Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 6
78 STJARNAN gjöra sér upp að þau hefðu fengið pláguna. Getið þið hugsað ykkur annað eins ?” “Nei, nei, nei,” sögðu allir drengirnir, “þetta getur ekki verið satt. Þú sagðir okkur til að byrja með að við ættum að geta hvort sagan væri sönn eða ekki. En þetta getur ó- mögulega verið satt.” “Og hvers vegna ekki?” spurði faðirinn. “Voru ekki drengirnir mínir, rétt fyrir nokkr- um mínútum að því kornnir að leika miklu verri plágu — synd. Blettir hennar eru svart- ari, verkirnir sem hún orsakar eru miklu sárari, og endalok sem hún leiðir með sér miklu skelfi- legri heldur en líkamleg sótt og dauði. Dreng- ir mínir, sá tími getur komið að þiÖ séuð til- neyddir að ganga út í hættu, en ef þið hafið verið gætnir og undirbúið ykkur með bæn til Guðs og hlýðni við orð hans, svo þér með trú og árvekni standið á verði, þá þurfið þið enga hættu að hræðast. En gætið þess að þér aldrei, aldrei gangið í veg fyrir freistingar, eða vilj- andi gefið freistaranum tangarhald á yður. Minnist þess- að leika ykkur ekki á veggsvölun- um í pestarhúsinu, og að heimskingjarnir spauga með synd. Minnist þess líka að plága syndarinnar er hin versta og voðalegasta plága, sem til er. Hún kostaði Guðs son sorg og tár og jafnvel lífið sjálft.” E. Dunn. Frœndur Henriettu Flekkusóttin geysaði í þorpinu þar sem Clifford og Olney áttu heirna, svo skólum var öllum íokað. Þessir drengir höfðu ekki verið með neinum sem hafði veikina, svo þeir voru sendir til Perry frænda síns inni í borgnini, til þess þeir gætu gengið á skóla þar. John og Wilbur voru glaðir að fá frændur sína þangað og fóru nú á járnbrautarstöðina til að mæta þeirn. Henrietta frænka þeirra aftur á móti var alt annað en glöð yfir því að eiga von á tveim- ur drengjum í viðbót við hennar eigin. En hún vildi ekki neita bróður sínum um að taka þá, og hún þurfti peningana sem hann lofaði að borga með þeim en hún vissi ekki hvernig hún gæti bætt á sig meiri vinnu, en það varð hún að gjöra þegar hún hafði fleiri í heimili. John og Wilbur hjálpuðu henni ekki mikið í húsinu, því þeir voru gleymnir og kærulausir. Þeir mundu sjaldan hvað þeim var ætlað að gjöra ef þeir höfðu eitthvað að leika sér að. En þeir höfðu lofað að hjálpa henni, og nú voru Clifford og Olney að koma. Henrietta hafði ekki séð frændur sína síð- an þeir voru lítil börn, þá voru þeir svo skemti- legir að henni þótti strax vænt um þá. Hún var nú i rauninni glöð að geta gjört það fyrir líróður sinn að ta-ka þá. Urn eftirmiðdaginn fóru þeir upp á loft með John og Wilbur, en þegar kominn var tínni til að þurka leirtauið þá kom Clifford ofan i eld- húsið og sagði: “Frænka, ef þú segir mér hvar eg get þvegið mér um höndurnar þá skal eg þurka leirtauið fyrir þig.” “Ónei, þú þarft þess ekki,” svaraði frænka hans, “eg get gjört það sjálf.” “En mig langar itl að gjöra það, eg þurka diskana oftast nær fyrir hana mömmu mína.” Clifford og frænka hans skemtu sér vel við að þvo upp leirtauið, glösin og hnífana. Næsta morgun eftir að allir drengirnir voru komnir á skólann, fór hún upp á loft til að búa um rúmin. Þegar hún kom inn í dyrnar á herbergi frænda sinna stóð hún kyr um stund og var al- veg steinhissa. Þar var alt í góðri reglu, rúmið uppbúið, vatn í könnunni og alt í réttum stað í herberginu. í næsta herbergi, þar ;sem John og Wilbur sváfu, fann hún nóg að gjöra. “Eg vildi að drengirnir mínir tækju Clifford og Olney sér til fyrirmyndar.” Ósk móðurinnar varð í raun og veru upp- fyít, því einn morgun litlu seinna fann hún ekkert að gjöra í herberginu drengjanna sinna; auðvitað var ekki vel búið um rúmið, rúmföt- in lágu ekki alveg slétt og ábreiðan var dálítið skökk, en tilraun þeirra til að 'hjálpa mömmu gladdi hana svo mikið að henni fanst vinnan léttari allan daginn. “Ef Olney og Clifford geta búið um rúmið sitt þá getum við búið um okkar,” sagði John. “Og við skulum sópa okkar herbergi líka,” sagði Wilbur, “Clifford segist alt af gjöra það heima, væri það ekki léttara fyrir þig, mamma, ef við gjörðum það ?” “Auðvitað,” svaraði móðir þeirra, “og það er gott fyrir ykkur líka að geta gjört alt þetta.” “Það er sem mamma mín segir,” greip Olney fram í.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.