Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 5
STJARNAN 93 á skóla, þá sázt ekkert merki hjá honum upp á vit eÖa skilning, þar var hann .barinn ekki sí'Öur en heima. En hiÖ dauf a tilfinningarlausa augna tillit var ávalt hið sama. Svo dó faðir hans og móðir hans nokkru seinna. Jafnvel við þessi tækifæri sást ekki að Claude hefði nokkurn skilning eða tilfinningu. Nú var hann munaðarlaus, en matreiðslumað- ur einn, sem fyrir augnablikið kendi i brjósti um hann, tók hálfvitann og ætlaði að reyna að kenna honum vinnu, en þoíinmæði hans entist ekki lengi, og brátt var drengurinn barinn meir en nokkru sinni fyr. Að lokum þegar hópur af skóladrengjum tók af Claude tvær tylftir af smákökum, sem hann átti að afhenda, þá fanst húsbónda han^ að hann gæti ekki haldið hann lengur, og sendi hann því til bróður síns á Svisslandi. Bróðirinn reyndi að kenna honum tréskurð, en hann var jafn ófær um að læra það eins og alt annað, svo hann vissi hreint ekki hvað hann átti að gjöra við drenginn. Einn dag kom Balthazar frændi hans, sem var umferðasali, og bað hann að ljá sér drenginn til ítalíu til þess að passa asnann sinn og bera nokkuð af vörunum, sem hann hafði meðferðis til að selja. Húsbóndi Claudes var ófús á að gjöra þetta, því hann vissi hve samvizkulaus frændi hans var. En hann lét þó tilleiðast að lokum. Á leiðinni þá leiddi asninn Claude oftar en Claude leiddi hann. Hið fagra útsýni Alpa- fjallanna og stöðuvötnin á ftalíu virtust ekki hafa nein áhrif á vesalings drenginn. Eftir að þeir komu til ítalíu hafði Belthazar enga vinnu fyrir hann, svo vikum og mánuðum skifti leið drengurinn hungur og þjáningar áður en hann að lokum komst til Maitre Tassi, sem kendi í brjósti um hann og hann hafði um leið þann dásamlega eiginlegleika að vera þolinmóð- ur. Þegar Claude kom inn í málarastofuna, þá sá Tassi glampann, sem brá fyrir í augum hans og nú sannfærðist hann um að það væri eitt- hvað annað en skynleysi, bak bið þessi brúnu augu hans. Nú sagði hann drengnum að hann hefði málað allar þessar myndir, og að hann mætti horfa á þær svo mikið sem hann vildi, en hann mætti ekki snerta þær. Claude vann um hríð >hjá Tassi, þegar skylduverkum hans var lokið, fór hann inn á vinnustofu húsbónda síns, sat við hlið hans og horfði stöðugt á það, sem hann var að mála. Nú fór oftar og oftar að sjást eins og glampi sem bar vott um áhuga í hinu daufa andliti Claudes. Loksins sýndi húsbóndi hans honum hvernig ætti að blanda liti þá, sem hann notaði, og einu sinni spurði hann Claude: “Viltu að eg kenni þér að mála?” “Já, já,” svaraði drengurinn, og nú mátti heyra á máirómnum að hann hafði verulegan áhuga á því. upp frá þessu gaf Tassi honum málninga lexíur tvisvar í viku. Claude var ekki ætíð fljótur að skilja, en kærleikur og þolinmæði unnu sigur, og skynsemi hans þrosk- aðist fyrir áhrif elsku og umburðarlyndis, eins og þegar blómknappur opnast og verður að in- dælu blómi fyrir áhrif sólarinnar. Meðan hann lærði að mála var hann stöð- ugt með kennara sínum, og hafði langan vinnu- tíma; hann iagði aldrei frá sér málaraburstann, nema þegar honum var sagt að fara út og fá sér líkamsæfingu eða hreint loft. En eftir nokkurn tkna liðinn tók húsbóndi hans eítir því, að hann fór bak við hann með eitthvað. Hann kom seinna til vinnu á morgnana heldur en hann var vanur, og hvert augnablik, sem hann hafði frí fór hann upp í herbergi sitt. Einn dag þegar Maitre Tassi kom heim úr löngum reiðtúr, fann hann á vinnustofu sinni stórt málverk, sem vandlega var breitt yfir. Claude stóð fyrir framan það með tindrandi augu og skalf eins og laufblað í vindi. “Herra minn,” sagði hann, “mig langaði til að sýna þér lítinn þakklætisvott fyrir það, sem þú hefir gjört fyrir mig, svo eg hefi málað eftir minni útsýnið í Lorraine, eins og eg sá það út um gluggann minn þegar eg var hjá bakaranum í Lorraine.” Svo tók hann burtu blæjuna, sem breidd var yfir málverkið, og húsbóndi hans sagði undr- andi: “Það er ekki eg, sem lengur get kent þér. Þessi mynd er meistaraverk.” Þótt hið ytra auga virtist eftirtektarlaust, þá hafði hin innri sjón drukkið í sig áhrifin af litbreytingum, sem ljósið orsakaði á blómum, trjám og hæðum. Upp frá þessu fór Claude að mála eftir náttúrunni hvað sem honum þótti fagurt, hann málaði hverja litbreytingu með samsvarandi litum. Hann hafði undraverðan skilning á lögum náttúrunnar. Þegar hann gekk út með vinurn sínum, þá skýrði hann fyrir þeim ástæðuna fyrir hinu mismunandi útliti náttúrunnar á ýmsum tímum dagsins, og sýndi að þessar breytingar voru framleiddar af end- urskini eða geislabrotum ljóssins, eða kæmi vegna þoku, misturs, regns eða skýja.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.