Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 2
9ð STJARNÁN un kom hár og þrekinn IndíánahöfÖingi til vor. Hann var yfir miÖaldra og klæddur ullarfötum frá hvirfli til ilja. Brúna andlitiÖ hans var orðið hrukkótt og ellilegt gegnum áhyggjur og erfiði margra ára í þjónustu kynkvíslar hans. En stálgráu augun hans lýstu rósemi, ákveðn- urn viljakrafti og staðfestu, sem eg aldrei get gleymt. Ekkert nema hreimurinn í málrómi hans var áhrifameira heldur en augnatillitið. Indíánapostulinn okkar, Ferdinand Stahl, formaður trúboðsins þar, þekti hann strax og kynti okkur. Hann hafði mætt honum á ferð- um sínum inn i landið. Romaldo hafði á ein- hvern hátt frétt að samkomur yrðu haldnar hér á þessum tíma og að umsjónarmenn frá Norð- ur Ameríku mundu verða þar viðstaddir. Þetta var tækifæri fyrir hann. Þótt hann væri höfð- ingi þjóðar sinnar, skapmikill og strangur stjórnari, þá hafði hjarta hans orðið snortið af vingjarnleik bróður Stahls, er hann hafði fyrst mætt honum og kent honum grundvaliaratriði kristindómsins. Hann þráði meira af hinum blessaða gleðiboðskap, bæði fyrir sjálfan sig og þjóð sína. Þannig atvikaðist það, að hann kom 6 daga ferð yfir lítt iæra vegi frá heimkynni sinu í Andesfjöllunum í 18,000 feta hæð, til þess sjálfur persónulega að biðja um kennara fyrir þjóð sína. “Sendið oss kennara,” bað ihann fyrst þegar vér mættum honum. “Sendið oss kennara, sem getur flutt allri þjóð minni fagn- aðarerindi Krists.” Það er ómögulegt að lýsa hinum átakanlega bænarhreim í málrómi hans og andlitssvip, þar sem hann stóð þarna, þessi hrausti fjallabúi, til að biðja oss að koma til háfjalla hans. Svo beið hann þegjandi og eftir- væntingarfullur eftir svarinu upp á bæn sína. Var það draumur eða sýn, sem vér fengum? Nei, það var lifandi maður, með holdi og blóði, sem Guðs andi hafði leitt til að biðja um þá hjálp, sem þessi maður hélt, að vér einir gætum veitt. Gátum vér sent honurn hjálp ? Vér sáum engin ráð til þess. Vér höfðum engan æfðan kennara til að senda, og höfðum enga peninga í sjóði, ekki einu sinni til að halda uppi því starfi, sem þegar var byrjað. Ó, hve sorglegt það var, að vér gátum ekki strax uppfylt beiðni hans eins og Páll gjörði. En vér gjörðum það ekki, svo í veikleika trúar vorrar svöruðum vér einungis: “Vér getum það ekki sem stendur, bróðir Romaldo, en ef til vill næsta ár.” Von- brigðin stóðu útmáluð á andliti hans, er hann sneri í burtu. Það var ógleymanlega sorglegt andlit. Eg get ekki snúiff heim aftur án kennara. I dögun næsta rnorgun kom þessi maður aftur til vor, vonglaður og brosandi, og sagði: “Eg get ekki farið heim aftur án kennara.” Aftur svöruðum vér: “Ekki í þetta skifti, bróðir Romaldo, en við skulum haf a þig í huga. Næsta ár, ef til vill, höfum vér peninga og fleiri menn, svo við getum sent þér kennara. Vonbrigðaskugginn, sem féll yfir andlit hans var ennþá dimmari heldur en daginn áður. Fimm daga í röð, rneðan ráðstefnan stóð yfir, var sama reynslan endurtekin. Það var léttir fyrir oss er vér hryggir í huga kvöddum bróður Romaldo, og gáfurn honum góðar vonir, þótt sumir meðal vor væntu þess ekki að sjá hann nokkurn tkna aftur i þessu lífi. Viku seinna, eftir að vér höfðum ríðandi heimsótt ýmsar trúboðsstöðvar mættum vér bróður Romaldo aftur, oss til mestu undrunar, á elztu trúboðsstöðinni Platería. Andlit hans var alt eitt bros, eins og hann vildi segja: Þið eruð nú ekki lausir við mig ennþá. En það sem hann i raun og veru sagði var: “Eg hefi komið 24 mílur i viðbót, gangandi yfir fjöllin til þess að segja yður einu sinni enn að mér er ómögu- legt að fara heim aftur, fyr en eg fæ kennara til að kenna þjóð minni fagnaðarerindið.” Svona alvarleg eftirsókn eftir hjálp fyrir þá, sem í myrkrinu sitja var nauðsynleg, áður en vor andlegu skilningarvit gátu vaknað nógu vel, til að gjöra eftir tvær vikur það sem Páll gjörði strax; það er, að sjá ráð til að hjálpa þessum “’madedóniska manni” og þjóð hans. í angist sinni sagði Romaldo að lokum: “Ef þér getið ekki sent mér kennara, getið þér þá ekki sent mér góðan dreng, sem kann að lesa og getur lesið Biblíuna fyrir fólkið mitt. Vér fundum slíkan Indiánadreng þarna á skólan- um, sem var fús til að fara, og hann varð góð- ur kennari. Nú fyrst fengum vér að vita hvers vegna Indíánahöfðinginn var svo þrábeiðinn, að það var ómögulegt að hafa hann af sér. Undir áhrifum Guðs anda hafði nann gefið ■hátíðlegt loforð áður en hann fór heiman að um að hann skyldi alls ekki koma heim aftur án kennara. Eg ætla að geta þess hér, að þennan sunnu- dagsmorgun, áður en vér snerum aftur til Puno, höfðum vér fundið kennara og ráð til að senda hann. Myndin sem eg sá þann morgun stendur mér enn fyrir hugskotssjónum, hún er óafmá- anleg — hraustleg.i Romaldo Ordoníus stóð þarna með kennarann við hlið sér, brúna and- litið hans brosandi af sigur-fögnuði yfir því að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.