags Aðventisti?” Drengurinn skýrði nákvæmlega fyrir honum hvers vegna hann héldi hvíldardaginn og væri Aðventisti. Gamli Joe hló að honum í þetta skifti, en gat þó ekki gleymt því sem hann sagði. Hann var þó sannarlega hugrakkur og einlægur og trúði því sem hann trúði, hugsaði Joe með sér. Smám saman voru Arthur gefin meiri og meiri trúnaðarstörf, þar til hann að lokum hafði alt bókhald á hendi, og meira að :segja gamli maðurinn leitaði oft álits hans og ráða í verzlunarefnum. Svo komu kreppuárin. í fyrsta skifti í niörg ár fór nú verzlun gamla mannsins aftur á bak. “Arthur,” sagði hann að lokum, “hvað eig. um við að gjöra við f járkreppuna, hún ætlar alveg að drepa okkur?” Arthur hikaði dálítið og spurði síðan: “Hefir þú reynt að borga tíund?” “Reynt hvað?” Arthur skýrði það fyrir honum og bætti svo við: “Fjárkreppan getur ekki gjört Guðs fyrirheit að engu.” Um kvöldið eftir hugsaði Joe um alt þetta,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.