Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN NÓYEjMBER, 1936. LUNDAR, MAN “ Kom yfir og hjálpa oss” Páll postuli sá í sýn, að maður frá Make- dóníu bað: “Kom yfir og hjálpa oss.” Páll naut leiðbeiningar heilags anda í starfi því, sem honum var falið, að prédika heiðingjum fagn- aðarerindið. Hann var að starfa í heiðnu hér- aði á þessu tímabili. Ilann heimsótti söfnuðina til að staðfesta þá í trúnni, og taka inn nýja meðlimi, og nú ásetti hann sér að prédika orðið í Asíu. Guðs andi leiðbeindi honum á sérstakan hátt. Oss furðar á því, hann hefir að líkindum einnig furðað sig á því, að andinn bannaði hon. um í það skiftið að prédika í því plássi sem hann hafði ásett sér. Vér hugsum fremur að andinn hvetji oss heldur en aftri oss frá því að ferðast í trúboðserindum. En Páll skildi raust Guðs anda og eins og á veginum til Dam- askus þá hlýðnaðist hann hinni himnesku köll- un. Án þess að vita hvers vegna hann mátti ekki halda áfram þangað sem hann hafði ætlað, þá lagði hann nú leið sína til Bityníu, en þó það væri óskiljanlegt fyrir hann og Tímóteus fé- laga hans, þá bannaði andinn þeim að prédika þar í þetta skifti, svo ennþá breyttu þeir stefnu sinni og héldu nú til Tróas. Maðurinn frá Makedóníu. Hér fékk Páil skilning á leyndardóminum við leiðbeiningu andans. Hann sá í sýn, að þar stóð maður frá Makedóníu og bað hann segjandi: “Kom yfir til Mekdóníu og hjálpaðu oss.” Þessi köllun var svo nauðsynleg og þörf- in svo bráð, að andinn lét sér ekki nægja að tala aðeins til Páls, heldur lét hann sjá í sýn makedóniskan mann, sem bað svo innilega um hjálp þá er fagnaðarerindið eitt getur veitt. Hversu fljótt og vel Páll svaraði þessari beiðni sjáum vér af frásögninni: “En jafnskjótt og hann hafði séð þessa sýn, leituðumst vér við að komast af stað til Makedóníu, þar sem vér á- lyktuðum að Guð hefði kallað oss til að flytja fagnaðarerindið.” Þetta hefir þýðingarmikinn lærdóm að geyma fyrir oss, það hrífur hjörtu vor. Það eru tvö aðalatriði i frásöginni. Fyrst, þrá syndarans að heyra Guðs orð, fagnaðarerindið, og öðlast frelsun. Annað, hve skjótt Páll brá við til að veita þá hjálp, sem um var beðið. Þessi atburður er eins áhrifamikill eins og hann hefði komið fyrir í gær. Ástæðan fyrir því er þessi, að á vorum dögum kemur eins knýjandi beiðni um að fá hjálp, til að fá að heyra fagnaðarerindið. Það er ekki maður, sem vér sjáum í sýn, sem biður um hjálpina, heldur sér fjöldi af trúboðum vorum með sín- um eigin augum og í fullri dagsbirtu þá, sem biðja um hina sömu hjálp. Eg hefi séð hundr- uð þeirra koma, og heyrt þá með mínum eigin eyrum biðja um hjálp. Ef maður aðeins sér þá og heyrir einu sinni, þá er það ógleymanlegt. Það stendur oss fyrir hugskotssjónum ef vér erum vakandi litla stund að nóttunni. Eina af- sökunin fyrir því að skrifa eins og eg gjöri er sú, að þessar átakanlegu bænir um hjálp auk- ast æ meir og meir, og eru svo grípandi að eg get ekki annað en mælt með þeim, til þeirra, sem geta veitt hina umbeðnu hjálp, með því annaðhvort að fara sjálfir eða senda aðra. Romaldo Ordoníus. Eg ætla að segja yður frá atburði, sem fyr- ir mig bar fyrir 15 árum síðan, þótt eg hafi haft svipaða reynslu bæði fyr og síðar, þá virðist mér þessi svo ákaflega svipuð að ýmsu leyti sögunni í Postulanna Gjörningum. Eg kalla það Makedóniska kallið nútímans. Eg ætla að segja frá þessu atriði svo langt aftur í timann, til að sýna að Guðs andi hefir lengi hvatt oss til að útbreiða fagnaðarerindið og sýna meiri áhuga til að flýta því til yztu endi- marka heimsbygðarinnar, án þess þó að van- rækja starfið heima fyrir. Við höfðum ráðstefnu í borginni Puno á strönd Titicaca-vatnsins árið 1920. Einn morg-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.