Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 4
92 STJARNAN Vér vorum látin búa í gestaherberginu í húsi höfðingjans. Þar breiddum vér ábreiður vorar á gólfið, hengdum upp flugnanetin, og bjuggum um börnin fyrir nóttina, og höfðum svo samkomu fyrir þá, sem höfðu sent eftir oss. Samkoman stóð yfir langt fram á nótt, og aðalefni ræðunnar var: “Leitið og munuð þér finna, knýið á, og mun fyrir yður upplokið verða.” Höfðinginn sagði að ihann hefði Íeitað vor í þrjú ár; nú hefðu þeir fundið oss og þeir knúðu oss til að kenna þeim fagnaðarerindið. Kæru vinir, þetta er viðfangsefni vort. Þorp eftir þorp sendir til vor og biður um kennara og prédikara. En hvernig getum vér haldið uppi starfinu félaus? Getið þér greitt úr því vandamáli ? Þetta er aðeins eitt dæmi upp á allar þær bænir um hjálp, sem vér fáum hér í myrkri heiðindómsins. Indland hefir verið seint til að gefa gaum að fagnaðarerindinu, en nú sjá- um vér víða skörð á hervirkjum óvinarins, og vér þráum að geta notað þau tækifæri, sem Guð hefir opnað fyrir oss. Vér getum ekki gjört það einsömul. Vér þurfum hjálpar við, til þess, frá yður. Vér þurfum tíú starfsmenn þar sem vér nú höfum aðeins einn. Viljið þér hjálpa oss að uppfylla þessa þörf ? Mrs. O. A. Skau. Ljósið, sem kærleikurinn kveikti Meitre Tassi hafði engan þjón. Drengur- inn, sem hafði passað hestinn hans og eldað matinn, hafði farið frá honum fyrir nokkrum dögum síðan, svo nú borðaði hann á matsölu- húsi, og sat þar nú hugsandi við borðið. Hann var heldur tötralega klæddur og hárið ógreitt. Tassi var listamaður og hafði ekki áhuga fyrir neinu nema vinnu sinni. Meðan hann sat þarna við borðið kom veitingamaðurinn til hans og sagði: “Hér er maður með dreng, sem þú gætir fengið til að hjálpa þér.” Balthazar, það var maðurinn, sem um var talað, kom nú, hneigði sig kurteislega og sagði: “Vinur okk- ar, veitingamaðurinn sagði mér að þú þyrftir dreng til að passa hestinn þinn og elda matinn fyrir þig. Eg er viss um að þessi drengur, sem með mér er, mun geta gjört þetta fyrir þig. Hann er vel fær um það. Þú ættir að hafa séð hve vel hann hirti asnann minn á leiðinni frá Sviss til ítalíu. Og hvað matreiðsluna snert- ir, þá hefir Ihann verið aðstoðarmaður bakara í Lorraine, og getur matbúið hvað sem þú óskar eftir. Maitre Tassi leit á denginn, sem hafði hálf falið sig bak við Balthazar, og það var nóg til að sannfæra hann um að maðurinn skrökvaði. Drengurinn var á að giska 14 ára að aldri, tötralega klæddur og tærnar stóðu fram úr skónum; og andlitið bar vott um að hann haf ði liðið hungur. En það sem enn meira vakti athygli hans var ihið daufa, andlausa tillit í stóru brúnu augunum hans. Hann fann alt í einu til sárrar meðaumkvunar með drengnum og sagði: “Viltu koma og vinna hjá mér ?” Drengurinn mumlaði eitthvað svo lágt að ekki var hægt að heyra hvað hann sagði, og augu hans báru ekki vott um neinn áhuga. Balthazar var gramur yfir því að hann á þennan hátt skyldi sýna hve heimskur hann var, og sparkaði nú í hann. Tassi sá þetta og það réð úrslitunum, því hann var viðkvæmur og hjartagóður. Balthazar tók á móti fáeinum silfurpening- um og svo fór Claude, það var nafn drengsins, með hinum nýja húsbónda sínum til herbergja hans. Þegar drengurinn kom þar inn sá hann rnyndir, myndir alstaðar, myndir af fólki, f jöll. um, dölum, trjám, lofti, blómum og vatni. Þetta var svo óvænt að það vakti eitthvað í hinni sofandi meðvitund drengsins, og dálítill glampi sást í augunum, sem annars virtust ekki veita neinu eftirtekt. Claude Gellee var fæddur árið 1600. For- ■ eldrar hans voru fátækt bændafólk, sem unnu á herragarðinum Chamagne í Lorraine. Börnin voru fimm til að fæða og klæða. Það elsta, sem var drengur fór í æsku til Sviss, til að Iæra tréskurð, sá næsti hjálpaði til heima alt sem hann gat. Claude var þriðja barnið. Hann gat ekkert gjört til gagns. Þegar móðir hans varð að fara út til að vinna, skildi hún hann eftir til að líta eftir litlu systur sinni. En þá gat litla stúlkan gjört hvað sem henni sýndist því Claude sat þar eins og flón og tók ekki eftir neinu, sem fram fór í kringum hann. Hin eina aðferð, sem þektist við barna- uppeldi í þá daga voru höggin, og Claude fékk sinn skerf af þeim meðan hann var heima. Þegar hann var nógu gamall til að senda hann

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.